Sjötíu ára illskiljanleg hefð.

Skrílslæti, rusl, ölvun, slagsmál og hvers kyns vandaræði um verslunarmannahelgina eiga sér að minnsta kosti 70 ára hefð hér á landi ef marka má fréttaflutning fjölmiðla. 

Frægt að endemum varð það þegar áfengisdauðir mótsgestir á Landsmóti Ungmennafélaganna sem haldið var í Hveragerði 1949, voru settir í strigapoka og geymdir þannig þar til rann af þeim morguninn eftir. 

Einhvern tíma um svipað leyti á öldinni varð mótshald við Hreðavatn hneykslunarefni með afvelta unginga og íkveikjur í skógarkjarri. 

Eftir hrikalega lýsingu Helga Hjörvars útvarpsmanns á skrílssamkomu á Brautarholti á Skeiðum í kringum 1953 voru auglýsingar um dansleiki hljómsveita bannaðar í útvarpi. 

En með nákvæmlega engum árangri. Menn áttu erfitt með að fara í kringum þetta einstæða bann. 

Í Þjórsárdal var haldin alræmd drykkju- og skrílslátasamkoma nokkur sumur og Húsafellshátíðir voru stundum svakalegar. 

Núna eru það Flúðir þar sem streyma árlega flúðir áfengis og fíkniefna og sóðaskapurinn er yfirgengilegur. 

Ekki dugar minna en "allt tiltækt lögreglulið" til að afstýra stórvandræðum. 

Hvað er það í þjóðareðlinu sem viðheldur svona ástandi?  

Þessi spurning kom upp hér um árið þegar farnar voru íslenskar hópferðir á milljónasamkomur austan hafs  og vestan þar sem ekki sást svo mikið sem sígarettustubbur eða karalmellubréf þótt háíðirnar stæðu dögum saman. 


mbl.is Allt tiltækt lið lögreglu á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferlega þar Framsókn drakk,
með Flúða skuggabaldri,
átu sveppi, áttu krakk,
á níræðisaldri.

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 05:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er Framsókn reyndar orðin tíræð og farin að skreppa verulega saman.

Þorsteinn Briem, 7.8.2017 kl. 06:33

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Fjölmiðlar þefa líka uppi það vafasama útihátíðum. Fjölmiðlafólki þykir lítt merkilegt að flytja fréttir af hamingjusömu fólki sem skemmtir sér með fjölskyldum sínum í friði og spekt.Óspektir,drykkja,slagsmál og dóp sem er fylgifiskur skemmtanalífs um allt land ekki síst í miðborg Reykjavíkur hverja einustu helgi allan ársins hring mun alltaf verða til staðar. Aðalmálið er að hneykslast af verklagsreglum lögreglu í sambandi við fréttaflutning af kynferðisbrotum og tröllríður vinnu fjölmiðlafólks í nokkrar vikur fyrir verslunarmannahelgi.Á meðan ræna stjórnmálahöfðingjar þjóðina,ljúga svíkja og pretta fyrir framan nefið á blaðasnápunum sem kunna ekki að spyrja það lið einfaldrar spurningar um þær gjörðir.Miklu skemmtilegra að segja fréttir af Jóni og Gunnu sem slógust fyrir utan sjoppuna á Flúðum.

Ragna Birgisdóttir, 7.8.2017 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband