Þarf að friðlýsa öll lónin og jökulöldurnar.

Fagna ber friðlýsingu Jökulsárlóns og móta djarfa stefnu til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð. 

Á sama hátt og það væri hlægilegt ef mörk Vatnajökulsþjóðgarðs færðust inn á við jafnharðan og jökullinn hopar í hlýnandi veðurfari, ættu þessi mörk að verða dregin við þá línu þar sem jökullinn náði lengst um aldamótin 1900, víðast hvar árið 1890.  

Innan þjóðgarðsins yrðu þá fyrirbæri eins og svonefndir Hraukar norðan Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls, sem aðeins finnast á Íslandi, einkum Sauðárhraukar og Hraukarnir í Kringilsárrana.

Í þá síðarnefndu hafa vísindamenn tekið snið, sem sýnir, að Brúarjökull óð svo hratt fram 1890 og dró sig svo hratt til baka, að ekki gafst tími fyrir jökulinn til að byggja upp venjulegar háar öldur, heldur skildi hann eftir eins konar rúllutertu, þar sem gróðurlög og öskulög þekktra eldgosa voru eins og krem og tertulög. 


mbl.is „Íslendingar allir eiga þessa náttúruperlu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 25.7.2017 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband