"Sokkinn kostnaður" um verslunarmannahelgina?

"Öllum kom hann til nokkurs þroska" var sagt í fornsögum um Erling Skjálgsson, valmenni mikið sem aldrei hafði heyrt hugtakið "sokkinn kostnaður" um það þegar menntunarstarf hans virtist gefa misjafnan árangur. 

Af tilvitnuðu orðalagi má nefnilega ráða að sumum hafi verið lítið hægt að kenna og árangur mannbótastarfsins misjafn. 

Nú er lokið mestu óróa- og ólátahelgi ársins hér á landi með fyrirsögnum eins og "allt tiltækt lögreglulið kallað út", "yfirgengilegur sóðaskapur og sukk", "tugir teknir ölvaðir við akstur", "slagsmál og ofbeldisárásir" o. s. frv., kunnuglegar fyrirsagnir ár eftir ár og áratugi eftir áratugi. 

Hverjir voru að þarna að verki sem ollu því að allt tiltækt lögreglulið þyrfti til að skakka leik?  Hælisleitendur?  Útlendingar? Flóttafólk frá Afganistan?  Skærasta stjarna danska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mátti vafalaust fyrrum flokka undir alhæfinguna "sokkinn kostnaður." 

Í áratugi, löngu áður en farið var að úthrópa hælisleitendur, flóttafólk, múslima og útlendinga sem mestu friðarspilla og ógn hér á landi, vorum við hinir "innfæddu og arfhreinu" orðnir fullfærir um að skapa það ástand um mestu ferðahelgar sumarsins sem krefst þess að "allt tiltækt lögreglulið sé kallað út".

Hvað um þann kostnað, sem þjóðfélagið þarf að borga vegna þessa? Hvað um þann kostnað sem fór í að mennta þetta fólk, sem skilur sums staðar útvistarsvæði eftir eins og vígvöll?

Var sá kostnaður í menntakerfinu "sokkinn kostnaður"? Ef svo er, af hverju er þetta hugtak fyrst nefnt þegar rætt er um menntun barna erlendra hælisleitenda?

Eins og gengur er misjafnt hvernig íslenskum námsmönnum gengur í námi erlendis. 

Sumum tekst ekki að klára námið. 

Hefur heyrst að í erlenda menntakerfinu, sem þetta fólk naut kennslu í, sé hugtakið "sokkinn kostnaður" aðeins notað um nemendur frá öðrum löndum, til dæmis frá Íslandi?


mbl.is Taka undir gagnrýni á Sveinbjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan pistil Ómar. Mjög vel skrifað og eins og talað frá mínu hjarta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 11:05

2 identicon

Sæll Ómar.

Hin hliðin á teningnum er
að þeir hafi komið sér til nokkurs
þroska þrátt fyrir Erling Skjálgsson!

Galt enda Skjálgsson sá fyrir með lífi sínu að
binda trúss sitt við framsóknarmann mestan
þeirra tíma, Ólaf Tryggvason.

Nú er að sjá hvort Sigmundsson fari að dæmi Haraldssonar
og sópi til sín liðinu öllum megin skips
ásamt lukkudísum og kyndilberum liðs síns,
bregði staf sínum og gangi þurrum fótum yfir
það pólitíska haf en hvítfextir brimskaflarnir
skefli jafnskjótt snarlega yfir mótstöðumenn alla að baki honum.

Húsari. (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband