17 ár frá komu Bob Zubrin.

Bob Zubrin, hver er eða var hann og hvað með það hvað hann var að gera á Íslandi árið 2000?800px-Robert_Zubrin_by_the_Mars_Society

Jú, hann kom hingað vegna þess að hann var forystumaður alþjóðlegra samtaka áhugafólks Mars Society, um ferðir til mars og hann var að hefja leit samtakanna af heppilegasta svæði jarðar til rannóskna og æfingar vegna komandi ferða til mars.  

Og viðbrögð flestra voru sennilega þau að þetta væri "geimóramaður" og samtökin geimórasamtök. 

Þremur árum síðar kom sendinefnd frá samtökunum til Íslands til þess að velja æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í stíl við Öskju og tunglfarana. 

Þetta vakti sáralitla athygli enda marsferðir enn bara eitthvað fjarlægt rugl í huga flestra. 

Þó hafði tímaritið Time verið með margra blaðsíðna umfjöllun um málið með viðtali við Zubrin og þar var ekkert verið að skafa utan af því að rétt eins og ferðir til tunglsins þóttu "geimórar" alveg fram undir 1960, væru marsferðir og byggð manna á mars engir geimórar.

Og nú eru menn komnir enn lengra í hugsun, allt til ístungla Satúrnusar og Júpíters.

 


mbl.is Líf undir jökli auðveldar geimveruleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Líf undir Jökli og níu mánuðum síðar fæddist geimvera.

Þorsteinn Briem, 9.7.2017 kl. 00:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég spurði þroskaheftan mann á tindi Snæfellsjökuls nokkrum árum eftir árangrslausan viðbúnaðinn vegna komu geimvera þar, hvort hann hefði séð geimverur á þessum slóðum.  

Hann sagði: "Já". 

"Og hvenær var það?"

"Núna," svaraði hann. Þú veist það, Ómar, að við erum báðir geimverur."

Við þessu átti ég ekkert svar og fór hjá mér yfir því að hafa spurt. 

Ómar Ragnarsson, 9.7.2017 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband