Nauðsynlegur réttur landnemanna til sjálfsvarnar?

"Það er ekki tímabært að ræða um vopnaeign núna" eru viðbrögð Hvíta hússins við fjöldamorðunum í Las Vegas. 

Enda liggur fyrir stefna sem enginn mun geta breytt úr því að forsetinn er eindreginn stuðningsmaður samtaka byssueigenda og byssuframleiðenda sem halda því fram að öryggi borgaranna verði best tryggt með sem allra flestum og stærstu byssum í höndum sem allra flestra svo að borgararnir hafi sem best og mest vopn í höndum til sjálfsvarnar. 

Og þá liggur í augum uppi, að því hrikalegri og stórvirkari sem byssurnar eru, því öflugri verði þessi möguleiki til sjálfsvarnar og þar með möguleiki til eignar á eins afkastamiklum og mörgum byssum og unnt er að komast yfir. 

Rökin eru líka þau, að Bandaríkin séu landnemaland í grunninn (frontier) og þess vegna sé gríðarleg byssueign og byssudýrkun eðlilegt og nauðsynlegt fyrirbæri. 

Ekkert land á Vesturlöndum státar af annarri eins byssueign og jafn feikna öflugum samtökum byssueigenda og byssuframleiðenda og Bandaríkin. 

Íhaldssinnaður eins dómara meirihluti í Hæstarétti landsins hefur gefið fjárframlög til stjórnmálamanna frjáls þannig að þingmenn og ráðamenn verða æ háðari peninga- og valdaöflum sem styðja þá. 

Því fleiri sem kaupa vopn og þvi fleiri sem hafa hag af framleiðslu og sölu þeirra, því sterkari verða þessi öfl til að hafa fjárhagsleg áhrif á stjórnmálamenn. 

Þegar framangreint er allt lagt saman, blasir hins vegar við ákveðinn vítahringur og þá er erfitt að halda því fram miklu hærri tíðni morða með skotvopnum í Bandaríkjunum en hjá öðrum "landnemaþjóðum" sé óhað hinni gríðarlegu vopnaeign. 

Bæði hjá Ástralíumönnum og Kanadamönnum, sem búa við svipaðar aðstæður og menningu og Bandaríkjamenn og eru landnemaþjóðir eins og Bandaríkjamenn, er tíðni byssudrápa miklu minni en í Bandaríkjunum og byssueign líka miklu minni. 

"Hvort eð er" rökin, sem notuð eru til þess að andæfa byssudýrkuninni, eru dapurleg: Það munu hvort eð er koma fram menn á borð við Stephen Paddock þannig að við því er ekkert að gera. 

Trump hótaði meira að segja því í kosningabaráttunni, að byssumeigendur myndu beita sér ef Hillary Clinton yrði kosin. 

Hann nefndi það að vísu ekki beint á hvern hátt þeir myndu beita sér, en byssueigendur eru jú alltaf byssueigendur, sem munu telja sig þurfa að bregðast við í sjálfsvörn ef eitthvað á að hagga við þeim.  


mbl.is Fundu gríðarlegt magn skotvopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

firearm death rates

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 01:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Business Insider í gær:

"On Sunday night, a gunman killed at least 58 people and injured more than 500 others on the Las Vegas Strip.

The shooter, identified as Stephen Paddock, open fired from the 32nd floor of the Mandalay Bay Resort and Casino into a crowd of thousands below who were attending a country music festival.

It was the deadliest mass shooting in modern US history.

As the tragic event showed, guns remain an entrenched - and accessible - part of American life.

According to the Center for Disease Control, 33,594 people died due to gun-related causes in 2014, the year with the most recent data.

The national average is 10.5 gun deaths per 100,000 residents. But that number varies widely from state to state.

The Kaiser Family Foundation assembled a table of statistics from the CDC on 2015 mortality rates from firearms in each state.

Kaiser combined various firearm-related causes of death, including assault by firearm, police shootings, suicide by firearm, and accidental discharges.

Some highlights:

• States with the highest rate include Alaska (23.4) and Louisiana (20.5). Alaska doesn't require residents to have a permit for carrying concealed weapons, while Louisiana does (but only for certain handguns and rifles).

• States with the lowest rate include Massachusetts (3.0) and Hawaii (3.6). Both states have some of the strictest gun control laws in the country."

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband