Vanmat er oft hættulegra en vangeta.

Vanmat á andstæðingnum er eitthvert hættulegasta fyrirbrigði í íþróttum, hernaði og allri samkeppni. Dæmi um slíkt eru óteljandi.

Í þeim leikjum Íslendinga á EM í knattspyrnu í fyrra, sem skiluðu Íslendingum upp úr riðlinum, trúðu andstæðingar Íslendinga því ekki að íslenska liðið gæti staðið þeim jafnfætis eða sigrað þá. Þó var um að ræða íþrótt þar sem hundaheppni eða óheppni geta breytt úrslitum leikja. 

Í leik Íslendinga og Englendinga, þar sem Englendingar fengu óskabyrjun, var áberandi hvernig enska liðið brotnaði smám saman niður við óvænt mótlæti. 

Fyrirfram var talað um það að Gunnar Nelson hefði helst þurft að fá öflugri mótherja í gærkvöldi. 

Slíkt upplegg fól í sér vissa hættu, þótt keppandi án sjálfstrausts sé líka illa staddur.

Í öllum þeim bardögum, sem Muhammad Ali tapaði, var orsökin vanmat hans á getu mótherjanna og ofmat á eigin getu.

Í fyrstu þremur tapbardögunum hefði Ali getað sigrað ef hann hefði metið stöðuna rétt.

Síðustu tvo bardagana á ferlinum gat hann hins vegar alls ekki unnið og hefði betur látið það ógert að stíga inn í hringinn.

Á útmánuðum 1940 sagði Neville Chamerlain forsætisráðherra Breta: "Hitler er búinn að missa af strætisvagninum."  Annað kom á daginn í maí.

Í ársbyrjun 1942 biðu Bretar sinn stærsta ósigur fram að því þegar þeir misstu Singapúr. Enn var það skakkt stöðumat sem réði úrslitum.

Hrikalega skakkt stöðumat Bandaríkjamanna um ástandið í Íran kom þeim í koll 1979.

Það hefði svo sem verið þolanlegt fyrir þá ef þeir hefðu lært af þessum mistökum, en vanmat á aðstæðum í Miðausturlöndum hefur fylgt þeim æ síðan með þeim afleiðingum að mistökin eru fyrir löngu orðin of mörg.  


mbl.is Því lélegri sem þær halda okkur því betra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vanmat byggist á vanþekkingu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 21:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

vanþekking

    en.wiktionary.org

    ignorance  

    { noun }

     

    The condition of being uninformed or uneducated.

    Þorsteinn Briem, 17.7.2017 kl. 21:33

    3 identicon

    "There is no greater danger than underestimating your opponent." Hefur ekki endilega með vanþekkingu að gera, fremur "self-importance, egomania."

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 21:59

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband