Í raun er hrópað á meiri stóriðju. Olía í viðbót við kolin.

Það dreifikerfi raforku á Íslandi, sem ekki þjónar stóriðju, hefur verið látið sitja á hakanum, og í raun hefur stefnan verið þessi: Ef þið standið á móti því að reistar verði risalínur, sem þjóna stóriðju, fáið þið engar nýjar og minni línur fyrir íslensk heimili og fyrirtæki og því síður endurbætur á neinum línum, sem ekki þjóna stóriðjunni. 

Allri orkunni frá Þeistareikjum er veitt til nýrrar stóriðju, en frá nýjum virkjunum er langstyst þaðan til Akureyrar. 

Á Norðurlandi vestra stillti þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sér upp í miðjum hópi þeirra sem ætla sér að reisa og krefjast nýs álvers fyrir sunnan Skagaströnd. 

Nú boðar hann í nýjum flokki anda norðlensku skáldanna Jónasar og Davíðs á sama tíma og staðið hefur yfir hörð sókn fyrir því að reisa risalínu fyrir stóriðjuna niður Öxnadal framhjá fæðingarstað Jónasar. 

Kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki, æðsti prestur "skagfirska efnahagssvæðisins" hefur ásamt félögum sínum sóst eftir að kaupa allar jarðir sem geta gefið af sér gróða vegna virkjanaframkvæmda. 

Stefnan í þessum málum tekur á sig kynlegar myndir. Þannig er stefnt að því að flytja inn til landsins hundruð þúsunda tonna af kolum á ári vegna komandi stóriðju á Bakka og í Helguvík, og þeir sem ætla að reisa kísilverksmiðju á Grundartanga segjast stefna á að gera það þótt það tefjist eitthvað um sinn. 

Það er því ekki lengur á skjön að flytja inn olíu svo að stóriðjan geti svelgt í sig alla mögulega orku hér á landi úr því að kolainnflutningur vegna hennar liggur þegar fyrir.

 


mbl.is Hóta að reisa dísilrafstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það var stóriðja sem olli því að reykvíkíngar bjuggu ekki við skort á rafmagni. storiðja er forsenda stóra lína því línur eru dyr manvirki.lína til húsavíkur mindi varla borga sig ef ekki kæmi til stór kaupandi enda eru línur ornatr nokkuð lelegar víða um land og þarnast endurníjunar með tilheirandi kosnaði, hitt er svo annað að stóriðja og stóriðja er ekki altaf sami hluturin.  hvað hefur orðið um þau lönd sem hafa atvinnuveigi. kreppur hafa komið á íslandi með reglulegu millibili 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband