Eitt af allra hættulegustu eldfjöllum á Íslandi?

Færðar hafa verið líkur að því að tvö eldfjöll, sem sjaldan ber á góma þegar talað er um líkindi á jarðeldum, geti í raun verið hættulegustu eldfjöll landsins. 

Þetta eru Öræfajökull og Snæfellsjökull. 

Að vísu er langt síðan gaus í Snæfellsjökli

Mesta eldvirknin á landinu er örhægt að færast frá vestri til austurs, svo að líkurnar á gosi í fjallinu eru litlar og fara minnkandi ef eitthvað er.

Eftir stendur sú staðreynd, að vegna þéttbýlis á Sandi, Ólafsvík og við Arnarstapa og Hellnar auk margfalds ferðamannastraums, yrði stórt sprengigos á borð við gosið í Vesúvíusi 79 f.kr, Krakatá 1883, Saint-Pierre á Martinique 1902 og í Öræfajökli 1362 stórhættulegt og gæti orðið mannskætt.  

Eftir stendur Öræfajökull, sem gaus ógurlegu gosi 1362, sem eyddi stórri og blómlegri byggð sem bar nafnið Litla-Hérað.  

Fyrir þann tíma hafði þetta verið eitt blómlegasta hérað landsins og ætt Svínfellinga verið sú eina á austanverðu landinu, sem hægt var að bera saman við öflugust höfðingjaættir á Suður- Vestur- og Norðurlandi. 

Aðeins var hægt að endurbyggja bæi á litlum blettum meðfram fjallinu og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem margfölduð ferðaþjónusta hefur rennt stoðum undir mikla mannfjölgun og umsvif meðfram þessu hæsta fjalli landsins. 

Rétt eins og líklegt er talið að jafnvel hundruð manna hafi farist í gosinu mikla 1362 gæti jafnöflugt sprengigos nú orðið mannskætt. Hekla

Það gaus aftur í fjallinu 1747 en það gos var minna og olli minna tjóni. Eftir rúma öld verður aftur liðinn álíka langur tími frá því gosi og leið á milli gosanna 1362 og 1747.

Ekki má gleyma Heklu í þessu sambandi. Eftir 1947 hefur hún að vísu komist í meinleysislegri fasa en áður, en enginn veit með vissu hvað sú gamla er að bralla. 

Þeim möguleika hefur verið velt upp að það ástandi gæti skapast, að fjallið hreinlega rifnaði í sundur í ógurlegu sprengigosi með hrikalegum afleiðingum, því að umferð fólks er mikil nálægt því á ferðamannatímanum.  

 

 


mbl.is Jarðskjálfti í Öræfajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd


Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli.

Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.

Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.

Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann

Napólí
er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.

Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.

Napólí

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá."

"Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."

Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Kastljós 20.4.2010

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar.

Hveragerði
er því innan Landnáms Ingólfs og fjöldinn allur af gróðurhúsum er á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.

En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar

Þorsteinn Briem, 3.10.2017 kl. 19:28

7 identicon

ég reiknaði með gosi um 2027 ef tekinn eru fleiri gos er skekkja allnokkur, en kannski tekur BÁRÐARBUNGA af öræfajökli ómakið. ekki góð skipti það 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband