"Heitt og hátt."

Því ástandi, sem flugmenn er einna verst við við flugtak og lendingar er lýst með þremur orðum:  "Heitt og hátt" ( hot and high).

Sem sagt: Verst er ef völlurinn liggur hátt yfir sjó og hitinn á honum er mikill. 

Einnig versnar mjög fluggeta véla í farflugi við slík skilyrði þannig að hindranir, sem annars eru viðráðanlegaar, verða hættulegar. 

Stundum er flugleið eða flugvöllur í mikilli hæð en samt getur orðið funheitt. 

Sem dæmi um flugvöll sem liggur hátt og íslenskar flugvélar fljúga áætlunarflugferðir til, er Denver í Colorado. 

Hann liggur í 1600 metra hæð, og þess vegna er loftið þar miklu þynnra en við sjávarmál og þa með verður burður loftsins minni og vélarnar þurfa að komast á meiri hraða til að geta lyfst frá jörðu og klifrað eftir það.

Það fer fyrst og fremst eftir hreyflum vélanna hve geta þeirra er mikil og eftir flatarmáli vengja frekar en eftir stærð véla.

 

En minni flugvélar eru oft með bulluhreyfla, sem missa afl með aukinni hæð.

Sumar eru með forþjöppu sem gefur betra afl upp að ákveðnu marki en þó ekki eins mikið og þotuhreyflar.  


mbl.is Flugferðum aflýst vegna hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samedan flugvöllurinn i Engadin hjá St. Moritz, Sviss (IATA: SMV, ICAO: LSZS) er sá flugvöllur sem lá hæst af þeim flugvöllum sem ég hef lent á (1707 m / 5600 fet). En lengd brautar (03/21) er 1800 m, því ekkert mál fyrir Piper Turbo Arrow IV um hásumar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband