Þótti orðinn ljótur og púkalegur fyrir 45 árum.

Fiat 500. R-10803Í tengslum við frétt á mbl.is um 60 ára afmæli Fiat 500, má geta þess að hann var framleiddur í um 3,7 milljónum eintaka á árunum 1957-75, sem var geysimikið á þeim tíma.Fiat.Fagrid.

 Undir 1970 þótti bíllinn það gamaldags og púkalegur, að ákveðið var að framleiða hann með nýrri yfirbyggingu undir heitinu Fiat 126.

Allur undirvagn, driflína og kram var samt að mestu óbreytt, hjólhafið áfram 1,84 og vélin einungis boruð lítillega út til að auka aflið úr 18 hestöflum í 23. 

Fiat 126 var svipaður 127, með kantað útlit og nef í anda "forward look" Virgils Exners hjá Chrysler, en það byggðist á því láta framendann vera líkt og að bíllinn væri að falla fram fyrir sig af ákafa við að komast áfram.

Þetta útlit var slæmt fyrir loftmótstöðuna, en þeir sem muna kannski eftir BMW bílum allt fram til 1990, þekkja þetta.

En þá breyttist bílatískan og þegar farið er á Ebay til að leita að jafngömlum og álíka mikið eknum Fiat 500 og Fiat 126, er 500 bíllinn tvisvar til þrisvar sinnum dýrari, og 126 virðist þykja jafn púkalegur og gamaldags og Fiat 500 um 1970.

Nú þykir Fiat 500 eitthvert fallegasta verk hönnuðarins Danti Giacosa.

Alls voru framleiddir um 8 milljónir af 500 og 126 bílum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband