Muhammad Ali blindaðist í 5. lotu gegn Liston.

Fátt er nýtt undir sólinni og það hefur áður gerst í mikilvægum bardögum í hnefaleikum, að menn hafi blindast. Einna frægast er það þegar eitthvað efni úr herbúðum Sonny Listons fór í augu Muhammads Ali (sem þá hét Cassius Clay) seint í 4. lotu og olli þvílíkum sviða, að Ali ætlaði að rífa af sér hanskana og gefast upp í hléinu. 

Angelo Dundee fékk hann ofan af því, þvoði augun eftir bestu getu og skipaði Ali: "Hlauptu!" 

Það gerði Ali mestalla 5. lotuna og slapp frá hörðum árásum Listons, sem hafði séð hvernig komið var fyrir Ali. 

Í 6. lotu hafði hann yfirburði og Liston gafst upp, sitjandi á stólnum í horni sínu eftir lotuna. 

Þetta hafði áður gerst í bardaga Listons við Eddie Machen nokkrum árum fyrr, sem passaði sig á því að láta á engu bera, þannig að Liston vissi ekki af vandræðum Machens. 

Í hnefaleikum er ekki eins auðvelt og í UFC að krækja fingrum í augu andstæðinga, því að fingurnir eru faldir saman inni í hanskanum. 

Engu að síður er stranglega bannað að slá með opnum hanska og sömuleiðis bannað að slá ef andstæðingurinn er kominn á hnén, styður höndum á gólfið eða hangir á köðlunum. 


mbl.is Potaði í augað á Gunnari Nelson - mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gerði Gunnar Nelson vitlaust í þessari stöðu gat hann beðið um hlé til að kíkja á augun?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 09:09

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessi slagsmál með gunnari nelson eiga ekkert skylt með íþróttum og ég skora á ÍSÍ að taka hnefaleika úr sínu sambandi og rúv að hætta að beina kastljósinu að þessari villimennsku.

Ég legg til að RÚV endursýni frekar heimspeki-þætti með GUNNARI DAL.

Jón Þórhallsson, 18.7.2017 kl. 10:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV.is í gær:

"Höfuðhöggið sem Gunnar Nelson varð fyrir í bardaga í gærkvöldi veldur heilaskaða, segir bráðalæknir á Landspítalanum.

Formaður Mjölnis segir að keppendur séu meðvitaðir um áhættuna sem fylgi blönduðum bardagaíþróttum.

Gunnar fékk tvö þung höfuðhögg og lyppaðist niður eftir seinna höggið.

Högg sem þetta getur haft alvarlegar afleiðingar.

"Höfuðið er ekki hannað til að berja það og alveg ljóst að þegar menn fá svona þung högg á höfuðið, eins og maður sá að Gunnar fékk í gær, verður skaði á heilanum.

Eftir því sem höggin eru þyngri þeim mun alvarlegra er það en það er líka vel þekkt að mörg lítil högg geta valdið langvinnum skaða á heilanum," segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir.

Afleiðingarnar geta komið fram löngu síðar.

Hjalti Már er auk þess þeirrar skoðunar að blandaðar bardagaíþróttir séu ekki íþrótt.

"Það er vel þekkt, eins og Muhammed Ali er frægasta dæmið um, að eftir því sem höggin eru fleiri og alvarlegri og yfir lengri tíma, þeim mun meiri líkur eru á að einkenni heilaskaða komi fram.

Að mínu mati er MMA ofbeldi og það breytir ofbeldi ekki í íþrótt að menn fari að keppa í ofbeldinu.

Það er augljóst mál að í MMA er beinlínis markmið að koma þungum höggum á höfuðið."

Bardagaíþróttamenn eru hins vegar meðvitaðir um hættuna sem fylgir íþróttinni og segja að hún sé ekki ofbeldi.

Höfuðhögg séu því eitthvað sem menn megi vænta.

Hjalti Már tekur undir að hætta sé á höfuðhöggum í öðrum íþróttum, sem sé þó ekki sambærilegt við blandaðar bardagaíþróttir.

"Þar er þó alltaf hægt að segja að höfuðhöggin séu slys og það er eðlismunur á því sem er mjög mikilvægur."

Þorsteinn Briem, 18.7.2017 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband