Eitt af því sem okkur yfirsést en er merkilegra en við höldum.

Það má segja að það hafi ekki verið fyrr en haldin var norræn sundkeppni í fyrsta sinn sem við Íslendingar byrjuðum að átta okkur á sérstöðu lands og þjóðar hvað sundlaugar og sundfærni varðar. Léttir, Reykjanesi

Við sigruðum með yfirburðum í þessari keppni, sem fólst í því að synda 200 metra og komast að því hvar þátttakan yrði mest. 

Enn í dag virðumst við ekki átta okkur á því til fulls hvaða gildi sundlaugarnar hafa, ekki bara fyrir okkur sjálf og sjálfsímynd lands og þjóðar, heldur sem aðdráttarafl fyrir ferðafólk. 

Um þetta eins og margt fleira horfum við á íslensk fyrirbæri sem svo sjálfsagðan hlut, að það sé ekkert merkilegt. 

En því fer fjarri. Í fornsögunum kemur strax fram gildi náttúrugerðra sundlauga, svo sem þegar Grettir hvíldist eftir Drangeyjarsundið og Snorri Sturluson lét gera Snorralaug í Reykholti. 

Það er bæði mikill ljómi yfir því og um leið upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fara í íslenska sundlaug, sem er tákn um andstæður elds og íss hér á landi. 

Á ferðinni "Hjarta landsins - koma svo!" og "Orkunýtni - koma svo!" tvo hringi á landinu, er til dæmis náttúrugerð laug alveg við veginn í Vestfjarðahringnum, nánar til tekið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 

Staðurinn dregur nafn af hverasvæðínu og ekki má gleyma því að höfuðborg landsins, Reykjavík, dregur nafn af heitu laugunum í Laugardalnum, sem líka dregur nafn sitt af sundlaugunum. 


mbl.is Sjarmerandi sundlaugar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 13:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti landsmanna býr við sunnanverðan Faxaflóa vegna þess að þar voru og eru bestu miðin við landið og veðurskilyrði hagstæð.

Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?


Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 13:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavík og Hafnarfjörður voru stærstu bæjarfélögin á Reykjanesskaganum vegna þess að þar voru og eru stórar og góðar hafnir.

Á Akureyri er einnig góð höfn en höfnin í Vestmannaeyjum gæti lokast vegna hraunrennslis.

Innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur oft verið erfið og mun meira skjól er fyrir norðan Reykjanesið, í Faxaflóa.

"Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi."

Í Reykjavík var hins vegar fimm sinnum meiri botnfiskafla landað en á Akureyri og fjórum sinnum meiri en í Hafnarfirði árið 2008.

Landnám Ingólfs Arnarsonar
náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Hveragerði er því innan Landnáms Ingólfs og mörg hundruð gróðurhús eru á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

Alþingi Íslendinga var
stofnað árið 930 á Þingvöllum, innan Landnáms Ingólfs og Almannagjá er á flekamótum.

Á Suðurlandi og Vesturlandi, bjó þá, og býr enn, meirihluti Íslendinga vegna betri landkosta og meira sjávarfangs en í öðrum landshlutum, þaðan sem menn fóru á vertíð í Landnámi Ingólfs.

Vertíð


Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort


Öndvegissúlur
Ingólfs Arnarsonar gátu hins vegar ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Hann kastaði þeim því í sjóinn í Faxaflóa, hafi hann á annað borð kastað þeim í sjóinn.

Ingólfur Arnarson


Hitafar á Íslandi frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar við landið (bls. 26)


Silungsveiði
er í Þingvallavatni, sem er á flekamótum, eins og allt Reykjanesið, og laxveiði í Soginu.

Jarðhiti, og þar af leiðandi eldvirkni, er nú einn af stærstu kostum þess að búa á Íslandi, þrátt fyrir truflun á flugsamgöngum og skemmdir á mannvirkjum.

Hér má nefna til að mynda upphitun húsa í Reykjavík í 80 ár, heitt vatn til þvotta og baða, sundlaugarnar í Reykjavík og raforku frá Nesjavöllum, sem eru skammt frá Þingvallavatni.

Nesjavallavirkjun framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku og uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.

Sogsstöðvarnar
- Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun og Steingrímsvirkjun


Rafmagn á Íslandi í 100 ár - 1904-2004


Í Landnámu og Sturlungu var getið um notkun heitra lauga til baða. Konur í Reykjavík gengu Laugaveginn að Þvottalaugunum í Laugardal og Reykjavík heitir eftir gufunni sem steig upp af laugunum. Hitaveita Reykjavíkur nýtti fyrst heitt vatn úr borholum við laugarnar og heitt vatn var notað í ullarverksmiðju í Mosfellssveit.

Hitaveita á Íslandi í 100 ár


Erlendir ferðamenn fara langflestir í Bláa lónið, að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi, sem einnig eru skammt frá Reykjavík.

Skemmtiferðaskip á ytri höfninni í Reykjavík


Og hér er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna.

Vegna jarðhitans
er því lítil mengun í Reykjavík, fyrir utan þá sem kemur frá bifreiðum. En þar sem bærinn var byggður á nesi, Seltjarnarnesi, sem er mun stærra en bæjarfélagið Seltjarnarnes, sjá vindar um að blása mestri menguninni úr bæjarfélaginu á haf út.

Rafbílar, sem munu að mestu leyti nota raforku frá virkjunum í Landnámi Ingólfs taka hins vegar fljótlega við af hefðbundnum bensínbílum.


Og ekki þarf að reisa sérstakar virkjanir vegna rafbílanna, því þeir verða að mestu leyti hlaðnir á nóttunni þegar raforkunotkun heimilanna er minnst að öðru leyti.

Vegna eldvirkninnar á Reykjanesi og fiskimiðanna við nesið eru Íslendingar ríkir.

Steini Briem, 25.4.2010

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 13:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.

En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 14:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 14:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitthvað er þetta nú óþægt en hér ætti það nú að koma loksins:

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 14:17

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjanesskaginn er í daglegu tali oft kallaður Reykjanes og hér að ofan er að sjálfsögðu átt við allan skagann en ekki eingöngu Reykjanesið á skaganum.

"Ysti hluti [Reykjanes]skagans að sunnan heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum) en að vestan og norðan eru Miðnes og Garðskagi (il og tá)."

Þorsteinn Briem, 15.7.2017 kl. 14:54

8 identicon

Undan Örfirisey, þar sem tankarnir eru nú nyrst, er hver, sem getur komið upp á fjöru. Lsnd hefur lækkað þar verulega, eins og sjá má á því, að verslunin, sem hét í Hólminum, var þar skammt frá. Þar er nú aðeins sker.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 15.7.2017 kl. 18:25

9 identicon

Þú segir "okkur" þó þú virðist vera einn sá síðasti sem gerir sér grein fyrir hlutunum. Í áratugi hafa sundlaugar og sundstaðir ýmsir verið á meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins. Það er skoplegt að sjá þig æða fram á ritvöllinn með nýfundinn sannleik sem allir aðrir hafa lengi vitað.

Reykjavík, dregur ekki nafn sitt af heitu laugunum í Laugardalnum heldur af gufunni sem sté upp af heitum uppsprettum í Laugardalnum. Og Laugardalurinn dregur ekki nafn sitt af sundlaugunum, sem komu löngu eftir nafngiftina.

Halda mætti að holóttar heiðar Vestfjarða hafi hrist einhverjar skrúfur lausar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.7.2017 kl. 19:45

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Útlendingar flestir eru svo teprulegir að þeir geta ekki þvegið sér án sundfata í sturtunni áður en þeir fara ofaní laugina.  

Sundlaugaverðir eru líka teprulegir og þora ekki að skipa þeim að þvo sitt gras skeinda rassgat. 

Finnar eru þó undantekning  og ófeimnir við að þvo sér berrassaðir.   

Hrólfur Þ Hraundal, 15.7.2017 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband