Hriktir í frá Hafnarfirði til Borgarfjarðar eystri.

Sjávarútvegurinn er ekki eina atvinnugreinin sem hefur gengið í gegnum endurteknar byltingar á Íslandi. Verslunin hefur líka gert það og gerir enn. 

Á sínum tíma var Samvinnuhreyfingin með víðtæka verslun um land allt og gegndi víða hlutverki kaupmannsins á horninu í þéttbýlinu. 

Síðan komu Kringlan og á eftir því byltingin, sem Hagkaup og Bónus ollu um allt land. 

Nú er enn ein byltingin að skekja verslunina, Costco í Hafnarfirði. 

Og öldurnar berast um allt land. 

Ég er nýkominn úr ferð um Norðausturhornið og kom bæði á Kópasker og Borgarfjörð eystri. 

Á báðum stöðunum hafa verið litlar verslanir, sem hafa barist í bökkum. 

Í stuttu samtali við kaupmanninn á Kópaskeri sagðist hann ekki vita hve lengi hann gæti haldið áfram rekstrinum. 

Og nú berast þessar fréttir frá Borgarfirði eystri. 

Bullandi uppgangur og uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu á þessu svæði eins og víðar, en það virðist varla duga til ef marka má dökkar fréttir af þeirri þjónustu sem verslun á staðnum getur veitt. 


mbl.is „Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bónus hefur verið með sama verð í öllum verslunum, til að mynda í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum.

Þorsteinn Briem, 20.8.2017 kl. 17:54

2 Smámynd: Már Elíson

Ég er nú þeirrar skoðunar að leggja eigi niður byggð á stöðum þar sem verslun, heilsugæsla og póstur, auk almennilegra samgangna, gengur ekki eða þrífst ekki. - Skv. þessu er ekki grundvöllur fyrir venjulegri mannabyggð á þessum stað, frekar en Hólmavík, Suðureyri, Ólfsfirði, Grímsey og fleiri stöðum. - Menn mega bara halda áfram að munnhöggvast um þetta, en margir, ef ekki allir þessir staðir eru tilkomnir af sjósókn fyrr á tímum, en það var bara þá. 

Már Elíson, 20.8.2017 kl. 18:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2017:

"Samkaup reka um fimmtíu verslanir víðsvegar um landið, meðal annars á Skagaströnd og Blönduósi, og þau eru eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi.

Verslanir Samkaupa spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til hverfisverslana í íbúðahverfum.

Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Úrval og Strax.

Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins en félagið rekur einnig verslanir í Reykjavík og nágrenni.

Eigendur Samkaupa eru þúsundir félagsmanna í Kaupfélagi Suðurnesja, Kaupfélagi Borgfirðinga og KEA, ásamt nokkrum hundruðum beinna hluthafa."

Þorsteinn Briem, 20.8.2017 kl. 18:22

5 identicon

“Vöruverð hefur lækkað um tugi prósenta hjá Samkaup á landsbyggðinni.” Þetta fullyrðir forstjórinn, Ómar Valdimarsson. Á Húsavík hefur Samkaup nær einokun í sölu á matvöru. Skora á Ómar að nefna mér nokkur dæmi um vörutegundir sem hafa lækkað þetta mikið. Ef þetta er ekki tómt bull hjá Ómari, skal ég jafnvel borga honum nokkra hundraðkalla fyrir upplýsingar. Koma svo Ómar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 18:28

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Costco-æðið er að hluta til huglægs og trúarlegs eðlis samanber nokkurs konar trúarsöfnuð sem hefur verið stofnaður með tugþúsundir félaga. Við Íslendingar erum sérfræðingar í að stofna til svona æðis. 

Og vegna þess hvað átrúnaðurinn er mikill hafa áhrif hans óhjákvæmilega orðið mikil. 

Fjöldi fólks virðist ganga með þá hugmynd að Costco sé ígildi eins konar góðgerðarsamtaka.  En fyrirtækið er að sjálfsögðu rekið eingöngu sem gróðafyrirtæki og það er svo sem ekkert er athugavert við það. 

Í einstaka tilfelli er seld þar vara viljandi með tapi í byrjun til þess að lokka kaupendur að og koma þeim á spenann, en hækka síðan verðið síðar. 

Nú er eldsneytisverðið víst að hækka þar, kannski vegna þess að "aðlögunartíminn" er að enda. 

Ég var núna rétt áðan með fólki, sem sagði mér frá dæmum um það að fólk kaupi "stóru skammtana" í Costco og heldur að einingarverðið sé lægra en í Bónus, þegar hið öfuga er uppi á teningnum. 

Stundum minna pílagrímsferðir fólks til innkaupa í stórum stíl í Costco í Hafnarfirði mig á það þegar margir Íslendingar flykktust til Spánar til þess að spara peninga með því að drekka sem mest þar, af því að áfengið væri svo ódýrt. 

Ég hef enn ekki komið í Costco, enda ekki átt erindi í Hafnarfjörð síðan Costco var opnað þar. 

Hef verið spurður að því hvers vegna ég keypti ekki eldsneyti þar og svarað því til að heiman frá mér þurfi að ég að fara alls 30 kílómetra fram og til baka, og þegar það og tíminn, sem færi í ferðina, væri reiknað á raunverði, væri ég þegar búinn að borga 3-4000 krónur, áður en einn einasti lítri væri settur á farartækið. 

Ferðir þangað kosta óbeint fé hvað snertir mikið tap lífeyrissjóðanna vegna versnandi afkomu hjá Högum og Bónusi, sem eru íslensk fyrirtæki, eða er það ekki?

Ómar Ragnarsson, 20.8.2017 kl. 21:16

7 identicon

Þú færð falleinkunn fyrir þennan pistil Ómar. Kom mér á óvart. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 21:34

8 identicon

edit. ..fyrir þessi ummæli..

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 21:36

9 identicon

Costco er í Garðahreppi, ekki að það skipti máli.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband