Stjörnubjart brúðkaup, 41 stigs hiti, norðurljós o.fl.

Dýrlegt brúðkaup Þorfinns sonar okkar Helgu og Ástrósar Gunnarsdóttur var haldið í Lacoste í Suður-Frakklandi í fyrradag í viðurvist og vottun stórs hóps nánustu skyldmenna og vina. 

Einstaklega mikils virði og velheppnaður þessi viðburður fyrir alla, sem voru hér og komu að úr ýmsum áttum.  

Stjörnubjart á hverri nótt, hitinn fór upp í 41 stig í Avignon í gær og furðufyrirbæri á heiðum himni, sem líktist norðurljósum, lýsti upp heiðhvolfið í gærkvöldi. 

Hugsanlega eftirlegukind frá skógareldi, hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband