Stefnir í svipað og eftir síðustu kosningar?

Það hefur verið mikið talað um það í kosningaumræðunni núna, að flokkarnir hafi búið til mikla "loforðasúpu" fyrir síðustu kosningar sem hefði síðan ekki verið staðið við. 

Hefur verið gefið í skyn að slíkt yrði ekki endurtekið. 

Þess má geta að við upphaf stjórnarmyndunarviðræðna fyrir tæpu ári var talað um að úr mörgum tugum milljarða yrði að spila til að moka aukalega í heilbrigðiskerfið og mörg fleiri verkefni. 

En þegar leið á viðræðurnar kom annað hljóð í strokkinn og var sagt að þetta hefði verið mjög orðum aukið og efndirnar yrðu í samræmi við það. 

Í ljós kom að í fjárlögum yrði samdráttur í framlögum til menntamála, frumkvöðlastarfsemi og fleiri slíkra mála og nú fyrir nokkrum dögum var birt ófögur skýrsla um hörmulegt ástand helstu innviða þjóðfélagsins og skort á framlögum til þeirra upp á tugi eða hundruð milljarða. 

Ekki var að heyra annað á fulltrúum framboðanna í sjónvarpsumræðunum í kvöld en að loforðasúpan væri síst minni en í kosningabaráttunni í fyrra. 

Spurningin er því, hvort svipað eigi eftir að verða uppi á teningnum í stjórnarmyndarviðræðum og stjórnarmyndun nú og fyrir ári. 


mbl.is Vill hækka skatta á þá auðugustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri flokkarnir Vinstri grænir, Samfylkingin og Píratar eru að sjálfsögðu mun líklegri til að auka verulega ríkisútgjöld til heilbrigðismála, þjóðvega og menntamála en hægri flokkarnir.

Og hækka þar að auki verulega bætur vegna barna, húsnæðis, elli og örorku.

Þorsteinn Briem, 9.10.2017 kl. 01:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spurningin er hveru hratt eigi að greiða niður skuldir íslenska ríkisins en ekki hvort hækka eigi skatta, fyrir utan þá sem lagðir eru á hæstu tekjurnar.

Þorsteinn Briem, 9.10.2017 kl. 01:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

... hversu hratt eigi að greiða niður skuldir íslenska ríkisins..., átti þetta nú að vera.

Atvinnutekjur Íslendinga hafa aukist mikið undanfarin ár og því fær ríkið einnig meiri tekjur án þess að skattprósentan hækki.

Þorsteinn Briem, 9.10.2017 kl. 01:51

4 identicon

Það sem er óþolandi með öllu og staðfestir hversu skammt á veg komin við erum sem siðað þjóðfélag, en ekki “ógeðslegt þjóðfélag“, er að tveir Panama-pappírar, tveir skattsvikarar skulu vera flokksformenn. Þetta er þjóðinni til skammar og hér duga ekki dýrustu PR skrifstofur í stíl við Burson Marsteller til að má þennan skítablett af okkur. Þeim fækkar ört Evrópulöndunum þar sem þetta mundi líðast.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband