Illa valinn tími fyrir flutninga á vinnuvélum.

Skiljanlegt er að bændur og verktakar þurfi að nota dráttarvélar og flutningavagna til að fara á milli staða um þjóðvegina þegar það á við. 

Þó er ekki alveg sama hvernig þetta er gert.

Sem dæmi um slík má nefna að á leiðinni frá Reykjavík upp í Borgarfjörð var föstudagsumferðin út úr borginni í hámarki á tímanum milli sex og átta í kvöld. 

Vildi þá ekki svo til, að við Lamhbaga rúmum 20 kílómetrum frá Borgarnesi lentu bílar í bílalest, sem var langtímunum saman á inann við 50 kílómetra hraða alla leið upp að Dragbítur í umferðinniBorgarnesi. 

Fyrst hélt ég að það hefði gerst slys, en þegar komið var að vegamótunum til Hvanneyrar, sást hvers kyns var:  Stór dráttarvél hafði dregið á eftir sér flutningavagn með skurðgröfu alla þessa leið.

Á myndinni, sem hér er, sést þegar dráttarvélin hefur loksins beygt af leið eftir minnst 20 km akstur eða jafnvel meira.   

Og tíminn, sem valinn var til þess arna, var mesti vikulegi álagstíminn á þessum 20-25 km kafla, þannig að það var bíll við bíl á löturferð, allt niður í 40 km hraða svo langt sem augað eygði bæði aftur og fram. 

Hefði nú þessi dráttarvélarökumaður ekki átt að sýna örlítið meiri tillitssemi og velja sér skárri tíma?

Að ekki sé nú talað um þá slysahættu sem þetta athæfi olli, því að einstöku sinnum til að byrja með tókst ökumönnum að taka sénsa og þrykkja sér fram úr, einn og einn.  

En fljótlega eftir að hann tók upp á þessu, söfnuðust þeir bílar, sem voru með stór hjólhýsi í eftirdragi næst fyrir aftan hann. 

Bílstjórar þessara bíla voru einfaldlega á of stórum og svifaseinum bílum til þess að komast fram úr flykkinu fremst og þar með myndaðist kökkur þriggja langra bíla fremst á halarófunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst hélt ég að það hefði gerst slys, ..."?!

Sem sagt: "Fyrst hélt ég að slys hefði orðið, ..."

Þorsteinn Briem, 22.7.2017 kl. 18:32

2 identicon

Þetta "athæfi"veldur hugsanlega óþægindum en ekki slysahættu. 

Ábyrgðin er og verðu alltaf ökumanna sjálfra hvort þeir fara fram úr við vafasamar aðstæður. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.7.2017 kl. 18:37

3 identicon

Hvað með bílstjórana sem voru á of svifaseinum bílum og héldu þess vegna öðrum bílum á eftir sér áttu þeir ekki líka að velja sér annan tíma þegar umferð er lítil út úr bænum svo að þeir kraftmeiri gætu keyrt óhindrað á öðru hundraðinu?

Nei við höfum helst aftur úr þróuninni, vegakerfið er orðið svo útkeyrt að það annar ekki umferðaþunganum. Það sem þarf er að tvöfalda þjóðveg 1, helst allan hringinn en til að byrja með upp í Borgarnes og suður til Selfoss.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.7.2017 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband