Í annað skiptið ónothæf mynd af megineldstöð.

Eftir Holuhraunsgosið 2014 til 2015 og fleiri gos síðustu áratugi hefur eðli og staða Bárðarbungu, þessarar fyrrum lítt þekktu eldstöð hjá almenningi skýrst hjá jarðvísindamönnum. 

Nú fylgjast þeir grannt með henni og hafa svo margfalt betri gögn en áður, að þeir geta metið hvað er að gerast þegar skjálftar um 4 stig á Richterkvarða eru þar eins og gerðist til dæmis í dag. 

Í viðbót við það að þar sé líklegt að Bárðarbunga stjórni eldgosum til suðvesturs allt suður í Friðland að Fjallabaki, þykir ljóst að áhrifasvæði hennar nær lengra til norðausturs en talið var áður. 

Hún er næst því af megineldstöðvum landsins að liggja beint upp af öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar, en hinn er undir Hawai. 

Grímsvötn eru að vísu virkasta eldstöðin hvað tíðni gosa snertir, en Bárðarbunga átti líklega alveg eins mikinn þátt í gosinu í Gjálp, sem olli hlaupinu stóra niður á Skeiðarársand 1996. 

Af þessum sökum er það ekki boðlegt hve íslenskir fjölmiðlar eru slappir við það að birta nothæfar  eða réttar myndir af Bárðarbungu. 

Nú hefur til dæmis tvívegis birst mynd á mbl.is sem sögð er af Bárðarbungu, en með því að bera hana saman við réttar myndir af Bárðarbungu sést, að á mynd mbl.is er þetta ekki Bárðarbunga frekar en kötturinn, eins og stundum er sagt. 

 


mbl.is Tveir skjálftar í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt, Ómar. Þetta gerist allof oft. Myndin er af Dyngjujökli við gamla Holuhraun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.9.2017 kl. 08:26

2 identicon

Átt þú ekki til nothæfa mynd Ómar? Þú hefur bæði flogið þarna yfir nokkrum sinnum og komið í ferðir með Jöklarannsóknarfélaginu ásamt fleiri ferðum.

thin (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband