"Dreginn margur og ýtt frítt."

"Hvað er skemmtilegast í jöklaferðunum?" spurði ég eitt sinn tíu ára strák sem var í jeppaferð í Kverkfjöll.Stór jöklatrukkur fastur

"Festa sig, gera við, ýta, draga!" sagði hann og hefði sennilega sagt það líka, ef hann hefðir verið á ferð með stóra jöklatrukknum, sem birt er mynd af í festu á Langjökli í tengdri frétt á mbl.is. og ég læt fylgja með í tengingu hér yfir á blog.isSuzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

Aðrir viðmælaendur í Kverkfjallaferðinni töluðu um dýrðina og dásemdina á fjöllum. 

Í árlegum rannsóknarleiðangri á Vatnajökul á vorin er glíman við krapasvæði viðfangsefni algengt viðfangsefni. 

Í tveimur leiðöngrunum notaði ég minnsta jöklajeppa landsins til að fara og kvikmynda leiðangrana. Súkka á Bárðarbungu

Í fyrri leiðangrinum þótti mönnum með ólíkindum hvað Foxinn flaut víðast ofan á snjónum þegar þrefalt þyngri jeppar sukku á sínum miklu stærri dekkjum. 

En ég vísaði í flotformúlu, sem ég hafði gert því til sönnunar hve Súkkan flaut vel. 

Þar að auki var snjórinn víðast þannig á hájöklinum, að efsta lag snævarins var nokkuð samanbarið af skafrenningi, en lausasnjór neðar. 

Ef tvö misstór dekk flutu jafn vel, þurfti stóra dekkið að sökkva meira niður í snjóinn til að fá nægilegt flot, en lenti þá oft í því að gefnum efsta lagið niður í lausamjöllinni og spóla í henni. 

Þá var efsta lagið til trafala þegar drifkúlurnar þurftu að ryðja því frá sér. 

 

Efsta myndin er af Súkkunni í Kverkfjöllum með Herðubreið í baksýn, en næsta mynd fyrir neðan hana er tekin á Bárðarbungu, með Tungafellsjökul og Hofsjökul fjær. Fox bíður. Toyota föst í krapi

Þar stendur Súkkan keik ofan á snjónum á meðan Landcruiserinn fyrir framan er sokkinn það djúpt hiður að hann þurfi mokstur og drátt. 

Í seinna ferðalaginu á Súkkkunni var ákveðið að telja drættina á henni. 

Mikið krap var á leiðinni uppeftir sem hentaði betur stóru jeppunum og á uppleiðinni þurfti að kippa þrisvar í Foxinn. 

Þegar fara átti niðureftir höfðu ökumennirnir á stóru jeppunum hins vegar neyðst til að fá kipp frá Súkkunni með teygjutógi til þess að þeir losnuðu nægilega þegar þeir voru fastir. Fox´86.,minnsti jöklajeppinn og einn sá stærsti

3:2, en leiðin ofan af jöklinum var eftir. Hún var farin í fylgd með Landcruiser, sem festist í krapi svo að það þurfti að moka áður en Súkkan, sem hafði beðið á meðan, kom fram fyrir og kippti í Krúserinnn.  

Niðurstaða:  3:3. 

Í laginu "Glöð við förum á fjöll öll", sem eitt af 72 lögum á plötunni "Hjarta landsins, - náttúran og þjóðin", - eru festur og vandræði gegnumgangandi auk mikillar ferðanautnar vegna tignar og fegurðar íslenskrar náttúru. 

Í viðlaginu er sungið: "Glöð við förum á fjöll öll. / Á fjöllum erum við snjöll öll..." 

 

Þar er því lýst að "Súkkan klessir nefið í klett nett", -  "Willysinn út í á, vaá! / og á bólakaf þá, vá!," 

"Bráðum líkist hér bát Skát / á bólakafi er Skát mát", -  "Rembist fastur nú Range Sveins,"    

-  "Öxul Bronkóinn braut hlaut / og bera beinin í laut hlaut / með bæði drifin í graut", -

"Á Patrolnum er í rúst púst", -  "Á svelli fer í skrens Benz Jens / oní krapa er lens Jens", -  

en líka þetta: 

 

"Dembum okkur í drátt brátt, 

hafa ekki um það hátt mátt. 

 

Krægtu tógi í krók, blók, 

vertu´ekki´að fá þér smók, blók.

 

Dreginn margur og ýtt frítt. 

Dráttaraflið vel nýtt frítt. 

 

Þreytt í skálann fólk dró þó. 

Hver sveinn um elskuna bjó þó. 

 

Dreymir alla nú drátt brátt. 

Í drætti nýja fá mátt brátt."  

 

Suzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

 

 

 


mbl.is Átta hjóla trukkur sat fastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband