Þarna hefði ég viljað vera, en gat það ekki.

Eftir áratuga kynni af Baldvini Jónssyni hef ég miklar mætur á þeim manni. Ekki spillir fyrir, að hann er frændi Helgu, konu minnar, og hefur ætíð reynst afar ræktarsamur í hennar garð og mín.

Frændrækinn maður, Baldvin.  

Fyrir löngu var búið að ákveða að ég tæki þátt í kvikmyndatökuferðalagi fyrir þættina "Ferðastiklur" dagana 9.- 14. ágúst, og því miður vildi svo til, að upptökurnar fóru fram eins langt frá Reykjavík og hugsast gat. 

Því átti ég ekki kost á að koma til afmælisfagnaðar hans. 

Baldvin hefur alla tíð verið alveg einstaklega hugmyndaríkur, framtakssamur og drífandi maður og það var til dæmis einskær heppni, að hann skyldi vera í lykilstöðu á Stöð 2 þegar við Sigurveig Jónsdóttir gerðum þar 50 sjónvarpsþætti um umhverfismál undir heitinu "Aðeins ein jörð."

Stuðningur og skilingur Baldvins var afar mikilvægur þegar hann studdi þetta verkefni með ráðum og dáð,  og ekki spillti fyrir að hafa mann til að afla hugmyndinni fylgis, sem hafði eins landsfrægan, mikinn og lipran talanda og Baldvin. 

Fyrir þetta og ótal annað verð ég honum ævinlega þakklátur og óska honum velfarnaðar inn í áttunda áratug ævinnar. 


mbl.is Baldvin Jónsson 70 ára - MYNDIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Baldvin Jónsson er afar flottur og góður karl.

Þorsteinn Briem, 15.8.2017 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband