Hverjir komu okkur í þá stöðu að stóriðjan hafi forgang? "Let it be done!"

Skammtímagræðgi og skortur á framtíðarsýn er og verður vaxandi vandamál í heiminum. 

Um það er fjallað í laginu "Let it be done!" sem er nú komið á Youtube. 

Þar er heitið "Let it be done! 2 10 17, ný og endurbætt útgáfa af þessu lagi sem notar stuðið í hjólreiðumm og hjá hugsjónafólki í umhverfismálum og náttúruverndarmálum í bland við einstæða íslenska náttúru til þess að tjá heitustu óskir þessa fólks. 

Slóðin er: 

https://youtu.be UP7ZZx_cMPs

80 prósent af raforkuframleiðslu landsins fer til stóriðju. Hún hefur forgang. Ekki er hægt að reisa neinar háspennulínur nema hrikalegar risalínur vegna þess að íslensk heimili og fyrirtæki eru útundan. 

Öll orka Þeistareykjavirkjunar, nýjustu virkjunarinnar, sem er margfalt nær Akureyri en nokkur önnur ný virkjun, fer í stóriðju. 

Hverjir eru þeir sem hafa keyrt þessa stefnu áfram og vilja bæta í? 

Hvers vegna ekki að horfa lengra fram á við og segja:  Let it be done! 


mbl.is „Endalausar kærur og ósamstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun, Bláa lóninu eða nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.

Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu
, aðallega skattgreiðendum á höfuðborgarsvæðinu, vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 2 milljónir erlendra ferðamanna dvelja á Íslandi á einu ári og að meðaltali í eina viku hver og einn væru þeir um 38 þúsund að meðaltali á degi hverjum og gætu því þurft raforku á við um 11% þeirra sem búa á Íslandi, þar sem þeir eru nú um 340 þúsund.

Heimili nota um 5% allrar raforku á Íslandi og nota því hugsanlega um tíu sinnum meiri raforku en 2 milljónir erlendra ferðamanna á Íslandi myndu nota, sem væri þá um 0,5% af allri raforkunotkun á Íslandi.

Þar að auki greiða heimilin og erlendir ferðamenn mun hærra verð fyrir raforkuna en stóriðjan, sem notar um 77% af allri raforku á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2107:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Steini Briem, 5.3.2016:

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband