Hvað gera menn ef verð er of hátt? Þeir verða að lækka það.

Hrikalegar tölur eru nú nefndar varðandi hækkanir á vörum og þjónustu, sem ferðamenn verða að kaupa hér á landi og þær notaðar sem röksemd fyrir því að það þurfi að snarlækka gengi krónunnar. 

En verði það gert mun æða af stað höfrungahlaup í kjaramálum með tilheyrandi verðbólgu og verðhækkunum af hennar völdum.. 

Margs konar verð, sem nefnt er, til dæmis á einföldum varniningi eins og kaffibollum er ekki aðeins dæmi um hækkun krónunnar, heldur líka oft á tíðum dæmi um fádæma græðgi seljenda. 

Ef svona verð er of hátt og veldur því að hrun verði í ferðaþjónustunni, er, úr því sem komið er, aðeins ein leið til að bregðast við því: Að lækka verðið. Að slá af græðginni.  með góðu eða illu.

Í sumum tilfellum er það ekki aðeins allt að 40 prósent hækkun á gengi krónunnqr, sem hefur valdið samsvarandi hækkun verðs á vörum og þjónustu fyrir ferðamenn. Upphaflegt græðgisverð var einfaldlega of hátt allt of víða.  

Og síðan má nefna það hvort endilega þurfi að hækka opinberar álögur á ferðaþjónustuna einmitt þegar hún stendur á viðkvæmasta punkti rekstrarumhverfis síns. 


mbl.is Pakkaferðin hefur hækkað um 42%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þó varla þorandi að vona að álagningin í þessum geira lækki nægjanlega til að venjulegur Íslendingur tími að ferðast innanlands, nema með húsnæðið með sér (tjald eða vagn) og nestið heimasmurt.

Gengið er hins vegar bara spurning um framboð og eftirspurn, það er einhver von til þess að gengið lækki aðeins ef ferðamannaiðnaðarurinn minnkaði eilítið (minni eftirspurn eftir krónum fyrir gjaldeyrinn sem kemur með ferðamönnunum), myndi muna jafnvel enn meir um, ef lífeyrrissjóðirnir seldu hlutabréfin í okurbúllunum hérna og fjárfestu erlendis (aukin eftirspurn eftir gjaldeyri fyrir krónur). En sennilega eru kaupendurnir að okurbúllunum fáir þessa dagana....

ls (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 07:30

2 identicon

Þetta hefur ekkert að gera með styrkingu krónunar. 

Þetta er bara græðgi og ekkert annað.

Bensínið lækkar en ferðirnar verða bara dýrari.

Svei þeim.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 11:44

3 Smámynd: Stefán Jónsson

Gaman að því að þegar krónan hrundi 2008, þá þurfti ferðaþjónustan að tvöfalda verðið, "því okkar verð eru bundin í evrum".
En nú þegar krónan styrkist, þá allt í einu virðast verðin vera bundin í krónum, skrýtið tongue-out

Getur þú ekki búið til söngtexta við þekkt Stuðmannalag Ómar?
"Það er engin leið að lækka"

Stefán Jónsson, 20.6.2017 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband