"Torfkofarnir", timburhúsin og steinhúsin þurfa endurskoðun.

Lengi hefur verið talað niður til íslensku "torfkofanna" sem hýstu íslensku þjóðina myrkar, kaldar sultaraldir.

Þarna hafi verið saggi og óhollusta af verstu sort.  

Bæði timburhús síðari alda og steinhúsin hafa verið almennt talin margfalt betri hús. 

En með stórvaxandi myglu steinhúsa gætu farið að renna tvær grímur á menn. 

20-30 ára gömul hús hljóta að teljast nýbyggð, og því furða ef jafnvel þarf að rífa svo ný steinhús vegna óhollustu af völdum skemmda. 

Og samtímis þarf kannski að fara að endurmeta alhæfinguna um óhollustu torfbæjanna. 

Að minnsta kosti var það eftirminnileg fræðsla, sem ég og minn árgangur í M.R. fékk í heimsókn í torfbæ í Flóanum fyrir nokkrum árum. 

Í okkar veðrasama landi er brýn nauðsyn að rannsakað sé til fulls hverjir eru gallar og kostir mismunandi byggingaraðferða og byggingarefna. 

 


mbl.is Lúxus-torfhús risin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Briem

Það er mikill misskilningur að á Íslandi hafi verið til fátækt fólk sem reisti ódýra torfbæi.

"Forsvarsmenn framkvæmdarinnar áætla að kostnaðurinn við umrædda endurbyggingu ["Þorláksbúðar"] verði um 38 milljónir króna."

Er "Þorláksbúð" sögufölsun?


"Þorláksbúð" - Mynd

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 19:26

2 Smámynd: Alexander Briem

Ansi fínt er Árna hús,
af álfum reist úr torfi,
drottning þar í dyngju fús,
dvergur slær með orfi.

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 19:28

3 Smámynd: Alexander Briem

Mikið verk að halda við gömlu íslensku torfbæjunum og nú rándýrt en sjálfsagt að gera það.

Nú er víða verið að fjarlægja torf og mold frá steyptum kjallaraveggjum á Íslandi og setja möl í staðinn.

Og útveggir í mörgum steyptum húsum voru einangraðir með torfi sem seig smám saman.

Alexander Briem, 3.8.2017 kl. 19:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir þessar athugasemdir, Alexander minn.

Þorsteinn Briem, 3.8.2017 kl. 21:00

5 identicon

Er nú mælirinn ekki troðinn, skekinn og fleytifullur?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 21:32

6 identicon

Þessi Þorvaldur Sigurðsson sýnist mér vera æsingamaður. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband