Oftast sama sagan: Skortur á upplýsingum.

Auðvitað er í mörg horn að líta hjá flugfélagi þar sem bilun í flugvél eða svipað vandamál hefur skyndilega gert vart við sig. 

En áberandi er hve farþegar, sem þetta bitnar á, kvarta yfir samskiptaleysi flugfélagsins við strandaglópana, kvarta yfir einföldum hlut, sem samt virðist svo oft verða útundan, skorti á upplýsingum. 

Slíkt hefur margföldunaráhrif á afleiðingarnar fyrir farþegana og er áreiðanlegra miklu verra fyrir orðstír og traust flugfélagsins en bilunin og úrlausnin varðandi flugið að öðru leyti. 

Þess vegna ætti það að vera keppikefli flugfélagsins að setja upplýsingaöflun og úrlausn vandamála farþeganna í forgang, því að annað hefnir sín síðar. 

Stundum er ástandið í svona tilfellum skilgreint sem force major. 

Dæmi um það voru hryðjuverkin í Brussel í fyrra, sem voru framin í nokkur hundruð metra fjarlægð frá okkur hjónum. 

Við vorum svo heppin að geta fengið inni hjá syni okkar þá fimm daga, sem það tók fyrir flugfélagið að útvega lausn á ferðinni heim til Íslands. 

Flugfélagið greiddi ekki krónu í skaðabætur, til dæmis vegna aksturs frá Brussel til Amsterdam, þar sem loksins tókst að komast í einu tvö sætin, sem laus voru í ferð fimm dögum síðar. 

Að því leyti virtist það veita flugfélaginu "heppni" að um stórfellt hryðjuverk var að ræða. 

Okkur fannst hins vegar ekki sanngjarnt að öllu tjóninu hvað okkur varðaði skyldi velt á annan aðilann en ekki hinn. 

Og hin langa óvissubið hefði vafalaust virkað þannig á aðra en okkur að verða best lýst með orðunum að draga einhvern á asanaeyrunum. 


mbl.is „Það versta er skorturinn á upplýsingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Ásgerður Överby

Það sama er að gerast í Malaga hjá þessu sama flugfélagi, fólk átti að innrita sig kl 2, þegar fólk hafði innritað sig, var þeim sagt að flugið myndi seinka til kl 9 í kvöld, það átti að fljúga kl 4, 5 til 6 tíma seinkun, þau hjá Primera air gátu látið farþega vita um þessa seinkun áður en þau lögðu af stað að heiman eða af þeim hótelum sem þau voru á, þannig að þau þyrftu ekki að bíða á flugvellinum við ömurlegar aðstæður í 6 tíma, Hvað er að gerast hjá þessu flugfélagi?

Guðbjörg Ásgerður Överby, 20.8.2017 kl. 17:27

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Chemtrail bilanir? Eða er verið að bíða af sér svörtu slóð Britis, Amerikans og Canada airlines háloftadrulluna? Það er mest mengunardrulla frá þessum ríkjum, þessa dagana.

Hér var eldgos fyrir nokkrum árum síðan, og þá þóttust flugfélög ekki geta flogið í heiðskýru veðri. Vegna hættu á að fá einhverjar ósýnilegar agnir í hreyflana? Ekki undarlegt að það falli niður einhverjar ferðir í svona efnavopnamengandi grámyglu, eins og verið er að sprauta á skipulagðan hátt um háloftin.

En enginn viðist ætla að ræða þessar alvarlegu hernaðaraðgerðir.

Fólk heldur líklega að það sleppi við að horfast í augu við þessi voðaverk stórveldis risanna, með því að þegja sig og aðra í hel? Loka bara nokkrum verksmiðjum, og hætta alveg að horfa gagnrýnum augum upp í himininn chemtrail mengaða?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2017 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband