Einn slappur bílstjóri og allir eru í hættu.

Ekki þarf nema einn óvarkáran eða ókláran bílstjóra til þess að valda stórhættu á fjölförnustu mjóu vegunum í vegakarfinu svo að jafnvel lifshætta vofi yfir öllum öðrum vegfarendum á leið hins hættulega ökumanns. 

Nú hrannast upp slys þar sem ökumenn ýmist aka of hratt, kunna ekki að víkja til fulls eða hvort tveggja. 

Meðal meginástæðnanna er vegakerfi, sem er fjarri því að ráða við umferðarmagnið, svo sem vegurinn í gegnum Þingvallaþjóðgarð. 

Slysahættan vex í réttu hlutfalli við fjölgun bíla og fjölgun ökumanna, sem vanmeta aðstæður eða eru ekki færir um að verða á ferð undir stýri í hinu lélega vegakerfi. 

Fulltrúi vegagerðarinnar segir að stórar rútur eigi ekki að vera á ferð á veginum í þjóðgarðinum.  

Þetta er fullkomlega óraunhæft. Menn loka ekki Gullna hringnum fyrir tugþúsundum fólks á þennan hátt.  Það eina sem bílstjórar á svona stórum rútum gætu gert er að aka svo löturhægt, að þeir geti stöðvað rútuna í tíma áður en glanninn eða afglapinn á móti geti valdið árekstri. 

Það myndi að sjálfsögðu hægja mjög á umferðarflæðinu þarna, en yrði þó skárra en að fara safna upp alls kyns árekstrum og óhöppum. 


mbl.is „Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... fjarri því að ráða við umferðarmagnið, ..."?!

Sem sagt:
"... fjarri því að ráða við umferðina, ..."

Þeir sem kvarta sífellt undan lélegri íslensku ættu sjálfir að skrifa góða íslensku og reyna þar að auki að fækka mikið innsláttarvillum sínum, í stað þess að gapa sem mest á hverjum degi.

Þorsteinn Briem, 20.7.2017 kl. 15:39

2 identicon

Fyrir nær hálfri öld (28. febrúar 1973) birtist grein í Morgunblaðinu eftir Helga Hálfdanarason sem hét: "Meira magn af báðu." Þar gagnrýnir Helgi ofnotkun á orðinu magn. Helgi skrifar m.a. eftirfarandi. "En hvernig stendur á þessari kyndugu áráttu? Því er fljótsvarað. Þetta er bara tilgerð. Menn halda að þeir verði eitthvað hreppstjóralegir á svipinn, ef þeir segja mikið magn af síld, en ekki bara mikil síld. Það er eins og að láta mynda sig með síma. Eða skyldi það ekki vera notalegra, að sama skapi sem það er ábúðarmeira, að framleiða mikið magn af túngresi en að heyja vel af töðu." Greinina má finna á bls. 44 í bókinni "Skynsamleg orð og skætingur", "Greinar um íslezkt mál", sem Sigfús Daðason tók saman. Ekki ólíklegt að Ómar eigi bókina. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 16:30

3 identicon

Ég er sammála tveimur fyrstu athugasemdunum að það beri að vanda til máls. Það sem mér finnst hins vegar merkilegra er að menn gagnrýna Ómar fyrir ritmálið en tjá sig ekkert um efni pistilsins.

Það er hárrétt Ómar að vegakerfið á Íslandi er til háborinnar skammar. Ekki bara á Þingvöllum heldur um allt land. Það er engan veginn í stakk búið til að taka við öllum þeim ferðamönnum sem kom til landsins og er á ferðinni á eigin bílum, bílaleigubílum og rútum. Við þurfum heldur betur að hysja upp um okkur buxurnar í þessum efnum.

Takk Ómar fyrir að vera óþreytandi við að minna á það sem betur má fara og það á góðan hátt.

Óðinn Burkni (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband