Allt að þriðjungur fuglanna á kafi hverju sinni?

Hugmynd Árna Johnsens fyrir um tveimur áratugum um að gefa ferðamönnum kost á siglingum meðfram Látrabjargi á hjólabáti hlaut snautlegan og óverðskuldaðan endi. 

Þegar setið var við borðstokkinn og fylgst með fuglalífinu kom það mest á óvart hve óhemju mikill fjöldi svartfugla var syndandi í kafi undir bjarginu allt í kringum bátinn og undir honum. 

Að upplifa lífið á þennan hátt hjá tugþúsundum fugla í bjarginu, á flugi við það og syndandi í sjónum við það var ógleymanlegt og einstakt. 

Nú, þegar ferðamannafjöldinn er margfalt meiri en hann var þegar þessi tilraun til afþreyingar var gerð, mætti alveg reyna þetta að nýju og eyða meira fé og fyrirhöfn í að sem flestir fengju að njóta hinnar óvæntu og einstöku ánægju, sem svona siglingar geta gefið. 


mbl.is Flöskuskeyti fylgja eftir ferðum svartfugla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Flestar hugmyndir og jafnvel verk
Árna hafa menn skilvíslega skotið í kaf.

Sólarsvítan er gott dæmi um þetta.

Ekki viss um að tónlistarmenn ættu
auðvelt með að greina á milli þess
sem best er að finna meðal meistaranna
og þessa verks.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 11:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú meinar sjálfsagt Stórhöfðasvítuna. Ég gerði þátt um hellana í Vestmannaeyjum þar sem Árni var leiðsögumaður og þá hafði hann fengið kunnáttumann til að útsetja Stórhöfðasvítuna fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Ég notaði þessa tónloist í í myndinni með ágætum árangri. 

Ómar Ragnarsson, 7.8.2017 kl. 13:59

3 identicon

Sæll Ómar.

Nei, alls ekki!

Hann gaf líka út Sólarsvítuna.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 14:23

4 identicon

Sæll Ómar.

Framanrituðu til staðfestingar, - og reyndar fleira, -
er þáttur á RÚV á síðasta ári þar sem höfundur sjálfur
kynnti þetta verk sitt ásamt og með öðru skrafi!

Húsari. (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband