Maðurinn sem gagnrýndi innrásina í Írak stillir upp í nýjan Tonkinflóa.

Donald Trump sló pólitískar keilur með því að gagnrýna harðlega herskáa stefnu forvera sinna, sem fólust i´innrásinni í Írak 2003 og þátttöku Bandaríkjanna í uppreisn gegn valdhöfum í Líbíu og Sýrlandi. 

Á skammri forsetatíð sinni hefur Trump tekið upp herskáustu stefnu og orðbragð nokkurs forseta á síðari tímum. 

Harry S. Truman rak Douglas MacArthur yfirhershöfðingja þegar hann ýjaði að því að beita kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu. 

Með hegðun sinni stillir Trump upp í að beita "Tonkinflóabragðinu" sem beitt var í Víetnamstríðinu. 

Þá taldi Johnson forseti að árás Norður-Víetnama á bandaríska flotann á Tonkinflóa gæfi tilefni til allsherjar stríðs gegn Norður-Víetnam, þó án beitingar kjarnorkuvopna. 

Síðari tíma rannsóknir benda til þess að Tonkinflóa atvikið hafi að miklu leyti verið sviðsett af Bandaríkjamönnum sjálfum eða í það minnsta stórlega blásið upp af þeim. 

En það passaði algerlega inn í þá málsvörn skotglaðra Kana að þeir séu ævinlega í sjálfsvörn. 

 


mbl.is Kjöraðstæður fyrir hættulegan misskilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að mæla því bót, að kristnir menn hafa verið myrtir af stuðningsmönnum Bandaríkjanna í mið-austurllöndum? Ertu að meina, að "nauðganir" og "morð" um alla Evrópu, sé "gott mál"?

Gerðu þér fyllilega grein fyrir því, að það eru Bandaríkjamenn sjálfir sem standa að baki "hryðjuverkamanna" og óbeint, ef ekki beint ... að baki ISIS. Spurningin er einungis, hver sé "liður" milli ISIS og bandaríkjanna ...

Síðan spyr ég, ertu að mæla með því að Truman hafi beitt sýklavopnum í stað kjarnavopna?

Bandaríkin eru sek um allt þetta og meira til ... ertu að mæla þessu stuðning?

Donald Trump er bara "business" maður ... hann hélt að bandaríkin væru "stór" ... kom í sætið og sá að bandaríkin voru fátæk með biljónir í skuldir. Eina leiðin fyrir hann að "reisa" bandaríkin á fætur, er eins og forverar hans gerðu ...

SPILA AL-CAPONE á heimsmælikvarða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 05:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svona spurningar eru þannig settar upp að þær eru ekki svaraverðar, en ég skal svo sem segja nei, ef það getur eitthvað róað þig niður. 

Ómar Ragnarsson, 27.9.2017 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband