Ekki bæði haldið og sleppt. Þungaflutningar - léttvæg framlög.

Það verður ekki bæði haldið og sleppt að vegakerfið þurfi að standast álag vaxandi þungaflutninga og margfaldaðs ferðamannastraums á meðan léttvæg framlög til vegamála fá að líðast. 

Hver stór þungaflutningabíll veldur meira álagi á vegina en hundruð smærri bíla, og þess vegna er hagræðið af notkun þessa flutningamáta stórlega ofmetið nema að séð sé fyrir því að mæta hinum vaxandi skemmdum sem verða á vegakerfinu, þegar það er hvergi nærri nógu öflugt til að standast álagið. 

Ef ekkert verður að gert mun vegunum einfaldlega hraka á sama tíma og þess er sárlega þörf.

Sem lítið dæmi um vanreikning má nefna, að sú niðurstaða mín að með að nota að mestu rafreiðhjóls- og létt Hondu vespuhjól í stað bíla í ferðum mínum innanbæjar og utan spari ég 70 prósent af fyrra notuðu eldsneyti og minnki kolefnissporið sem því nemur. 

En inn í þennan reikning er ekki tekið með tífalt minna álag þessara farartækja á vegakerfið en meðal einkabíll veldur.  


mbl.is Vegakerfið fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 17:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og hlutfallslega meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.

Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.

Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!

Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!

Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!

Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!

Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.

Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.

Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi samanlagt.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 17:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er stærsta fiskihöfnin á Íslandi, og jafnvel í öllum heiminum, í Kópavogi?!

Horft yfir Reykjavíkurhöfn.

Horft yfir Reykja­vík­ur­höfn. Mbl.is/​RAX

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband