Finna þarf form fyrir alla launþega, sem nýtur almenns trausts.

Helsta ógnin sem steðjar að stjórn landsins á næstunni er sá óstöðugleiki, sem er á vinnumarkaði. 

Gagnstætt því sem er hjá nágrannaþjóðum okkar, ríkja landlægt skipulagsleysi og óreiða hjá okkur. 

Viðleitni til að bæta úr þessu hefur ekki skilað nægjanlegum árangri, og munaði þar miklu um það að möguleikanum til allsherjar samkomulags um tilhögun í kjaraviðræðum með Saleksamkomulaginu var klúðrað. 

Verst hefur þó verið það ótrúlega klúður sem starfsemi kjararáðs hefur verið.

Það hefur verið ömurlegt, að við það að ákveða launakjör hæst launuðu launþega landsins, þar sem mátt hefði ætlað að mikil viska væri í gangi, skuli þetta starf kjararáðs hafa verið jafn óheppilegt og raun hefur borið vitni. 

Nú stendur til að reyna að bæta hér úr, en meira þarf til. Það yrði grátlegt ef allt fer í uppnám á vinnumarkaðnum í mesta góðæri síðari tíma.

Ná verður samstöðu á öllum vinnumarkaðnum með fyrirkomulagi, sem tryggi frið og jafnvægi líkt og er hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum.   


mbl.is Hámark góðærisins í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

"Finna þarf form fyrir alla launþega, sem nýtur almenns trausts."

Þess þarf ekki að leita sem þegar liggur fyrir!

Alþingismenn fóru fram með góðu fordæmi sjálfir
og þykktust sumir hverjir við þegar brigður voru á
það bornar að tæpast gæti það verið heppilegt þó ekki
væri nema fyrir þá kjarasamninga sem væru framundan
að hækka laun við sig sjálfa um 45%.

Við þurfum ekkert að leita að einu eða neinu, Ómar:

Það eru 45% kjarabætur sem allar stéttir munu fara fram á að lágmarki!

 

Húsari. (IP-tala skráð) 5.9.2017 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband