Margt smátt gerir eitt stórt.

DSC00287Þátttaka hvers og eins í atburðum eins og Reykjavíkurmaraþoni sýnist ekki stórt má út af fyrir sig. 

En á bak við þátttöku hverrar manneskju er oftast langur aðdragandi undirbúnings og ræktun sérstaks lífsstíls. 

Hún Ninna okkar hljóp enn eitt maraþonið í dag og Óskar Olgeirson, maður hennar, fylgdist vel með, en hann stundar fjallgöngur, hjólreiðar og útiveru. 

Myndirnar tala sínu máli sem ég ætla að setja hér inn, - og ég ætla að setja endasprett Ninnu í lifandi mynd inn á facebook. DSC00284

Eitt af ótal "smáu" sem bar við á hjólaferð minni um borgina var hvernig sett höfðu verið út fjögur borð með alls fjórum stólum fyrir utan verslunarmiðstöðina Miðbæ við Háaleitisbraut. 

Um svona lítil atriði, sem geta verið svo stór, gildir stundum eins konar catch 22: Af því að fólk reiknar með lélegu veðri þýðir ekkert að hafa borð og bekki á almannafæri, enda láta skemmdarvargar þau ekki í friði. 

En af því að engin borð eða bekkir eru yfirleitt á almannafæri, notar þau enginn. 

Á mynd hér sést eitt af borðunum fjórum, næst er borðið, nesti og vélhjólahjálmur, fjær er auður stóll (í bili) og fjær er útivistarfarartækið. 


mbl.is Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vesturbæingar ættu nú að geta önglað saman í fleiri stóla handa Austurbæingum.

Borð og stólar hafa til að mynda verið á gangstéttum við göngugötur á Laugavegi og Skólavörðustíg án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið upp á því að eyðileggja húsgögnin.

Þorsteinn Briem, 19.8.2017 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband