Fiat Tipo kom vel út í 2100 kílómetra reynsluakstri í sumar.

Þegar reynt var að finna ódýrasta möguleikann til að fara til brúðkaups í Suður-Frakklandi í sumar kom best út að fljúga til Brussel og aka þaðan til Lacoste og aftur til baka. 

Þar munaði mestu um tvennt, að gista tvær nætur á heimili sonar og tengdadóttur í Brussel og einstaklega hagkvæma skilmála við að nota bílaleigubíl.Fiat Tipo.

Fyrir tilviljun varð farkosturinn Fiat Tipo, bíll í millistærð, hagkvæmari en ef minnsti bíll hefði verið tekinn. Tiponn er í stærðarflokki sem erlendis er stundum kenndur við Golf og eina áhyggjuefnið var hve miklu meira hann myndi eyða en Fiat 500.  

En hann reyndist koma betur út en Fiat 500 sem við leigðum í hitteðfyrra, enda dísibíll. 

Og í fyrra eyddi Volkswagen Polo mun meira bensíni. 

Ég hef haft misjafna reynslu af eldsneytiseyðslu bíla, miðað við það sem gefið er upp, en Tipoinn kom mjög á óvart, eyddi aðeins um 5,6 lítrum á hundraðið í þessum langa leiðangri þar sem ekið var langtímum saman á leyfilegum 130 km/klst hámarkshraða á hraðbrautum. 

Og ekkert er að kvarta yfir hvað varðar togið, sem er 300 newtonmetrar og feykinóg. Með upptak 0-100 í kringum 10 sekúndur var heldur ekkert að kvarta yfir því, - fyllilega samkeppnisfært.

Svipað er að segja um innanrými, og stærð farangursgeymslunnar sem er stærri en almennt gerist í þessum stærðarflokki. 

Þegar leið á ferðina varð mér hugsað til þess að það gæti verið athugandi fyrir umboðið að bjóða þennan bíl heima, ef hægt væri að hafa verðið lágt og samkeppnisfært. 

Nú hefur það verið gert. 


mbl.is Einfaldur Ítali að allri gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband