Einsdæmi meðal lýðræðisþjóða?

Guðbjörn Guðbjörnsson lýsir því í grein á dv.is hvernig flokkurinn, þar sem hann var innsti koppur í búri, raðaði sinum mönnum í helstu stöður í stjórnkerfinu. 

Hér skal bætt við grein Guðbjörns hvernig eitt sker sig úr í því efni; dómskerfið, þar sem Ísland hefur á lýðveldistímanum nálgast það að vera með svipað kerfi og í Sovétríkjunumm sálugu, þar sem það var skilyrði fyrir dómara að vera félagar í Kommúnistaflokknum.  

Slíkt þótti mikill ljóður á kommúnistaríkjunum þótt auðvitað kæmi það ekki í veg fyrir ágætis menn veldust í einstaka embætti. 

Á 73ja ára tímabili, frá 1944 til 2017, hefur engu verið líkara en að það væri skilyrði, að dómsmálaráðherrar væru helst félagar í Sjálfstæðisflokknum. 

Undantekningar, sem ég man eftir, eru vinstri stjórnirnar 1956-1958, 1971-1974, 1988-1991 og 2009-2013, og minnihlutastjórnir Alþýðuflokksins 1958-1959 og 1979-1980. 

Þetta eru aðeins 10 ár af 73 og hlýtur að vera einsdæmi meðal lýðræðisþjóða að það hafi næstum því verið eins og að það að hafi verið skilyrði að yfirmenn dómsmála væru félagar í ákveðnum stjórnmálaflokki.

Hér er hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu ekki einn komið því þannig fyrir að þegar hann hefur verið í stjórn fái hann ævinlega dómsmálaráðuneytið.

Hann hefur gert þetta í gegnum stjórnarmyndunarviðræður við aðra flokka sem hefa leyft honum að komast upp með þetta. 

Það er þekkt vandamál víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, að framkvæmdavaldið hafi áhrif á dómsvaldið í gegnum val á hæstaréttardómurum. Í Bandaríkjunum hefur þetta stundum reynst dragbítur á þrískiptingu valdsins, jafnvel þótt dómsmálaráðherrarnir hafi verið sitt á hvað úr Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum. 

Rétt eins og í Sovétrikjunum hefur gríðarlegur lýðræðishalli á skipan dómskerfisins ekki komið í veg fyrir að ágætlega hæfir menn hafi valist í einstök embætti. 

En þetta getur aldrei verið til góðs þegar á heildina er litið. 

 


mbl.is Birgitta vill ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sem sagt Ómar:

Þeir sem lýðurinn með dýrkeyptu lýðræði sínu kýs til valda, eiga ekki að koma að né hafa puttana með í því hverjir fara með valdið í landinu. Hver ættu þá að gera það. Sérfræðingar eins og í Sovétríkjunum og ESB?

Þetta þykir mér nýlunda í öfugt-lýðræði. Já ég veit Ómar að þú aðhyllist ókjörið sérfræðingaveldi, eins og í Sovétríkjunum og Evrópusambandinu, til að fara með völd í landinu. Þetta er náttúrlega sprenghlægilegt hjá mér, að búast við öðru en þessu úr þínum herbúðum sósíalismans.

Fólkið í landinu okkar hefur frá 1929 kosið Sjálfstæðisflokkinn til að fara með stóran hluta valds í landinu. Og þetta viltu helst bara pissa á. Eða svo sýnist mér. Það má kallast stórskrýtið en því miður eðlilegt að þú skulir hafa verið bendlaður við það sem svo varð stóra stjórnarskráargatið.

Þú ert hér með að gera gott grunsamlegt. Þú vilt að þeir sem gegna embættum geti ekki og megi ekki verið meðlimir í samtökum kjósenda um lýðræðislegt stjórnarfar. Hvers konar þvæla er þetta hjá þér.

Það er fátt göfugra en að vera með í þeim samtökum sem eru hornsteinar lýðræðisins; stjórnmálaflokkar. Þú vilt að geimverur hafi völdin. Ef þér líkar ekki niðurstaða kjósenda þá ættir þú að íhuga Sovétríkin sem möguleika.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2017 kl. 13:44

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vita þetta ekki allir sem vilja vita? Sjálfstæðisflokkurin er langstærsti kommúnistaflokkur landsins . Fólk sem gengur í hann hlýtur að hafa unun að láta troða á sér.Algjörlega 'Osjálfstæðir. 

Ragna Birgisdóttir, 18.9.2017 kl. 13:45

3 identicon

Pabbi minn sem er nýlega látinn var fæddur 1927 og ólst upp í Rvk.
Hann var með alveg ótrúlega bíladellu svo það stenst etv samjöfnuð við Ómar Ragnarsson.
Þegar pabbi var 5 ára þekkti hann alla bíla í Rvk.
Þegar pabbi var 10 ára þekkti hann alla bíla í Rvk á hljóðinu.

Hann var undir lok æfinnar næstum alveg blindur, nema hafði smá sjón úti við jaðar sjónsviðsins. Einn fagran sumardag nokkru áður en hann lést leiddi ég hann um glæsilega fornbílasýningu á Selfossi og bauðst til að lesa á skiltin, en þess þurfti ekki, hann þekkti alla gömlu bílana og skeikaði í mesta lagi 1-2 ár varðandi árgerð.

Pabbi sagði mér merkilegan hlut, að það hafi alla tíð verið þannig, að þegar dómsmálaráðherran var Sjálfstæðismaður þá hafi verið keyptir FORD lögreglubílar en þegar dómsmálaráðherran var Framsóknarmaður þá voru keypti Chevrolett (minnir mig, eða varð það GMC, ég veit mjög lítið um bíla, amk var það einvher bílategund sem SÍS flutti inn).

Þetta sagði pabbi að hefði verð algerlega óbrigðult áratugum saman. Hann nefndi reyndar ekki nema þessa tvo flokka, því aðrir flokkar hafa varla komið innfyrir dyr á dómsmálaráðuneytinu allan lýðveldistíman.

Gaman væri ef einhver rannsakaði þetta mál, til dæmis ef sagnfræðinemi við Háskólann tæki þetta sem lokaverkefni. Það hljóta allir skráningarpappírar að vera enn til í skjalasöfnum.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 15:46

4 Smámynd: Gísli Gíslason

VAr svo ekki keyptir Strætisvagnar af umboðum flokksmanna.  Þegar svo vinstri meirihlutinn komst til valda 1978 þá voru keyptir Ikarus strætisvagnar og það var innflytjandi vagnanna vinstri maður. Þannig held ég að á litla Íslandi þá hafi flokkar sópað til sinna manna og gildir það að einhverju leyti um alla flokka.

Gísli Gíslason, 18.9.2017 kl. 16:22

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðbjörn Guðbjörnsson var aldrei „innsti koppur í búri“ Sjálfstæðisflokksins. Hann var eins og svo margir í nokkrum nefndum og ráðum, yfirleitt þeim sem ekki var kosið í. Hann var og er enn ESB sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft ályktað gegn aðild að ESB og ólíklegt að breyting verði þar á.

Hins vegar virðist Guðbjörn bitur, hætti í Sjálfstæðisflokknum af því að hann hafði aðrar skoðanir en meirihlutinn, 85% á landsfundi.

Nú lætur hann sér sæma að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem hann sjálfur var, lætur jafnvel að því liggja að miðaldra feður, afar, bræður séu í eðli sínu sama hvað verður um dætur sínar, eiginkonur eða systur. Þetta er þvílíkt þvaður að það tekur ekki nokkru tali og er einfaldlega mannvonska. 

Það er enginn sómi af því að hallmæla og niðurlægja aðra. Dreg í efa að maðurinn hafi læknast af rembu sinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.9.2017 kl. 16:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu þegar landið er í raun í sambandinu.

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:12

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:14

8 identicon

Argumentið gegn Guðbirni er að hann var ekki "innsti koppur í búri" Íhaldsins. "Wie dämmlich."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 17:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:16

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:17

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:19

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:23

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:26

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örfáar ættir á Íslandi hafa ráðið öllu sem þær hafa viljað ráða síðastliðnar aldir, þar á meðal Briemsættin með til að mynda Davíð Oddssyni (Briem).

Ómar Ragnarsson er hins vegar gjörsamlega ættlaus maður en ver Sjálfstæðisflokkinn í einu og öllu í Reykjavík, eins og fleiri ættlausir og nytsamir menn sem gapa hér að ofan og halda flokknum við kjötkatlana.

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:46

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og Briemsættin snuprar kjölturakka sína þegar við á, til að mynda náfrændi minn ríkissaksóknarinn Þórður Björnsson (Briem):

Hæstaréttardómur
nr. 163/1977.

Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Matthíasi Johannessen, Styrmi Gunnarssyni og Sigmund Jóhannssyni.

Ærumeiðingar. Miskabætur.


Dómsorð:

"Ákærði Matthías Johannessen greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

Ákærði Styrmir Gunnarsson greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan Karli Schütz miskabætur að fjárhæð kr. 100.000."

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 17:59

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.1976:

"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."

Alþýðublaðið 15.9.1976


Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 18.9.2017 kl. 18:10

20 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það er ekki að spyrja á kommentunum hjá Ómari.

Steini Briem er alltaf með þetta á hreinu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.9.2017 kl. 18:20

21 identicon

ætli við briemarnir séu nokkuð saklausir af frændhygli en þannig er lífið við viljum hafa jábræður hjá okkur það er alveg sama hvaða flokkur á í hlut

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 18:59

22 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðbjörn komst ekki í lið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2017 kl. 19:12

23 identicon

Já það er verið að tala um lýðræði hér og Guðbjörn kannski á leið á inn á þing.

+Ég er að spá að búa til framboð í Suðurkjördæmi þar sem ég verð í efsta sæti. Ég var að skoða lögin til að átta mig á hvað skal gera svo nýtt framboð geti litið dagsins ljós á mínum vegum.

Ég þarf að byrja á að fá 300 meðmælendur a.m.k.hmmmmm til að fá úthlutaðan listabókstaf sem er ekkert mál svo 20 persónur á framboðslistann sem er minsta mál og allt að 400 meðmælendur fyrir framboðslistann sem er bara formsatriði fyrir duglegt fólk eins og mig.

Já það er gott á búa í lýðræðisríkinu Íslandi Ég bíð eftir kjördeginum með allt klárt áður en þrír dagar eru í að framboðsfrestur lýkur til að skila listameðmælendum til Innanríkisráðuneytisins.

Hjúf nei í alvöru afhverju vilja þeir flokkar sem eru núna á þingi með ríkisstyrkina hafa svona stuttan tíma til næstu kosninga eða 28.okt.nk.???? Kv.Baldvin Nielsen

P.S. Hér fyrir neðan smá upplýsingar til þeirra sem vilja taka þátt í lýðsræðinu með framboði hér og þar á landinu

VIII. kafli. Listabókstafir stjórnmálasamtaka.
38. gr. [Ráðuneytið] 1) skal halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar. Skal skráin birt með auglýsingu eigi síðar en átta vikum fyrir hverjar almennar alþingiskosningar. Nú eru fyrirskipaðar kosningar með svo stuttum fyrirvara að þetta verður ekki gert, og skal þá birta auglýsingu þessa innan þriggja sólarhringa eftir að kosningar eru fyrirskipaðar.
Hyggist stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf bjóða fram lista við alþingiskosningar skal það tilkynnt [ráðuneytinu] 1) eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út. Tilkynningin skal undirrituð af a.m.k. 300 kjósendum. Hún skal dagsett og skal greina nafn kjósanda, kennitölu hans og heimili. Heiti nýrra stjórnmálasamtaka má ekki vera þannig að ætla megi að villst verði á því og heiti samtaka sem eru á skrá skv. 1. mgr. [Ráðuneytið] 1) skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum. Nú óska samtök, sem skráð eru, að breyta heiti sínu og skulu þau þá tilkynna það [ráðuneytinu] 1) innan sama frests.
Breytingar á auglýsingu ráðuneytisins og viðauka við hana skal þegar birta með auglýsingu og tilkynna landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum.
    1)L. 162/2010, 162. gr.

B.N. (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 20:52

24 Smámynd: Ólafur Als

Kjarnyrtur lögrungur, Gunnar Rögnvaldsson. Þegar menn leggjast á sveif með hýenum umræðunnar er við hæfi að rassskella menn ... nei, annars. Þeir gera það sjálfir. Svona umræða er ekki siðuðum mönnum bjóðandi.

Ólafur Als, 18.9.2017 kl. 21:34

25 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er ekki hægt að fara inn á kommentakerfið hjá Ómari. Tröll hefur yfirtekið það og útilokar eðlileg skoðanaskipti. Þetta er ótrúlegur ruddaskapur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.9.2017 kl. 22:01

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi Steini Briem er allsherjar séní með vit á öllu. Ebda  Briem.

Halldór Jónsson, 18.9.2017 kl. 22:38

27 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðbjörn rauk út af Landsfundi í fússi þegar flokkurinn vildi ekki í ESB

Halldór Jónsson, 18.9.2017 kl. 22:39

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þurfti að sinna erindum nú síðdegis og sá því ekki fyrr en nú að Steini Bríem er einn með um það bið helminginn af 27 athugasemdum, þar af fjölmargar sem koma umræðum um forræði fyrir dómsmálum almennt ekkert við.  

Ofríki hans er þvílíkt, að hann hefur þessi ósköp með þvílíkum endemum að fjölda og magni til, að hann geti skákað í því skjólinu að ég hafi ekki tíma til að fara í gegnum um þetta allt og strokað það burtu.

Ef ég dirfist að gera það, kemur hann bara með þetta allt aftur, og þegar ég prófaði að stroka allt út hér um daginn, skipti hann bara um nafn og braust inn í nafni annars manns.  

Ómar Ragnarsson, 18.9.2017 kl. 23:36

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki um nokkra bloggsíðu á neinum miðli sem þarf að búa við annað eins ofríki og þetta. 

Ómar Ragnarsson, 18.9.2017 kl. 23:37

30 identicon

Kann að meta bloggsíðu Ómars, enda vinsæl og mikið lesin. En minn kæri Steini Briem, löngu hættur að átta mig á framkoma þínni við okkar ágæta Ómar Ragnarsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 23:55

31 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einfalt að loka á manninn. Hann getur lesið en ekki skrifað athugasemdir: Fara í stillingar og þar í aðgangsstjórn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.9.2017 kl. 00:38

32 identicon

Þú þarft að loka á ip-tölurnar sem Steini nettröll notar til að eyðileggja bloggsíðuna þína, Ómar. Mér er reyndar ómögulegt að skilja hvers vegna þú hefur leyft þessu skrípi að komast upp með þetta í öll þessi ár.

GH (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 03:45

33 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það grátlegasta við þetta er að oftast er Steini bæði hófsamur og iðulega með nytsamanlegar upplýsingar og skemmtileg ummæli og kviðlinga, sem geta gert hann að aufúsugesti og á svipuðu róli og aðra góða athugasemdagesti. 

Það eina sem ég bið hann um er að hlíta lágmarks ritstjórn síðuhafa og fara að eðlilegum umgengnisreglum við lesendur síðunnar svipað og tíðkast á öllum öðrum síðum sem ég hef séð. 

Auðvitað hef ég fyrir löngu reynt allt sem hægt er að gera til þess að verjast þessu einstæða ofríki, sem gýs alltof oft upp hjá honum, en hann hefur hingað til brugðist hinn versti við, sett jafnharðan aftur inn athugasemdir, sem ég hef þurrkað út og í eitt skiptið fékk hann sér hið snarasta ip-tölu undir nafni sonar síns.

Eina færa leiðin er svipuð og sumir aðrir síðuhafar hafa gripið til, að birta engar athugasemdir fyrr en eftir að síðuhafi hefur farið yfir þær.

Gallinn við þetta er sá, að ég hafði ekki ætlað mér að eyða síðustu ævidögunum í að liggja yfir slíku, auk þess sem þetta bitnar á öllum öðrum athugasemdaskrifurum og drepur niður tempóið i umræðunni.   

Ómar Ragnarsson, 19.9.2017 kl. 17:34

34 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður Ómar.

Þitt umburðarlyndi ætti að vera öllum til sóma.

Steini Briem ætti að virða það, ef hann hefur þá

einhverja virðingu fyrir öðrum.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.9.2017 kl. 18:46

35 identicon

„Það er augljós glæpur af þinni hálfu að hafa ekki fyrir löngu eytt þessum meiðyrðum "Hilmars", Ómar Ragnarsson.

Hvort einhver birtir margar eða fáar athugasemdir hér kemur meiðyrðum ekkert við.

Nú fer ég í hart við þig og fyrir löngu kominn tími til.“

Steini Briem, 20.11.2015 kl. 15:33     

sagði Steini Briem einhverntímann. Furðulegt langlundargeð síðuhöfundar.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 20:38

36 identicon

Sæll Ómar.

Mig minnir að það hafi verið Trottel Weihnachten
í Þýzkalandi sem tók það hlutverk að sér að gefa
fuglum himinsins sem mest það korn er dygði til
lífs og tilvistar.

Trottel var mædd yfir ágangi þessara fugla.
Hvers vegna hættirðu þá ekki að gefa þeim?

Hún leit upp með furðu í svipnum: Hver á þá að gera það?

Heilum 30 árum síðar vissi ég að Trottel hélt uppteknum hætti
í nýjum stað þar sem þetta var ekki leyfilegt.

Í heimsókn minni upphefst hún með þessum orðum formálalaust:
Ég hef ákveðið að hætta að gefa fuglunum.

"Nú skal Drottinn allsherjar taka við og sjá fyrir þeim!"

Við það stóð.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.9.2017 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband