Fjöldi þingmanna og fulltrúa ekki í beinu hlutfalli við mannfjölda.

Í umræðum um fjölda þingmanna og sveitarstjórnarfulltrúa er því haldið fram af mörgum, að fjöldi þessara kjörnu fulltrúa eigi að fylgja íbúafjölda landa og byggða. 

Og því jafnframt bætt við að engin rök séu fyrir fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík. 

Kenningin um að fulltrúafjöldi eigi að vera í hlutfalli við íbúafjölda stenst augljóslega ekki. 

Ef það væri þannig, og til dæmis miðað við fjölda þingmannan í Noregi, þar sem íbúar eru 15 sinnum fleiri en hér á landi, þyrfti ekki nema 10 þingmenn á Alþingi.

Og ef þingmannafjöldi á Alþing ætti að vera með jafnmarga íbúa á þingmann og á þingmann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þyrfti bara einn þingmann á Íslandi. 

Í störfum stjórnlagaráðs var fjöldi sveitarstjórnarmanna og þingmanna í mismunandi löndum kannaður og leitað að því, hvað réði honum helst.

Niðurstaðan var sú til væri vísindaleg formúla um þetta, sem gæfi vísbendingar um eðlilegan fjölda. Þar var fjöldinn ekki línulegur við íbúafjöldann, heldur fleiri atriði reiknuð inn í.

Í samanburði við borgir á Norðurlöndum var fjöldi borgarfulltrúa í Reykjavík síst of mikill.

Verkefni fulltrúanna fara ekki beint eftir íbúafjölda.

Nútíma þjóðfélaga er einfaldlega orðið það flókið hvað snertir lög, reglugerðir og annað skrifræði, að verkefnin eru svipuð hjá misfjölmennum borgum.

Milljón manna borg hefur ekki þörf fyrir tíu sinnum fleiri borgarfulltrúa heldur en 100 þúsund manna borg.

Bæjar- og síðar borgarfulltrúar í Reykjavík hafa verið 15 í heila öld á sama tíma og borgarbúum hefur fjölgað fimmfalt þannig að ef menn festa sig í því að fara bara eftir íbúafjölda ættu borgarfulltrúar að vera minnst 75.

Síðustu áratugi hefur aukið álag á varaborgarfulltrúa sýnt, að með því að færa æ fleiri verkefni á þeirra hendur sparast lítið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband