Störf og stefna mikilvægust.

Það skaðar aldrei að félög, stofnanir, fyrirtæki og flokkar hafi flott merki sem táknmyndir eins og Miðflokkurinn hefur nú sýnt. 

Þegar ég sá þetta merki tilsýndar fyrst datt mér fyrst í hug að þetta væri nýtt merki íslenska flugfélagsins með erlenda heitinu, enda afar líkt hinu gamla góða merki Flugfélags Íslands.

Góð merki geta aldrei gert annað en að gera gagn, en meira er þó vert um eðli þess, sem merkið stendur fyrir, hlutverk, stefnu og störf þess sem merkið stendur fyrir. 

Sjá má að margir lesa fjölmargt út úr nýja merkinu Sigmundar Davíðs.

Hesturinn er í svipaðri stöðu og hesturinn undir Napóleon á frægu málverki, og því finnst kannski einhverjum að það vanti Sigmund Davíð á bak hestsins í merki flokksins hans.

En sem dæmi um merki, sem eingöngu er hægt að les stefnu út úr, er merki Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands, sem Ólöf Guðný Valdimarsdóttir átti grunnhugmynd að fyrir áratug en góður grafískur hönnuður vann síðan úr. Íslands-hreyfingin, merki.

Ef grunnurinn er dökkur líkist merkið móður jörð þar sem hún svífur um í tómi geimsins. 

Inni í jörðinni er tenging á milli þriggja þátta í lífinu á jörðinni og tilveru mannkynsins, sem verða að tengjast og vera í jafnvægi. 

Jörðin snýst ekki í jafnvægi um sjálfa sig ef einhver hluti hennar er úr samræmi við hina. 

Blái liturinn táknar efnahagslífið og nýtingu jarðargæða, græni liturinn táknar lífríkið og auðlindirnar og rauði liturinn táknar samfélagið. 

Það má líka likja merkinu við hjólið sem getur ekki rúllað í jafnvægi ef einn hluti þess er bólginn og stærri en hinir. 

  


mbl.is Tilvísun í Davíð Stefánsson og Jónas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er hægt að tala um merkið fram að kosningum. Til að sleppa við að tala um stefnu? Tala um verðtrygginguna sem átti að afnema af lánum almennings, eins og gert var með launin fyrir nokkrum áratugum síðan? Og dómsstóla/lögmanna-varða glæpabankana, sem skella enn allri skuld eigin glæpaverka og broti á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, alfarið á skuldara þessa lands. Sýslumennirnir eru líka í hjálparsveitinni sem hjálpar banka og lífeyrissjóða mafíunum.

Stjórnarsáttmálinn árið 2013 var svikinn. Hver er stefnan hjá fyrrverandi forsætisráðherra? Og hvernig ætlar hann að standa við stjórnarsáttmála næst, án eftirmála?

Glæsileg stefna?

Eða hvað finnst fólki um svona leyndarhyggju og stefnuleysi fyrrverandi valdaráðherra og hans gömlu framsóknar föruneytis co?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 17:42

2 identicon

Þegar ég sá líka þetta "flotta" merki datt mér í hug Rosinante, meri Don Quixote's. Rosinante var lík eigandanum, vesæl og tókst á við verkefni henni algjörlega ofviða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 18:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merar þar nú mikið sarð,
margar góðar stundir,
ekkert þó nú úr því varð,
enginn kom þar undir.

Þorsteinn Briem, 4.10.2017 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband