"Já, en elsku frú..."

"Þjónn, það er fluga í súpunni" er þekkt setning í ýmsum bröndurum hér fyrr á tíð. 

Allur matvælaiðnaður, allt frá fyrstu gerð hráefnis til neyslu matarins hefur löngum átt í erfiðleikum með að losna alveg við óheppileg atvik, og rétt er að taka það skýrt fram, að þessi bloggpistill snertir fréttina um nagdýr í salati á mbl.is að engu leyti beint. 

Engu að síður kemur eldgamalt atvik, algerlega ótengt, upp í hugann. 

Vegna þess að faðir minn var bakarameistari og afi einnig heyrði maður ýmsar sögur hér á árum áður úr bakaríku landins. 

Ein af þeim var sú, að frú ein braut næstum í sér tönn við það að bíta í ryðgaðan smánagla, sem leyndist í vínarbrauði frá bakaríi nokkru. 

Hún fór öskureið með brauðið til bakarans og lét hann heyra það óþvegið, að svona lagað væri forkastanlegt með öllu og að hún ætlaði að kæra bakaríið. 

Bakarinn ætlaði að reyna að sefa reiði konunnar og draga úr alvarleika málsins og álpaðist til að segja: "Já, en elsku frú, það er erfitt að koma alveg í veg fyrir svonalagað, þetta getur alltaf gerst." 

Ekki þarf að orðlengja það hvað þetta klaufalega orðalag bakarans gerði illt verra, og trompaðist frúin algerlega.

Það vildi til, að bakararnir í þessu bakaríi voru tveir, og hinum bakaranum, sem kom þarna aðvífandi, tókst að lempa málið.  


mbl.is Dautt nagdýr í salatinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borða ekki salat á veitingastöðum. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 09:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki ég heldur. 

Ómar Ragnarsson, 20.9.2017 kl. 13:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Borða heldur ekki grænar baunir, og það bjargaði mér frá mjög skæðri matareitrun 1959. 

Ómar Ragnarsson, 20.9.2017 kl. 13:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt að vilja ekki graðga í sig nagdýr.

"Nagdýr eru fjölmennasti ættbálkur spendýra með um 2000 til 3000 tegundir."

Grænar baunir eru hins vegar viðbjóður og sjálfsagt að tilkynna Landspítalanum ef þær eru bornar fram á veitingastöðum.

Þorsteinn Briem, 20.9.2017 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband