Minnir á ástandið 1940-47, 1960-67 og 2002-2008. Feit sjö ár.

Á árunum 1940-47 varð mesti harmleikur Evrópu að stærsta fjárhagslega lukkupotti sem íslenska þjóðin hafði dottið í. 

Á þennan lukkupott skyggði hlutfallslega mikið mannfall á íslenskum skipum sem var óbætanlegt fyrir aðstandenduur þeirra, en fyrir almenning var þetta eindæma uppgripatími vegna hinnar gríðarlegu vinnu og framkvæmda fyrir herlið, sem á tímabili var álíka fjölmennt og allir íbúar Reykjavíkur. 

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði tvöfalt á árunum 1930 til 1950. 

Þegar stríðinu lauk 1945 gátu Íslendingar gengið að geysilegum gjaldeyrisforða, sem hafði safnast upp erlendis vegna gróðærisins og var honum eytt hraustlega á aðeins tveimur árum. 

Á þessum tíma varð kaupmáttur launa í himinhæðum miðað við það sem áður hafði verið. 

En 1947 kom bakslagið, svo harkalegt að Bandaríkjastjórn varð að bjarga málum með hlutfallslega stærstu Marshallaðstoð sem nokkurt stríðshrjáð ríki fékk. 

En í allri umræðu um kjaramál var meginstefið að miða við kaupmáttinn og laun 1946-47 og afleiðingin varð sú, að umræðan varð næsta óraunhæf eftir að ekki einasta var engin innistæða fyrir áframhaldandi kaupmætti, heldur þvert á móti vaxandi skuldir. 

Eina ráðið var að standa fyrir stórfelldri skömmtun á nauðsynjum og stöðvun á innflutningi margra vara sem stóð alveg fram til skamms innflutningstímabils 1955. 

Íslendingar duttu að vísu í smá lukkupott í síldarævintýrinu á sjöunda áratugnum og stórauknum þorskveiðum, en allt fram til gróðærisins uppblásna 2002-2008 voru ekki fleiri lukkupottar til að detta í. 

Lukkupottarnir 1940-47 og 2002-2008 hefndu sín báðir vegna þess að þjóðin fór í bæði skiptin á eitt allsherjar gróðafyllerí. 

Nú hafa ýmis atriði lagast á eitt að skapa lukkupott, sem hófst þegar sprenging í ferðaþjónustu dundi yfir og fór að hafa vaxandi áhrif árið 2012. 

Stríðslukkupotturinn varði í sjö ár og bankabólu lukkupotturinn og lánafylleríið varði í sex ár. 

Á næsta ári mun ferðaþjónustulukkupotturinn hafa varið í sex. 

Í sögu mannkyns og náttúru eru feitu árin oft sjö og mögru árin sjö. 

Stóra spurningin er hvort feitu árin endist lengur en sjö ár að þessu sinni. 


mbl.is Ísland hafi dottið í lukkupottinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2017:

Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra

Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.

Það er nú öll skelfingin.

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.9.2017:

"Það hefur verið jákvæð þróun í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þess að árstíðirnar hafa verið að jafnast," segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða.

"Aukningin hefur verið mest á lágönn," segir hann.

Þannig hafi verið um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtækis í ferðaþjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.

"Það er talsvert betri staða."

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):

Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn

 

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:35

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað frá 2. júní síðastliðnum um 7% gagnvart Bandaríkjadal og breska sterlingspundinu, og um 12% gagnvart evru, meðal annars vegna fjárfestinga íslenskra lífeyrissjóða erlendis eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt að langmestu leyti á Íslandi.

Steini Briem, 26.8.2017

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki er nú margfalt meira framboð af ódýrum flugferðum á milli Íslands og annarra landa en áður var og framboðið er sífellt að aukast, einnig nú í vetur.

Þorsteinn Briem, 6.10.2017 kl. 02:38

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað ætli sé meðaltalslengd milli eldgosa á Íslandi? Allar tölur og súlurit hoppa til andskotans, þá er gýs, eða hvað? 

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2017 kl. 02:43

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eldgosin 1998, 2004, 2010 og 2011 höfðu engin afgerandi áhrif á efnahaginn hér á landi nema ef vera skyldi Eyjafjallajökulsgosið 2010, sem varð besta auglýsing á Íalandi sem landi náttúruundra og þar með ferðamanna sem land og þjóð höfðu nokkurn tíma fengið. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 09:27

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í þessari upptalningu gleymdist Holuhraunsgosið 2014-2015.

Ómar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 09:28

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og Hekla 2000. 

Röðin er svona: 

Gjálp 1996. 

Grímsvötn 1998. 

Hekla 2000. 

Grímsvötn 2004. 

Eyjafjallajökull 2010. 

Grímsvötn 2011. 

Holuhraun 2014. 

Sjö gos á 18 árum. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 09:43

14 identicon

þessvegnaþarf fjölbreita atvinuveigi hvort þurfi að virkja eða færa til störf er pólutík. en við þurfum jáhvæðan viðskipajöfnuð sem er ekki í dag. það er ekki nóg að hafa þjónustijöfnuðinn jáhvæðan

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband