Millistéttarfólkið ræður oftast úrslitum.

Barack Obama vissi alveg hvað hann söng 2008 þegar hann sagði það hvað eftir annað í kosningabaráttunni að hann höfðaði til millistéttarinnar í Bandaríkjunum og nefndi hvað eftir annað að yfir 90% fyrirtækja landsins mjög lítil fyrirtæki, oft fjölskyldufyrirtæki. 

Sigmundur Davíð reri á svipuð mið í kosningunum hér 2013 og lofaði millistéttinni ásamt því hátekjufólki, sem hafði tekið stærstu lánin fyrir hrun, gulli og grænum skógum upp á hundruð milljarða króna. 

Þótt engin leið væri að efna svo hrikegt og augljóslega óframkvæmanlegt loforð varð upphæðin samt um 80 milljarðar brúttó í formi að mestu í formi lækkaðs höfuðstóls, en vegna þess hve stór hluti þessarar eftirgjafar var í raun sóttur í ríkissjóð, lendir kostnaðurinn við þetta að stórum hluta á skattgreiðendum, meðal annars þeim sem fengu eftirgjöfina. 

Nýir flokkar hafa margsinni áður hlotið talsvert fylgi hér á landi með því að höfða til þess allt of stóra hluta þjóðarinnar sem býr við óviðunandi lág kjör og allir hafa lofað að hrista upp í skiptingu þjóðarteknanna, meðal annars með "nýjum vinnubrögðum" í stjórnmálum:  

Dæmi:  Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971, Bandalag jafnaðarmanna 1983, Þjóðvaki 1994, Frjálslyndi flokkurinn 1999, Vinstri græn og Samfylkingin 1999, Borgarahreyfingin 2009 og Björt framtíð og Flokkur fólksins 2016.

Björt framíð er komin í ríkisstjórn og þar með orðin hluti af ríkjandi ástandi í hugum 97,3% þeirra sem gefa upp afstöðu í skoðanakönnunum.

Flokkurinn lofar réttlátari skiptingu þjóðartekna og útrýmingu fátæktar of stórs hluta þjóðarinnar, sem er blettur á íslensku samfélagi.

En til þess að koma þessu í kring stendur flokkurinn frammi fyrir svipuðu vandamáli og allir fyrirrennarar hans, sem hefur ekki tekist þetta, að finna raunhæf ráð til að koma þessu í kring, að koma fram með raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur og fá meirihluta fyrir þeim á þingi og í ríkisstjórn.   

Þar strandar ekki aðeins á praktiskum framkvæmdaatriðum, heldur undir niðri á þvi sem nefnt var í upphafi þessa pistils: Millistéttin og hátekjustéttin eru meirihluti þjóðarinnar en lágstéttin er í minnihluta. 

Það hlýtur að vera undirliggjandi ástæða fyrir því, að lök kjör þeirra verst settu, hefur ekki verið svona slæmt svona lengi nema vegna þess að þeir, sem hafa það skárra, eru í meirihluta. 

Það er einn af göllum lýðræðisins, að það eitt gefur enga tryggingu fyrir réttlæti. Engu að síður hefur ekki fundist skárri stjórnarfarskostur. 


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.8.2017:

"Samkvæmt skýrslu sem ASÍ gaf út í gær hefur skattbyrði aukist hjá öllum tekjuhópum frá árinu 1998 en langmest þó hjá þeim tekjulægstu."

Áhugaverðar tillögur um meiri tekjujöfnun, segir fjármálaráðherra

Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):

Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn

 

Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 14:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 14:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2017:

Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra

Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.


Á RÚV.is í dag:

"Munurinn á háönn og lágönn í [ferðaþjónustu]geiranum hefur minnkað talsvert þótt enn sé verk að vinna, segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða.

"Það hefur verið jákvæð þróun í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þess að árstíðirnar hafa verið að jafnast. Aukningin hefur verið mest á lágönn," segir hann.

Þannig hafi verið um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtækis í ferðaþjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.

"Það er talsvert betri staða."

Þorsteinn Briem, 3.9.2017 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband