244 km/klst í landi, þar sem fólk verður að venja sig við 50 km hámarkshraða!

Þegar ég fór í fyrstu löngu kvikmyndatökuferð mína um Noreg gerði ég áætlun um að verða 14 daga á svæði sem var allt frá syðsta hluta landsins norður til Alta-árinnar. 

En það leið ekki langur tími þar til það kom í ljós, að sé seinkeyrt um íslenska vegakerfið, má telja það eins og hraðbraut miðað við það norska. 

Á löngum, löngum köflum var leyfður hámarkshraði 50km/klst og fljótlega fauk ferðaáætlunin út í veður og vind.

Á tveimur stöðum milli tveggja stærstu borganna, Oslóar og Björgvinjar, með samtals meira en milljón íbúa, voru einbreiðar brýr, og á E6 til suðaustur frá Osló, var hægt að nota eina akrein.

Á þriðja degi var eins gott að segja við sjálfan sig: Slappaðu af, sættu þig við það sem þú getur ekki breytt, því að annars eyðileggurðu ferðina í stressi. 

Þegar komið var norður til Alta var útilokað að komast í tæka tíð til Oslóar, ekki einu sinni með því að aka fljótkeyrðustu leiðina, yfir til Finnlands, þaðan suður með Kirjálabotni Svíæþjððarmegin og loks þvert til vestur yfir Svíþjóð til Oslóar.

Bílnum var því skilað í Alta og flogið í staðinn. Ég frétti af Íslendingi sem ók frá Osló til Þrándheims en varaði sig ekki nógu vel á hraðamyndavélunum og fékk 11 sektir á leiðinni!

Hámarkshraðinn er talsvert meiri í Svíþjóð en í Noregi en samt er slysatíðnin lægri.

Vegna fjöllótts landslags lögðu Norðmenn mikla áherslu á það áratugum saman að grafa jarðgöng og malbika sem fyrst allt vegakerfið.  

Eftir þessi kynni af norska vegakerfinu undrast ég það hvað þeir hjá Top gear komust upp með. 

Það var þáttur um daginn með Jeremy Clarckson á Bugatti Veyron, en mig minnir að framleiðandinn gefi það upp að sá bíll geti farið úr kyrrstöðu upp í 200 kílómetra hraða á álíka löngum tíma og venjulegur bíll er að fara upp í 100. 

Hámarkshraði Veyron er 416 km/klst svoo að 244 km hraði þar ekki að vera ósennilegur ef tryllitækið er nógu öflugt. 


mbl.is Toppgírungar bannfærðir í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband