Sérstök viðtalatækni.

Eftir að hafa fylgst með íslenskum stjórnmálum í útvarpi og sjónvarpi í bráðum 70 ár minnist ég þess ekki að neinn annar stjórnmálamaður hafi tamið sér "viðtalatækni" af því tagi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur gert síðustu þrjú ár. 

Hún spratt fyrst fram í frægu viðtali Gísla Marteins Baldurssonar við hann þar sem SDG tók að sér að snúa viðtalinu við, ráða því hvaða spurningar væruu notaðar og hvort þeim væri svarað og snúa meira að segja hvað eftir annað taflinu við með því að gerast sjálfur spyrjandi og krefjast svara hjá spyrlinum. 

Viðtalatæknin komst á nýtt stig í viðtalinu heimsfræga í Ráðherrabústaðnum þar sem útgöngu var bætt við. 

Á tímabili virtist ætla að stefna í svipað í viðtalinu í Kastljósi í kvöld en spyrjandanum tókst að stýra því til farsælla loka og það var hægt að anda léttara í lokin. 

 


mbl.is Sigmundur: „sjanghæjaður“ í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Morfísræðusnillingur "sjanghæjaður" á RUV?

Það var mál málanna, í viðtali dagsins.

Maður er engu nær, né fróðari. Og síst af öllu um hið stóra verðtryggingar-brottnám glæpabankalána? Það er víst komið að nýjum kapitula í leikhús-handritinu. Lofandi?

M.b.kv.

anna sigríður guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 00:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Girti sig í græna brók,
galdraflík að vestan,
sjálfan sig svo tali tók,
taldi sig þar bestan.

Þorsteinn Briem, 29.9.2017 kl. 00:51

3 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Já, þetta er ömurlegt hjá RUV.

Þessi viðtalstækni að bjóða fólki í viðtal á röngum forsendum er aðallega notuð á barnaníðinga.

Líka þetta með að nota ranga fullyrðingu í spurningu og heimta svar er náttúrulega fyrir neðan allar hellur.

Ég vona að RUV ætli ekki að eyðileggja kosningabaráttuna fyrir Íslendingum bara til þess að geta drullað á Sigmund Davíð.

Góðu tíðindin eru að jólasveininn Steini Briem er bara með eina færslu.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 29.9.2017 kl. 10:18

4 identicon

Sæll Ómar.

Hvar er nú Ungmennafélagsandinn?!

Gerðu menn sér það ekki til gamans að
takast á eins og t.d. í glímu og þótti
nokkurt bragð að nema mönnum tækist að
leggja andstæðing sinn með sniðglímu á lofti
og helst svo kyrfilega að svörðurinn þyrlaðist
upp og mökkur moldar og grasróta blindaði helst
öllum sýn í dágóða stund.

Sigmundur Davið hefur margsinnis skellt
fréttamönnum og þeir kveinkað sér undan því.
Svo var um Gísla þann er þú nefnir sem virtist
reiða hátt til höggs en féll á eigin bragði að maklegheitum.

Sigmundur Davíð var kominn í viðtal um Miðflokkinn.
Fjórðungur ef ekki helmingur viðtals fór fram um alls óskyld málefni.

Sigmundur Davíð rétti fram útrétta sáttarhönd í upphafi viðtals
og fréttamaður stóð sig fyrnavel í lok viðtals og endurgalt
þá sátt.

Báðir aðilar bera vonandi gæfu til að halda áfram á þeirri braut!

Húsari. (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 11:11

5 identicon

*firnavel átti að standa þar.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 11:28

6 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun mun flokkur Sigmundar Davíðs vera með 7% fylgi. Skoðanakannanir eru ekki lokaúrslit, heldur þegar hvert atkvæði hefur verið talið upp úr kjörkössum eftir alþingiskosningar.En ég er eiginlega gáttuð á að 7% þjóðarinnar fylgi þessum manninú samkvæmt þessu og séu búin að gleyma klúðrinu,hneisunni og tengdum málum hans og konu hans í aflandseignum erlendis fyrir utan vinnubrögð á þingi og falskheitin tengdum húsnæðismálum hans.Að við skulum þurfa að sjá Sigmund á þingi aftur eftir kosningar sýnir kannski hversu á lágu plani Íslensk stjórnmál eru.Íslensk stjórnmál og siðferðið í kringum þau eru RUSL.

Ragna Birgisdóttir, 29.9.2017 kl. 14:22

7 identicon

Hvað er það raunverulega, sem þessi "7%" ætla að kjósa? Ræður í fjölmiðlum, eða einhverskonar marktækt og þarft markmið í þágu einhverra af landsins kosningabærum sálum á þessu landi?

Mér finnst það þurfa að koma fram um hvað framboðið snýst raunverulega, áður en einhverjar skoðanir eru fæddar í höfði einhverra kosningabærra sálna á bankastjórnar-kjararáðandi landinu?

Það er ekkert rétt við það að fordæma/forkjósa í "lýðræðislegum" og óbindandi skoðanakönnunum pólitískra fjölmiðla.

Þetta verður fjögra vikna hirðfíflagangsins leikhús fjölmiðla, fyrir þá sem  gera sér húmor úr því sem er utan veggja svokallaðs þjóðleikhúss Íslands.

Ég óska öllum þess að geta verið þeir sjálfir í þessar 4 vikur, og áfram. En það virðist ekki vera tjáningarfrelsis fjölmiðlagrundvöllur fyrir slíku óháðu og upplýstu lýðræði?

Er þetta kannski löngu tímabæra rétta tækifærið fyrir fjölmiðla og almenning af öllum sortum, að sameinast um að hætta að þræla táningaheft undir hótunum? Hætta að þræla tjáningarheft undir hótunum, fyrir heimsveldisbanka-leikstjórana í hvítflibba-leikstýrðu bakherbergjunum bankastjórna/lífeyrisjóðastjórna-stýrðu? Sem eigna/launa-ræna og kúga verkafólk af öllum þjóðernisuppruna!

Illa meinuð plön og illa meinuð verk leiða einungis illt af sér fyrir hvern og einn, og samfélagsheildina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband