Hvalárvirkjun skapar ekkert starf til frambúðar, gagnstætt friðun.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur skapað 70 störf og þar af eru 70 prósent starfanna konur á barneignaaldri, en sá fjöldi ræður úrslitum um lífsmöguleika byggða. 

Drangajökulsþjóðgarður myndi að vísu ekki skapa eins mörg störf, en samt yrði himinn og haf á milli þess, sem við það myndi skapast, og Hvalárvirkjunar sem skapar EKKERT starf. 

Það gleymist alltaf þegar gefið er upp hve margir muni fá vinnu við virkjanaframkvæmdirnar, að þau störf eru til stutts tíma, kannski í mesta lagi tveggja til þriggja ára, og eftir að virkjun er fullgerð missa ALLIR atvinnuna. 

Hinu megin við flóann átti Blönduvirkjun að "bjarga" Norðvesturlandi á níunda áratugnum. 

Niðurstaðan varð sú, að þegar virkjanaframkvæmdum var lokið, misstu allir atvinnuna, sem framkvæmdunum fylgdu og í hönd fór mesta mannfjöldahrun í fjórðungnum síðan í Móðuharðindunum. 

Á málþingi í Árnesi í sumar ætlaði yfirmaður gerðar mats á umhverfisáhrifum að komast upp með það að fullyrða við fundarmenn, að það yrði hægt að hafa virkjunina inni í þjóðgarði, af því að slíkt væri alsiða erlendis. 

Sem betur fór var hægt að reka þetta ofan í hann, því að þeir, sem halda þessu fram hafa ekki getað nefnt nein dæmi um slíkt utan tvö í Bandaríkjunum, þar sem virkjun var samliggjandi þjóðgarði og slíkt var gert fyrir meira en öld þegar allt önnur viðhorf ríktu. 

Vesturverk lofar stórkostlegum vegabótum í formi vegarslóða þvert yfir Ófeigsfjarðarheiði vestur í Djúp.

Einn fundarmanna orðaði viðbrögð sín við þessu svona: Við höfum fengið alveg nóg af vegum sem eru ófærir vegna snjóa mestallt árið, enda myndi þessi vegarslóði liggja í meira en 500 metrra hæð yfir sjávarmáli. 

 

P.S. Magma Energy á yfirgnæfandi hlut í HS orku, sem á meirihluta í Vesturverki, en raunverulegur eigandi Magma Energy kanadíski auðkýfingurinn Ross Beaty. 


mbl.is Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Hvalárvirkjun skapar ekkert starf til frambúðar" Það gerir engin vatnsfallavirkjun í dag svo heitið geti. það er í mesta lagi einn eftirlitsmaður sem annað hvort er á staðnum eða hefur eftirlit úr fjarlægð. Seinna dæmið á við Hvalárvirkjun. Undantekningar eru að sjálfsögðu þær virkjanir sem eru beinlínis ætlað að framleiða rafmagn fyrir atvinnufyrirtæki t.d álver. Rökin fyrir þessari virkjun kemur fram í fréttinni. Þau eru að auka rafmagnsöryggi og seinna meir koma inn í hringtengingu rafmagnskerfisins. Hún er nauðsynleg meðal annars til þess að hægt sé að rafmagnvæða hafnirnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 09:04

2 identicon

Eigendur HS-Orku og fleiri braskarar af höfuðborgarsvæðinu ætla sér að græða á Hvalárvirkjun. Almannatenglar eru ráðnir til að finna leiðir til að hafa áhrif á sveitastjórnir og íbúa svæðanna. Gróðinn verður síðan fluttur á reikninga á aflandseyjum eftir að greiddur hefur verið tollur í kosningarsjóð Íhaldsins. Stöðva skal þessa vitleysu og spillingu, nóg er komið. Orkufyrirtæki eiga ekki að vera í eigu þekktra fjárglæframanna og skattsvikara. Látið nátturuna í friði. Period!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 09:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði

"Eigendur VesturVerks eru HS-Orka, Gunnar G. Magnússon véltæknifræðingur, Valdimar Steinþórsson rekstrarfræðingur og Hallvarður E. Aspelund arkitekt.

VesturVerk hefur gert samning til 60 ára við alla landeigendur í Ófeigsfirði um nýtingu vatnsréttinda til virkjunar Hvalár og Rjúkanda.

Auk þess hafa eigendur VesturVerks keypt hluta jarðarinnar.

VesturVerk hefur einnig gert samning við eiganda jarðarinnar Engjaness í Eyvindarfirði um nýtingu vatnsréttinda Eyvindarfjarðarár vegna mögulegrar stækkunar Hvalárvirkjunar.

Land Ófeigsfjarðar liggur að landi Engjaness í Eyvindarfirði og helmingur vatnsréttinda sem tilheyrir mögulegri stækkun virkjunarinnar er í eigu eiganda Engjaness."

Hvalárvirkjun

Þorsteinn Briem, 14.10.2017 kl. 10:05

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þetta nú ekki bara bull Haukur? Hvað hefurðu fyrir þér þegar þú kemur með svona fullyrðingar?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 10:05

5 identicon

Jósef Smári. Ísland er spilltasta land Norð­ur­land­anna sam­kvæmt lista Tran­sparency International fyrir árið 2015. Og ekki hefur ástandið batnað undir stjórn Bjarna Ben og hans bófa. Einkavinavæðing bankanna, útrásin og hrunið var ekkert bull. Ekki heldur Panamasjóðir braskara, skattsvikara og þjófa. Wintris, Vafningur og innherjaviðskipti Engeyinga og fjölda annara var ekkert bull. Pilsfald-spillingar-kapítalismi Íhaldsins ekki heldur. Afskriftir banka á lánum upp á mörg hundruð milljarða til svokallaðra „athafnamanna“ var ekkert bull, ekki frekar en fjárfesting þeirra í íbúðarhúsnæði með stolnu fé, m.a. flutt til landsins frá aflandseyjum. Síðan er okrað á þeim sem hafa ekki efni á því að kaupa eigið húsnæði. Níðingsleg framkoma við hælisleitendur, jafnvel við flóttabörn var ekkert bull. Ekki frekar en sympathy og umhyggja valinkunnra íhaldsmanna með barnaníðingum. Gæti haldið áfram, nenni því ekki. Eftir myndinni að dæma sýnist þú mér vaxinn úr grasi og það vel. Hvernig væri að opna augun? Margt fallegt að sjá í henni versu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 10:50

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú blandar saman alls ólíkum málum og setur samansammerki milli þeirra Haukur. Jú ég er vel vaxinn úr grasi  og hef greint það gegnum langa reynslu að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur, heldur ansi mislitur. Það eru ekki allir vondir í henni veröld. Þú getur ekki fullyrt að allir sem stunda atvinnurekstu og reisa virkjanir séu gjörspilltir engeyingar sem sjá bara dollalrann í eigin auga eða aflandssjóðseigendur eins og Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og fleira fólk úr Framsókn og Samfylkingu. Öfgar eru ekki góður punktur til að byggja á. Náttúruvernd er vonandi það sem við öll viljum en það er mismunandi skoðanir á hvað sé náttúruvernd og hvað ekki. Stundum snýst náttúruverndin upp í andhverfu sína ef hún byggir á öfgum. Ég hef ekki séð þig í mynd en ímynda mér eftir því hvernig þú talar að þú sért töluvert yngri en ég. Munurinn á okkur gömlu köllunum og ykkur sem eruð yngri er mjög oft sá að þið yngri vitið allt en við hinir eldri erum búnir að viða að okkur nægilegri þekkingu til að vita að við vitum ekki neitt. En það eru að sjálfsögðu til undantekningar.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 11:59

7 identicon

Hvalárvirkjun skapar ekkert starf til frambúðar, gagnstætt friðun. Mikið djöfulsns endemis bull er þetta í þér.ER ekki fólk á vestfjör'um ? það notar rafmagn og þú þarft td að hlaða hjólið þitt.Er ekki nóg komið af svona bessevisurum einsog td þér sem viljið hafa vit fyrir öðrum,en eruð manna vitlausastir.

athugasemd23 (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 12:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fólkið á Vestfjörðum heldur áfram að nota það rafmagn sem það notar í dag, hvort sem Hvalárvirkjun verður reist eða ekki.

Virkjunin kemur ekki í veg fyrir bilanir á Vesturlínu af því að það verða engir peningar settir í hringtengingu um Djúp. Vesturlína verður áfram eina flutningsleiðin um ókomin ár. 

Í raun er Magma Energy eigandi HS orku, sem aftur er í eigu hins kanadíska auðkýfings Ross Beaty. 

Ómar Ragnarsson, 14.10.2017 kl. 13:19

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það væri ágætt ef þeir sem raunverulega bulla læsu Morgunblaðið í dag. 

Ómar Ragnarsson, 14.10.2017 kl. 13:22

10 identicon

menn geta ekki horft framhjá fasteignamati virkjunarinnar ekki veit ég um veigi en verði hann svipaður og vegurinn yfir hengilin að nesjavöllum þurfa menn ekki að kvarta ef menn fá síðan 3fasa rafmagn á kostnaðarverði og netteingengu sem mun hugsanlega skapa störf því forritarar geta starfað hvar sem netið er í lagi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 13:29

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Fólkið á Vestfjörðum heldur áfram að nota það rafmagn sem það notar í dag, hvort sem Hvalárvirkjun verður reist eða ekki." Þú gerir semsagt ráð fyrir algjörri stöðnun á vestfjörðum og fólk fari bara suður.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 14:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég hef ekki séð þig [Hauk Kristinsson] í mynd en ímynda mér eftir því hvernig þú talar að þú sért töluvert yngri en ég.

Munurinn á okkur gömlu köllunum og ykkur sem eruð yngri er mjög oft sá að þið yngri vitið allt en við hinir eldri erum búnir að viða að okkur nægilegri þekkingu til að vita að við vitum ekki neitt."

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 11:59

Húsvíkingurinn Haukur Kristinsson er rúmlega áttræður, fæddur árið 1935, og gæti þess vegna verið faðir Jósefs Smára Ásmundssonar í Krummahólunum, sem fæddur er árið 1957, ef það er orðið að aðalatriði málsins hversu gamlir menn eru.

Þorsteinn Briem, 14.10.2017 kl. 18:49

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sennilega undantekning frá reglunni Steini? Og svo er nokkuð algengt að menn gangi í barndóm eftir sjötugu. Það á eflaust eftir að koma fyrir mig.Það gæti skýrt ýmislegt. Varðandandi aðalatriðið hversu gamlir menn eru: Hann byrjaði.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2017 kl. 08:10

14 identicon

Steini Briem. Kennitala mín er 231235-4349. Netfang: haukurmuli@simnet.is. Heimasími; 464 1380. Hafðu samband, boy, ef þú villt frekari upplýsingar um mig.

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband