Af hverju eru ekki allir vegir svona góðir?

Eftir aksur á góðum vegum og hraðbrautum í Evrópu kemur maður heim og byrjar að aka um íslenska vegakerfið.  

Og er fyrir áratugum búinn að sætta sig við það að jafnvel helstu malbikuðu þjóðleiðirnqr okkar séu með afar misjöfnu slitlagi, oftast öldótt og ójafnt. 

Svörin eru þekkt fyrir löngu, - veðurlag er misjafnt og undirlagið frýs og þiðnar á víxl frostlyfting og þiðnun gera veginn svona. 

Raunar var einn undirleikari minn, Tómas Grétar Ólason, sem hafði mikla reynslu af framkvæmdum með stórvirkum jarðvinnuvélum, oft með aðrar skýringar, sem hann rökstuddu býsna vel þegar um var að ræða suma kaflana þar sem rakti hvernig þetta væri fúsk, röng notkun og meðferð jarðefna og tækja. 

Ég er þessa dagana á ferð um Norðausturland og man þá daga þegar hafísinn lokaði hér höfnum árið 1979, það var ófært til flugs, og vegirnir voru svo lélegir, að menn óttuðust að taka myndi fyrir alla flutninga, á sjó, landi og í lofti, ef mikla snjóa gerði og vegakerfið yrði ónothæft af þeim sökum. 

Spjallaði stuttlega við Árna Gunnarsson, sem fyrrum var Alþingismaður kjöræmisins, þar sem hann rifjaði upp hve þingmönnum þess tíma hefði verið mikið í mun að koma í veg fyrir ófarir af þessu tagi. 

Ég gat greint honum á móti frá því að þremur áratugum síðar hefði draumur hans og fleiri loksins orðið að veruleika með lagning nýs vegar sem opnaði greiða og fljótekna leið milli Kópaskers annars vegar og Þórshafnar og Raufarhafnar. 

En sérstaklega hefði komið á óvart hve stórgóð þessi vegagerð væri, svo mögnuð að það vekti mikla undrun. 

Vegurinn er í stuttu máli snilldarlega vel gerður og verkfræðilegt og framkvæmanlegt undur á íslenskan mælikvarða og jafnvel heimsmælikvarða, breiður, rennisléttur og hvergi brattur þótt hann lægi um mishæðótt land. 

Og í framhaldi af því vaknar spurningin hvers vegna allir aðrir vegir hafi ekki verið svona. 

Eitt svarið, sem gefið er, er að þungaflutningar séu orðnir svo miklir, að þeir eyðileggi vegina. 

Það getur verið rétt út af fyrir sig, en þetta virðist ekki eiga við um allt vegakerfið og ekki um allan þann hluta vegakerfisins þar sem þessi flutningar eru mestir. 

Mig grunar að hluti af skýringunni sé svipuð skýringum vinar míns Tómasar Grétars á sinni tíð, að betur megi gera en víða hefur verið gert.

Og hvað um það, - það er ástæða til að óska Vegagerðinni til hamingju með vegi á borð við þann sem nú liggur um norðausturhornið og vonast til að gamli malarvegurinn við Bakkaflóa víki sem fyrst fyrir svona afbragðs vegi.  


mbl.is Malbikað í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þú gleymir nöglunum, sem eru bannaðir nær allstaðar í Evrópu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2017 kl. 14:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna lélegra samgangna víða um land eru enn til sérstakir stofnar Íslendinga.

Þannig eru flestir Vopnfirðingar rauðhærðir
, því þeir hafa lítt blandast öðrum Íslendingum frá landnámi, en rauðhærðir Íslendingar eru aðallega ættaðir af Bretlandseyjum.

Vopnfirðingar hafa því sérstakt verndargildi
og því er sjálfsagt að bæta ekki samgöngur til Vopnafjarðar.

Steini Briem, 19.10.2010

Þorsteinn Briem, 11.8.2017 kl. 15:14

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vegirnir á meginlandinu eru ágætir, misgóðir þó.  Verstir eru þó samfelldir veggir stóru flutningabílanna á hægri akreikn sem útiloka sýn á öll leiðbeiningarskilti þeim megin.  Einmitt þeim megin sem mestu máli skipta því þar yfirgefur þú hraðbrautina eða finnur vegaveitingahúsin.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2017 kl. 16:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hversu oft var þessum sjónrænu hindrunum flutningabílanna ekki bölvað í nýlegri ökuferð um Belgíu og Frakkland.

Ómar Ragnarsson, 12.8.2017 kl. 00:56

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þegar einhver hættir að sjá vegskiltin framundan, sökum flutningabíla, er sá hinn sami komin(n) of nálægt flutningabílunum;-) Góð fjarlægð milli ökutækja er gulls ígildi.  

 Besta, sléttasta og best viðhaldna samgöngukerfi landsins má finna í Veiðivötnum. Mýkra en malbik, ávallt vel við haldið og hrein unun að aka, þó malarvegur sé, enda hugsjónafólk þar á ferð, sem skilur gildi þess að samgöngur séu greiðar. Greiðar samgöngur eru kyndilberi góðs efnahags. Vegakerfið í Veiðivötnum er snilldardæmi um það. Það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Til dæmis Íslensk stjórnvöld, hverrar smsetningar þau nú eru, hverju sinni. Hjá stjórnvöldum gengur flest út á það að hagræða og spara. Gera sem minnst.

 Í Veiðivötnum gera stjórnvöld vel, setja skýrar reglur og refsa þeim grimmt, sem ekki fara að þeim.

 Árangurinn.: Fullkomið samgöngu og samskiptakerfi sem allir njóta og virða, enda Herman og Kátur mættir, ef illa verkast, eða einhver ekki skilið það sem fyrir hann(hana) var lagt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2017 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband