Hæfileg seinkun á áhorfi hefði getað gefið svipaðan árangur.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur beðist afsökunar á því að hafa óskað á netinu eftir slóð á ólöglegt streymi áhorfs fyrir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor og er það gott Áslaugu Örnu að gera það. 

En ef hún hefði verið jafn heppin og ég, sem ætlaði ekki að reyna að sjá bardagann beint, af því að ég hef ekki keypt mér aðgang að slíkum sendingum, hefði hún getað upplifað bardagann líkt og hann væri sýndur beint. 

Ástæðan var sú, að ég var ekkert að hafa fyrir því að vakna vegna bardagans, en vaknaði engu að síður um sjöleytið um morguninn. 

Ráfaði þá inn á Youtube og datt niður á sýningu frá öllum bardaganum undir titli sem ver einhvern veginn svona: "The KO and the whole fight". 

Það, að vita fyrirfram, að bardaginn hefði verið stöðvaður, gerði áhorfið meira spennandi fyrir mig, því að fyrirfram hafði ég búist við og reyndar óttast það líka að Mayweather myndi nýta sér bestu varnartækni á byggðu bóli og dunda sér við að verja sig líkt og Ali gerði stundum án þess að taka neina áhættu og vinna síðan hundleiðinlegan bardaga naumlega á stigum. 

Fyrirsögnin gerði það líklegra að McGregor hefði unnið og það jafnvel óvænt af því að Mayweather hefur ekki unnið á raunverulegu rothöggi, fengnu á eðlilegan og venjubundinn hátt, í tíu ár. 

En fyrir bragðið fékk ég óvænt allt út úr þessu áhorfi sem hægt var að sækjast eftir. 

Ég tók að vísu eftir því að sjónarhornið á tökunni var full þröngt, en skellti mér bara síðan inn á betri upptöku á Youtube, sem meðal annars sýndi að McGregor býr yfir góðri fótafærni og sýndi gamla Jersey Joe Walcott stæla á meðan úthaldið var ekki farið að gefa sig hjá honum. 


mbl.is Áslaug Arna biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór hluti af efninu á Youtube er sett inn af einstaklingum sem ekki eiga höfundarréttinn. Efnið er semsagt stolið. Það á við um öll video sem sýna Meyweather/McGregor bardagan. Youtube fjarlægir það ekki nema höfundarrétthafi biðji um það. Stolið efni freistar margra, jafnvel þeirra sem hæst hafa um verndun höfundarréttar.

Gústi (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 18:51

2 identicon

Hvaða heilvita maður borgar fyrir það að sjá tvo varga berja hvor annan í klessu. Skrípaleikur af verstu sort.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 18:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Gústi, fyrir þessar upplýsingar. Ég hélt nefnilega að Youtube "fjarlægði öll video sem sýna Mayweather/McGregor bardagann" eins og þú orðar það og var þess vegna grunlaus um að þetta væri stolið efni. 

Ómar Ragnarsson, 31.8.2017 kl. 00:48

4 identicon

Ólöglegt niðurhal er frasi yfir fyrirbæri sem ekki er til. Samkvæmt Íslenskum lögum er það sem kallað hefur verið "ólöglegt niðurhal" fullkomlega löglegt. Íslensk lög gera ekki ráð fyrir því að þú vitir hvað er sett löglega inn á netið og hvað ekki. Þér er því frjálst að leita strauma, horfa á Youtube og annað myndefni, lesa blöð og hlusta á tónlist sem er í boði á netinu. Þú ert ekki brotlegur heldur sá sem setur inn stolna efnið. 

Gústi (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband