Gæti forseti Íslands náðað sig eða fellt niður saksókn gegn sér?

Vangaveltur Donalds Trumps varðandi náðunarvald sitt hafa vakið athygli, einkum varðandi það að hann gæti afstýrt saksókn á hendur sér sjálfum og hverjum þeim, sem er í náðinni hjá honum.

Ekki er vitað til þess að Richard M. Nixon hafi verið neitt að velta vöngum yfir slíku, en að vísu var fyrirbærið Twitter ekki til á hans dögum.  

En í þremur tugum greina sem eru upphafslhluti íslensku stjórnarskrárinnar, eru ýmis ákvæði þess eðlis að vafi geti leikið á túlkun þeirra.

Þessar greinar eru 168 ára gamlar eftirlegukindur af dönsku stjórnarskránni 1849 þar sem reynt var að friðþægja danska konungnum með því hafa þessa greinarunu um að hann gerði þetta og hitt, en síðan fylgdi með að hann væri samt ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og feldi ráðherrum að framkvæma vald sitt.

Ein greinin er athyglisverð:  

"Forseti getur ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka."

Engin takmörk eru sett gagnvart því hverja hann náðar eða á hvern hátt og hverjum hann veitir almenna uppgjöf saka. Gæti það jafnvel orðið hann sjálfur og hans nánustu? 

Og ef forseti á að fela ráðherra að framkvæma þetta vald sitt, er það þá dómsmálaráðherrann?

Og ef forseti og dómsmálaráðherra fara með framkvæmdavaldið, er heppilegt að þessi hluti dómsvaldsins falli undir valdsvið þeirra?

Í upphafi stjórnarskrárinnar segir að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. 

Og að aukinn meirihluti Alþingis geti knúið fram afsögn forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þetta tvennt má skoðast sem öryggisventill í þessu tilliti, en af fjölmörgum ákvæðum stjórnarskrárinnar má sjá, að það var ekki að ástæðulausu að forystumenn þjóðarinnar töldu brýnt þegar Ísland varð lýðveldi 1944 að gerð yrði ný stjórnarskrá hið fyrsta, og að 1949 brýndi Sveinn Björnsson forseti Alþingi til að standa við loforðin um þetta. 

 


mbl.is Trump ætlar ekki að náða sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1949 brýndi Sveinn Björnsson forseti Alþingi til að standa við loforð sem Alþingi hafði ekki gefið. En loforð einhverra pólitíkusa eru einskis virði og setja Alþingi engar kvaðir. Að halda því stöðugt fram er aumur málflutningur og ekkert annað en lítilmannleg tilraun til blekkinga. Alþingi skuldar þjóðinni ekki aðra stjórnarskrá. Alþingi lofaði aldrei annarri stjórnarskrá.

Það að Ómar Ragnarsson skuli skrifa eins og Alþingi hafi lofað stjórnarskrá og sé að svíkja það loforð sýnir vel hve málstaður hans er veikur og hvaða mann hann hefur að geyma.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.7.2017 kl. 02:45

2 identicon

Alið ekki svínið; fæðið tröllið ekki.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.7.2017 kl. 10:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mín reynsla af túlkun texta í opinberum skjölum er á þann veg að meirihluti fólks skilur mjög illa hvernig lagatextar og hefðir verða að staðreyndum sem hægt er að vinna og dæma eftir. Lögmenn eru oft illa færir um þetta þó mikill meirihluti þeirra nái að skilja skjal eins og íslensku stjórnaskránna. 

Þetta stafar af því að menn ná almennt ekki að sjá nema lítinn hluta textans í einu og það er sama hversu oft þetta fólk les lög eða lagagreinar þar sem inntakið er í samhengi við 3 eða fleiri liði í sama texta,  þá virðist það vera alveg ófært um að ná inntaki þeirra upp á eigin spýtur. Vigdís Finnbogadóttir og fræðimenn á borð við Þór Vilhjálmsson prófessor við lagadeild HÍ og nú síðast Guðni TH  eru dæmi um þetta, ekki vegna þess að þau eru vitlaus heldur vegna þess að þetta er ljóslega ekki þeirra sterka hlið.

Íslenska stjórnarskráin er skýr í hugum þeirra sem hafa sæmilegan skilning á textum og tengingu við íslenskar hefðir. Ólafur Ragnar Grímsson og margir aðrir hafa gert þessu góð skil í gegn um tíðina

Hér er BA verkefni eftir Ágúst Bjarna Garðarsson sem sýnir ágætlega hvernig 26. greinin virkar. það sem vantar í skilning margra 29.greininni er í af sama toga.

http://hdl.handle.net/1946/13645

Guðmundur Jónsson, 24.7.2017 kl. 12:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þar af leiðandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 var fullkomlega lögleg og mikill meirihluti kjósenda í atkvæðagreiðslunni samþykkti tillögur Stjórnlagaráðs.

Það þýðir ekkert fyrir aðra að skæla sig í svefn út af því eða mörgu öðru sem hrjáir nú Sjálfframstæðisflokkinn og alla 15 meðlimi "Kristinna" stjórnmálasamtaka.

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, súrsaðir selshreifar og lundabaggar "Kristilega" flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alveg nýtt að þeir sem ekki taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ráði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Sambandslagasamninginn 1918 er þá væntanlega ógild.

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum Stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar.

við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október 2012, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals verið 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

sögðu 67,5%.

2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

sögðu 82,9%.

3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

sögðu 57,1%.

4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

sögðu 78,4%.

5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

sögðu 66,5%.

6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

sögðu 73,3%."

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:21

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."

"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 24.7.2017 kl. 13:23

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Alþingi lofaði þjóðinni aldrei annarri stjórnarskrá" fullyrðir "Hábeinn." Þá vitum við það, þvert ofan í ótal ræður, umræður á þingi. í fjölmiðlum og í ævisögum stjórnmálaforingja þess tíma. 

Á fundi hjá Verði 1953 rakti Bjarni Benediktsson sumt af því sem stjórnarskrárnefnd þess tíma væri að vinna í þessu máli. 

Hábeinn telur sig vita betur. 

En hinn þessi nafnlausi launsátursmaður, sem telur sig einn vita sannleikann í málinu, lætur það ekki nægja.

Í lokasetningu skrifa hans í dag kemur í ljós hver raunverulegur tilgangur hans er með skrifum hans er, þegar hann segir, að skrif mín séu ekki aðeins blekkingar og bull, heldur "sýna þau hvaða mann hann hefur að geyma."  

Sem ævinlega fyrr í óteljandi athugasemdum hans er tilgangur þessa launsátursmanns að sverta mig og allt sem ég skrifa og gera sem allra, allra mest af því, stundum dag eftir dag.

Skiptir þá einu þótt ég skrifi um málefni á sérsviði mínu, eins og til dæmis um frjálsíþróttamenn um miðja síðustu öld, sem ég æfði og keppti með um hríð og skrifaði um hálfa bók, þar sem ekkert var véfengt af því sem ég skrifaði. 

Síðan kemur Hábeinn / Hilmar? og sakar mig eins og venjulega um lygar og rangfærslur. 

Mikið óskaplega hlýtur þessum manni að líða illa yfir því að ég skuli vera til og ég skili vera sá eini, sem hann þurfi að hamast á og eyða stanslaust orku sinni í það.

Að minnsta kosti sé ég ekki að hann skrifi svona undir þessu nafni um neina aðra á aðrar bloggsíður.  

Ómar Ragnarsson, 24.7.2017 kl. 15:36

14 identicon

Þegar þú ferð með lygar og rangfærslur þá leiðrétti ég þig. Súrt fyrir mann sem telur staðreyndir verða til í hugarheimi sínum en ekki raunheimum.

Flestir bloggarar eru rakin fífl og ekki ómaksins vert að leiðrétta bullið þeirra. Taktu því ekki sem móðgun að ég geri meiri kröfur til þín. Þú ert ekki fífl og ættir ekki að skrifa sem slíkt.

Ótal ræður, umræður á þingi, umfjallanir í fjölmiðlum og í ævisögum stjórnmálaforingja þess tíma jafngilda ekki loforði Alþingis og setja enga kvöð á Alþingi. Jafnvel fundir hjá Verði 1953 setja enga kvöð á Alþingi. Svo mikið veit ég þó þú látir eins og það sé hin mesta vitleysa.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.7.2017 kl. 16:56

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðun sem dæmi nánar skrif þín um það sem þú segir nú að sé bara spuni úr hugarheimum mínum.

Þegar ég skrifaði bókina Mannlífsstiklur fyrir tveimur áratugum var helmingur hennar undir heitinu Gulldrengirnir, nánar tiltekið helstu frjálsíþróttamenn þjóðarinnar á fyrstu áratugunum eftir Seinni heimsstyrjöldina sem vörpuðu ljóma á landið.

Sjálfur gutlaði ég við frjálsar íþróttir með hléum frá 1954 til 1965 og æfði og / eða keppti með helstu afreksmönnunum á þeim tíma, til dæmis Valbirni Þorlákssyni, Vilhjálmi Einarssyni, Gunnari Huseby, Herði Haraldssyni, Jóni Þ.Ólafssyni, Erlendi Valdimarssyni.

Engin athugasemd né beiðni um leiðréttingu á einu eða neinu í þessari bók kom fram hjá þeim sem best vita um þessi mál. 

En þú varst svo viss um að það sem ég skrifaði um afrek Vilhjálms væri della í hugarheimi mínum að þú afgreiddir bloggpistil um þau efni sem hreina vitleysu og lygar.

Þótt ég svaraði þér og nefndi heimildir haggaði það þér ekki hið minnsta.  

Nú endurtekur þú að ég fari sífellt með lygar og rangfærslur og að það sýni illt innræti mitt.

Þetta hefur stundum verið nefnt að hjóla í manninn en ekki málið og hefur aldrei verið talið stórmannlegt þó að þú teljir það greinilega. 

Ómar Ragnarsson, 24.7.2017 kl. 18:26

16 Smámynd: Már Elíson

Þannig að þú sérð Ómar, að þú verður að koma þessari óværu út úr kerfinu hjá þér. Það eru hinsvegar allir orðnir vanir St.Br...Hann er bara "hamalningur" sem allir vita að er bara eins og hann er (greyið). En þessi bloggsóði er hættulaga mikill óþverri sem svífst einskis í rætni og viðbjóð gagnvart þér.

Már Elíson, 24.7.2017 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband