Íhugunarefni fyrir Bjarna Ben.

Það er íhugunarefni fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að langflestir aðspurðra í skoðanakönnun vilji sjá Vinstri græna í stjórn, næstum því tvöfalt fleiri en vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. 

Þetta er of mikill munur til þess að hann geti verið eðlilegur. 

Að minnsta kosti rýrir þetta fullyrðinguna um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kjölfestan og næstum því móðurskipið í íslenskum stjórnmálum. 

Ein skýring á þessu fyrirbæri kann að vera sú, að margir sem ella myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vilji styrkja einhvern flokkanna hægra megin á miðjunni til þess að halda í hemilinn á Sjöllunum í ríkisstjórn. 

Á árum Viðreisnarstjórnar Sjalla og krata kusu sumir Sjálfstæðisflokkinn í því skyni að hann yndi sínum hlut frekar í stjórninni og væri jafnframt svolítill dempari á harða hægri stefnu. 

Ég minnist þess sjálfur, að þegar mér fannst einsýnt 1974 eftir fall vinstri stjórnarinnar að stjórn Sjalla og Framsóknar væri eini stjórnarmyndunarmöguleikinn, kaus ég Framsóknarflokkinn til þess að hafa hemil á stefnu Sjallanna varðandi varnarliðið á Keflavíkurflugvelli eftir hina afgerandi niðurstöðu í undirskriftarsöfnuninni Varið land. 

Þegar á hólminn kom virtist þetta hafa lítið að segja því að öfl í röðum Framsóknarmanna urðu síst ragari við að taka þátt í "hermanginu" en hinir hefðbundnu "hermangarar" hjá Sjöllunum. 


mbl.is Flestir vilja VG í næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hér er sá galli á gjöf Njarðar
að ekki er hægt að útiloka
að mats- og skoðanakannafyrirtæki
stilli strengi saman um tiltekna niðurstöðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 15:22

2 identicon

*mats- og skoðanakannanafyrirtæki átti að standa þar!

Húsari. (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 17:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afskaplega er þetta nú valkvæður og brothættur grunnur, sem þú byggir á hér. Í þessari könnun er framsóknarmenn taldir næst líklegastir til að leiða ríkistjórn og Samfylkingin þriðjunsfylgi til þess 33%.

Er þetta í einhverju samræmi við fylgi flokkanna? 

Hvaðan kemur þér þetta hatur á Sjálfstæpismönnum? Kennirðu þeim um virkjanir og storiðju alfarið, sem þér er svo illa við? Viltu ekki fara í smá könnun og sjá hverjir hafa staðið að samþykktum um virkjanir og stóriðju í gegnum tíðina? Ekki síst síðustu misseri.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2017 kl. 18:28

4 identicon

Bý erlendis og er endalaust krafinn svara um spillinguna á skerinu. Davíðshrunið, þjófnað „poets of enterprise‘s“ á sjóðum banka, sparisjóða og tryggingarfélaga. Jafnvel sparibaukar útlendinga fengu ekki að vera í friði (Icesave). Nú bætast við ný „aspects“, níðingsskapur gagnvart flóttabörnum, hinsvegar innileg samkennd með barnaníðingum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 18:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson gæti þess vegna verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, enda styður hann þar flokkinn í einu og öllu.

Og nú hefur hann tekið upp á því að mæra Flokk fólksins, eina flokkinn sem líklegur er til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Og ekki veit ég hvað karlinn er að gera í Samfylkingunni.

Þorsteinn Briem, 20.9.2017 kl. 19:02

6 identicon

Hatrið virðist sterkasta tilfinning góða fólksins

Ef til vill arfleið þess að heilum stjónmálaflokk dugði að hafa það eina stefnumál að hata Davíð

Borgari (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 19:54

7 identicon

Það hatar enginn Davíð Oddsson, margir kenna hinsvegar í brjóst um ekki-komma-tittinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 20:07

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt er að sjá athugasemdarmenn vera innilega ósammála um það hvort ég hati Sjálfstæðisflokkinn eða elski hann. Það er hjólað í mannninn en ekki málið. 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2017 kl. 10:27

9 identicon

Það er engu líkara að næstu kosningar séu bráðabirgðakosningar til að reyna að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar svo hægt sé að ýta úr vör stjórnarskrábreytingunum fljótlega eftir næstu áramót.

Þar næstu kosningar verða væntanlega næsta haust ef fléttan gengur upp svo hægt sé að geirnegla breytingarnar á stjórnarskráni. 

ESB sem bíður og hefur beðið nokkuð lengi handan við hornið með lyklanna myndi þá geta afhent væntanlega Katríni Jakobsdóttir formanni VG og forsætisráðherra lyklanna að Brussel gullna hliðinu og sagt velkominn í Evrópubandarlagið

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 21.9.2017 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband