Helgiathöfn landnáms Ingólfs. Nú tekin upp hótelatrú?

Fáir búa yfir meiri þekkingu um trúarathafnir í upphafi byggðar í Reykjavík og séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur. 

Áður hefur verið lýst hér á síðunni hvernig hann telur að sérstök trúarathöfn hafi farið fram þegar Ingólfur Arnarson friðmæltist við landvættina með því að láta öndvegissúlur sínar, heimilisguði sína, fljóta upp í fjöruna þar sem nú er Tryggvagata og láta síðan bera þær að stað skammt frá fyrir sérstaka athöfn. 

Þetta rímar vel við alla söguna af landnámi Ingólfs og Hjörleifs, en Ingólfur taldi Hjörleif hafa goldið fyrir það með lífi sínu að vera trúlaus og vingast ekki við landvættina á sama hátt og gert var í Reykjavik. 

Rétt eins og Íslendingar virtust taka upp áltrú á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið tekin upp nokkurs konar hótelatrú í Reykjavík, þar sótt er að öllum mögulegum og ómögulegum reitum í Reykjavík til að reisa þar hótel, helst svo stór á stundum, að yfirskyggi allt í kringum þau. 


mbl.is Liggur á að koma upp enn einu hótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áður hefur verið lýst hér á síðunni hvernig hann telur að sérstök trúarathöfn hafi farið fram þegar Ingólfur Arnarson friðmæltist við landvættina með því að láta öndvegissúlur sínar, heimilisguði sína, fljóta upp í fjöruna þar sem nú er Tryggvagata og láta síðan bera þær að stað skammt frá fyrir sérstaka athöfn."

Enginn veit hvar Ingólfur Arnarson kom að landi í Reykjavík eða hvar hann bjó þar nákvæmlega.

Mörlenskir dómkirkjuprestar, núverandi og fyrrverandi, vita það ekki og Ómar Ragnarsson hefur heldur ekki hugmynd um það.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gátu ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur.

Hann kastaði þeim því í sjóinn í Faxaflóa, hafi hann á annað borð kastað þeim í sjóinn.

Ingólfur Arnarson


Hitafar á Íslandi frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar við landið (bls. 26)

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórt bílastæði var fyrir neðan Arnarhólinn og ekki hefur mátt hrófla við bílastæðum án þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæli sig í svefn.

Arnarhóll, Hörputorg, Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöllur og Hljómskálagarðurinn eru opin svæði, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson geta spriklað að vild en sjást ekki gangandi í miðbæ Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næstu hús við byggingarreitina sitt hvoru megin við Geirsgötuna eru stórhýsi á íslenskan mælikvarða, Harpa, Seðlabankinn og Tollhúsið.

15.5.2015:

"Framkvæmdir eru hafnar við Tollhúsið í Reykjavík en þar verða reistar áttatíu íbúðir auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis."

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurhöfn er gríðarstór og við höfnina eða skammt frá henni getur að sjálfsögðu verið víkingasafn, eins og til að mynda Sjóminjasafnið og "stærsta hvalasýning í Evrópu" á Granda.

Og víkingasafn getur að sjálfsögðu verið í einkaeigu.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabankinn er eina húsið við Kalkofnsveg, sem heitir eftir kalkbrennsluofni sem þar var og notaður til að brenna kalk til sementsgerðar.

Þar var einnig sænska frystihúsið, fyrsta frystihúsið á landinu sem sérstaklega var byggt sem slíkt, og stærsta hús á landinu þegar það tók í fyrsta skipti á móti fiski til frystingar árið 1930.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðleikhúsið nýtur sín vel þar sem það var reist á besta stað í Reykjavík, eins og önnur hús við Arnarhól, til að mynda Safnahúsið, áður Landsbókasafnið, Arnarhváll, Hæstiréttur, Seðlabankinn, Harpa og Stjórnarráðið.

Og bílastæðahús er við Hverfisgötuna nokkrum metrum frá Þjóðleikhúsinu.

Viðhald á flestum eða öllum opinberum byggingum á Íslandi var einfaldlega látið danka áratugum saman, til dæmis Alþingishúsinu og Þjóðminjasafninu, þar sem mörlenskir ráðamenn vildu frekar leggja hornsteina í nýjar byggingar.

Og sjálfstæðismaðurinn Árni Johnsen stal ekki bara öllu steini léttara heldur einnig sjálfum steinunum sem fegra áttu Þjóðleikhúsið.

Hverfisgatan er nú orðin glæsileg gata eins og Laugavegurinn með mörgum gömlum uppgerðum húsum og nýjum, sumum í gömlum stíl.

Og ekkert af því er að þakka framsóknar- og Tortólavesalingnum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eins og Ómar Ragnarsson heldur stöðugt fram.

Þar að auki er verið að reisa glæsilegar byggingar fyrir neðan Arnarhól, þar sem áður voru bílastæði og geymslusvæði fyrir alls kyns drasl með forljótri girðingu.

Og þar undir verða eitt þúsund bílastæði.

Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæla sig hins vegar í svefn út af þessu öllu.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:47

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

thjodleikhusid_mainmm.jpg

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:49

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:51

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru þetta allt saman milljarðamæringar:

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Í póstnúmeri 101 Reykjavík einu eru níu leikskólar og að sjálfsögðu eru einnig margir leikskólar í póstnúmerum 105 og 107 vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:56

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson heldur auðvitað að engir námsmenn í til að mynda Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands í Þverholti og Tækniskólanum á Skólavörðuholtinu hafi þurft að búa í til að mynda Breiðholti vegna þess að lítil eftirspurn hafi verið eftir húsnæði vestan Kringlumýrarbrautar þar til nú.

Í þessum fjórum skólum vestan Kringlumýrarbrautar eru um 20 þúsund nemendur.

Árið 1998 var íbúð auglýst til leigu í vesturbæ Reykjavíkur og þegar eitt hundrað manns höfðu hringt í eigandann á skömmum tíma til að spyrja hvort íbúðin væri ennþá laus tók hann símann úr sambandi.

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 10:58

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfuðstöðvar Landsbankans eru nú þegar í miðbæ Reykjavíkur og hafa verið þar áratugum saman.

9.7.2015:

"Starf­semi Lands­bank­ans í Reykja­vík fer fram í mörg­um hús­um víða í borg­inni. Þar af eru fjór­tán hús í Kvos­inni og aðeins fjög­ur þeirra í eigu bank­ans. Leigu­samn­ing­ar eru flest­ir til skamms tíma, á bil­inu 1-3 ár."

"Með ný­bygg­ingu [við Hörpu] næst fram mun betri nýt­ing á hús­næði en nú er. Lands­bank­inn rek­ur starf­semi á tæp­lega 29 þúsund fer­metr­um á höfuðborg­ar­svæðinu en ný­bygg­ing­in verður um 14.500 fermetrar auk 2.000 fermetra í kjall­ara fyr­ir tækn­i­rými og fleira.

Með þessu fækk­ar fer­metr­um und­ir starf­semi bank­ans á þessu svæði um allt að 46%."

"Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður vegna hús­næðis lækki um 700 millj­ón­ir króna og að fjár­fest­ing­in borgi sig upp á um tíu árum."

Þorsteinn Briem, 21.7.2017 kl. 11:06

16 identicon

Sæll Ómar.

Sagt var þá Þórbergur og sr.Árni Þórarinsson
hittust að þar færu saman þeir trúgjörnustu og lygnastu
menn sem Ísland hefði alið.

Sagan um landnámið er í besta falli helgisaga eða það sem
oft er nefnt minni og hefur trúlega síðar orðið mönnum
mest að gamanmálum eða í besta falli ýkjusögur.

Engin líkindi eru til að landnám Íslands hafi borið að
með þessum hætti en sönnu nær sem ég hef áður bent á
að Rómverjar hafi fyrstir komið hér á 3. öld enda passar
það vel til þess úthalds sem þeir höfðu uppi að halda
Bretlandi sem útverði í norðri á þeim tíma.

Ekki kæmi mér á óvart þó saga landnáms á Íslandi
rekji sig til þúsunda ára fyrir Krist.

Þetta 'intró' er þó allt um það einnar messu virði!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 16:28

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef menn vilja afgreiða öll gögnin um að Ingólfur hafi verið trúmaður en Hjörleifur ekki sem bull, þá geta menn jafnvel haldið því fram að þessir menn hafi aldrei verið til. 

Að afgreiða rannsóknir séra Þóris sem hreina steypu er hraustlega gert hjá mönnum, sem sjálfir hafa ekkert gert í þeim efnum. 

Hvað snertir fullyrðinguna um að ég fari aldrei um þau svæði í miðborginni sem nefnd eru, eru óteljandi þau skipti sem ég fari þar um á reiðhjóli og gangandi eftir að ég breytti samgönguvenjum mínum. 

Ómar Ragnarsson, 22.7.2017 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband