Stórkostleg hjólreiðahugmynd framkvæmd með glæsibrag.

Í tilefni hinnar miklu árlegu hjólreiðakeppni, sem nú er hafin bendi ég á tónlistarmyndbandið "Let it be done!" sem ég set á facebook síðu mína í tilefni dagsins og til heiðurs keppninni. 

Það er tvöföld ástæða til þess, því að einmitt í dag voru gögn send til útlanda sem hefja framleiðslu á 4 diska albúmi með 72 lögum úr minni smiðju, sem fjalla öll að meira eða minna leyti um íslenska náttúru og tengsl þjóðarinnar við hana. 

Þegar diskurinn kemur út, vonandi í byrjun júlí, verður einmitt notaður táknrænn hjólagerningur til að kynna hann. 

Nafnið er "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin" til að vekja athygli á hugmyndinni um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands og einnig á möguleikunum, sem felast í komandi orkuskiptum.

Í laginu "Let it be done", sem tríóið "The messengers" syngja, Egill Ólafsson, Þór Breiðfjörð og ég, eru meðal annars þessar ljóðlínur:  

 

"Let it be done!  Come on, let´s have fun

on að journey to a fight that must be won!...

 

"Spurting over obstacles up every slope and hill

with ever growing endurance and strenght and faith and will..!" 

 

Let it be done!  Let it be done!

Bicycles on the run! 

Father and mom!  Daughter and son!...

...Fighting spirit and fun!..."

 

With power from clean energy we light the brigtest beam!

With power from our deepest hearts because we have a dream!

By using all our wit and guts we sweep through storm and rain

To undertake enormous task,  defying weariness and pain!"

 

Tónlistarmyndbandið má finna á Youtube með því að slá upp nafni mínu og lagsins. 

 

Fyrir aðeins tíu árum hefði hver sá, sem hefði sett fram framtíðarsýn um svona stóra hjólakeppni í kringum landið, verið álitinn alger draumóramaður. 

En stundum flytur trúin fjöll. Góða ferð! 


mbl.is WOW Cychlothon hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband