Ísland upp en fyrrum heimsmeistarþjóðir niður.

Það á ekki að vera hægt að örþjóð, mörg hundruð sinnum fámennari en fyrrum heimsmeistaraþjóðir á borð við Ítalíu tylli sér á topp eins erfiðasta riðilsins í undankeppni HM á sama tíma og heimeistararnir fyrrverandi þurfi að fara í umspil og þjóð, sem eitt sinn átti besta knattspyrnulandslið heims, Hollendingar, verði að sitja heima nema fyrir ómögulegt kraftaverk. 

Knattspyrnan er flokkaiþrótt, en í slíkri íþrótt, að ekki sé talað um vinsælustu íþrótt heims, er aðstöðumunurinn yfirleitt óyfirstíganlegur. 

En það er þekkt fyrirbæri þegar um hópa fólks er að ræða, svo sem kóra og íþróttaflokka, að útkoman hjá hópnum er miklu betri en sem nemur þeirri tölu, sem kemur út þegar einkunni meðlima hópsinsl eru lagðar saman. 

Ég hef stundum tekið sem dæmi svonefndan Einsöngvarakvartett, sem fjórir allra bestu söngvurum Íslands skipuðu. 

Þegar hann söng, heyrðist strax að þarna voru fjórir einstaklingar að syngja, að vísu hver um sig einstaklega vel, en samhljómurinn virtist líða fyrir það. 

Til þess að lið komist á þann háa stall sem íslenska landsliðið er komið, þarf venjulega lið skipað allra bestu leikmönnum heims. 

Íslensku leikmennirnir eru að vísu mjög góðir, en enginn þeirra, nema kannski Gylfi, kemst í hóp 50 bestu leikmanna heims.  

En þegar þeir eru lagðir saman, verður útkoman miklu stærri en samtalan þegar þeir eru lagðir saman án tillits til þess hvernig liðið margfaldast að getu vegna einstæðrar samheldni, skipulags, aga, hjálpsemi hver við annan og unaðslegs samleiks. 

Þess vegna er liðið nú líkat til komið í hóp 20 bestu landsliða heims, þótt enginn leikmaður sé svo hátt skrifaður sem einstaklingur. 


mbl.is Sigri Íslands slegið upp erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Væri nú ekki dásamlegt, ef pólitíkurnar hegðuðu sér ein og Landsliðið?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.10.2017 kl. 02:26

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við verðum að muna eftir því, að þegar forsætisráðherra Íslands herra Geir Harde bað Guð að blessa Ísland.

Þá færði hann, Guð, fiskinn frá Evrópu til Íslands í miljónum tonna, Einnig sendi Guð miljónir ferðamanna til Íslands og ekki má gleyma því að íþróttamennirnir fóru að stökkva lengra, hlaupa hraðar, synda betur og hóp íþróttirnar fóru að ganga svo vel, að við erum himinlifandi glöð.

Þegar við áttum okkur á því að nústaðreynda maðurinn í okkur, sá skólagengni taldi oft að Það væri enginn Guð, þannig að ýmsir okkar töldu að Geir setti niður við það að trúa á svona barnaskap.

Með öðrum orðum, Geir Harde beygði höfuð sitt, lægði sig, og bað Guð að blessa ísland og við sjáum árangurinn.

Trúir þú ekki að Guð, Guð er andi, hafi skapað manninn?

Skoðaðu þá hvernig maðurinn, mannsandinn er að skapa Róbot Adam, og Róbot Evu Eva í dag.

Hvað verður langt þangað til að Róbot Adam, og Róbot Eva fara að segja að Maðurinn hafi skapað Róbota Adam og Evu í sinni mynd.

Í Biblíunni segir að Guð hafi skapað Adam og Evu í sinni mynd.

Þarna er komin hliðstæða, sem hjálpar okkur að ná betri skilningi.

Verð að hlaupa.

Egilsstaðir, 10.10.2017  Jónas Gunnlaugsson


Jónas Gunnlaugsson, 10.10.2017 kl. 11:25

3 identicon

Það styður kenningu þína, Ómar, að lélegasti söngur sem ég heyri er þegar "Tenórarnir þrír" syngja saman; eða réttara sagt keppa hvor við annan.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband