Árangur erlendra óvina þjóðskipulags okkar?

Tilgangur erlendra hryðjuverkasamtaka íslamska ríksins og hliðstæðra hópa með hryðjuverkum sínum víða um heim hefur aðallega verið tvíþættur:  

1. Að ráðast beint á lýðræðislegt þjóðskipulag frelsis, friðar, jafnréttis, mannréttinda og bræðralags, sem margra alda hugsjónabarátta hefur fætt af sér. 

2. Í öðru lagi að spilla friði, farsæld og fyrrnefndum einkennum þjóðfélags okkar sem mest og innleiða ótta, tortryggni og átök. 

Breytt framkvæmd Gleðigöngunnar og Fiskidags ber þess merki, að hinir erlendu hryðjuverkahópar hafa náð árangri hvað síðari hluta aðgerða þeirra, og þá einkum með þeirri lúmsku aðferð sem hefur falist í því að aka bílum inn í mannþröng.

Nú er svo komið að erlendu hryðjuverkamennirnir þurfa ekki lengur að láta til skarar skríða á þennan hátt, - möguleikinn einn hefur því miður leitt af sér aðgerðir hér á hjara veraldar sem fela í sér að kveðja út vopnað lið og setja upp hindranir.

Ljóst er að varla verður héðan af aftur snúið með þessar aðgerðir, fordæmi hefur því miður þegar verið sett fyrr á þessu ári og ekki aftur snúið með það.

Þar með er skásta lausnin fyrir almenning, úr því sem komið, er að taka þessu nýja fyrirbrigði á svipaðan hátt og við tökum strangri öryggisleit á flugvöllum og líta á aðgerðir lögreglunnar sem aðstoð við að tryggja öryggi okkar og þar með möguleikann á að njóta fjölmennra viðburða í sem mestri hugarró.  

En margir hafa þó óbragð í munni.  

 


mbl.is Lokað með ökutækjum og vopnuð sérsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er aftur snúið með það ... þú verður einnig að athuga, að meðal okkar eigin manna er lið sem telur það gott að slík hryðjuverk eiga sér stað.  Samanber Breivik í Noregi.

Við eigum að loka landamærunum, og vernda okkar eigið fólk.  Okkur ber engin skylda til að leggja okkar eigið líf að veði ... né heldur að gefa lögreglu vopnavald, til að drepa okkar eigið fólk.

Að veita lögreglunni vald, til að drepa Islendinga ... er hreint og beint, landráð ... glæpur sem ekki á sinn líka. Þetta er friðsamt land, sem ekkur hefur séð stríð í 700 ár ... og allur sá skríll, sem stendur undir því að láta þetta land líða þá ánauð, sem stríðshrjáð lönd líða ... eru landráð, af verstu tegund. Landið á að vera hæli, ekki fyrir glæpamenn heldur fyrir fólk sem vill byggja nýtt líf á nýjum forsendum, og skilja sig frá því liðna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 19:19

2 identicon

Sæll Ómar.

Þjóðríkið liðið undir lok en fjölmenning tekur við
þar sem Íslendingar teljast heimsborgarar héðan í frá!

Nei, takk!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 20:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anders Behring Breivik er norskur ríkisborgari sem framdi fjöldamorð í Noregi.

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári."

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns."

"Samkvæmt einni af þjóðsögum Jóns Árnasonar eru þetta orð Steinunnar, konu Axlar-Björns þegar hann hafði verið beinbrotinn á öllum útlimum á Laugabrekkuþingi á Snæfellsnesi árið 1596 fyrir að hafa drepið átján menn."

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bergþóra Skarphéðinsdóttir (10. öld - 1011) var kona Njáls Þorgeirssonar á Bergþórshvoli í Landeyjum.

Njála segir um hana: "Hún var ... kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skaphörð."

Svo miklir vinir sem þeir voru, Njáll og Gunnar á Hlíðarenda, þá ríkti fullkomin óvinátta á milli þeirra Bergþóru og Hallgerðar, konu Gunnars.

Um nokkurra ára skeið létu þær drepa þræla og húskarla hvor fyrir annarri og gerðist það jafnan snemma sumars er menn þeirra voru á Alþingi en þá áttu þær frítt spil heima fyrir."

(Drengur góður - vænn, vandaður maður eða kona. Sjá Íslenska orðabók Menningarsjóðs.)

Bergþóra Skarphéðinsdóttir

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Pan and Pfeil (2004) count 87 distinct "peoples of Europe", of which 33 form the majority population in at least one sovereign state, while the remaining 54 constitute ethnic minorities."

Ethnic groups in Europe

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.7.2011:

"Anders Behring Breivik er grunaður um árásirnar í Noregi fyrr í dag. Samkvæmt norska blaðinu VG er hann í haldi lögreglu nú."

"Anders er talinn hafa tengsl við öfga-hægri hópa, sem eru hópar sem eru jafnan kenndir við þjóðernishyggju og íhaldssemi.

Samkvæmt facebook síðu hans er hann einyrki og starfar við landbúnað. Hann kveðst kristinn og segist vera íhaldssamur."

"Samkvæmt kunningja Andersar mun hann vera öfga-hægri maður og mun hafa sett inn nokkuð af umdeildum færslum inn á Facebook-síðu sína.

"Hann hafi verið mikill þjóðernissinni og mun hafa skrifað mikið um múslíma. Þá birti hann reglulega samkvæmt norska dagblaðinu tengla inn á vefsíður sem beita sér gegn múslímum og innflytjendum."

Öfga-hægri maður í haldi vegna hryðjuverkaárása í Noregi

Þorsteinn Briem, 10.8.2017 kl. 20:53

9 identicon

Meira en 300.000 manns koma til Sviss á hverjum degi vegna vinnu. Einkum frá Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki og Ítalíu. En einnnig frá fjarlægari löndum eins og t.d. Grikklandi, en þá vikulega.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 21:00

10 identicon

Hryðjuverkamenn hafa þegar náð miklumn árangri. Síðustu áratugina hefur þeim tekist að hafa áhrif á allar flugsamgöngur í heiminum.

 Til eru einstaklingar í þúsundatali, sem telja það greiðustu leiðina til paradísar að fórna lífi sínu til þess að drepa eða stórskaða saklaust fólk. Við vitum ekki hvar þeir eru, þeir láta oftast lítið fyrir sér fara. Við vitum heldur ekki hvar þeir bera niður, kannski á ólíklegustu stöðum.

Og því miður virðist þessi hætta fara vaxandi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband