Ekki gott þegar beinn hagsmunaaðili eins og landeigandi ræður úrslitum.

Reglur um vanhæfi varðandi mikla einkahagsmuni hafa verið að siast inn hér á landi, en því miður of hægt. 

Vanhæfi felst meðal annars í því að dómari telst vanhæfur að dæma í umdeilanlegu máli sonar sínst og víkur sæti. 

Engi skiptir þótt hann segist ætla að dæma son sinn svo hart að allir sjái að hann hafi tekið óhlutdræga afstöðu. 

Ef hann gerir það hefur það bitnað á syni hans hver faðir hans var. 

Í vanhæfisreglunum felst að ekki skiptir máli hvort málið er umdeilanlegt eða ekki, tengsl úrskurðaraðila og aðila máls vega þyngra. 

Í hreppsnefnd Árneshrepps, sem miklu ræður um gang margra mála í hreppnum, ætti landeigandi, sem græðir persónulega á því að selja jörð sína til umdeilanlegra framkvæmda að sjálfsögðu að víkja sæti þegar hreppsnefnd tekur afdrifaríkar ákvarðanir um mál. 


mbl.is Snerist hugur um Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við búum á Íslandi, Ómar. Spilling þykir ekki tiltökumál hér heldur sjálfsögð, oft er hún kennd við byggðastefnu, líkt og í tilfelli Vaðlaheiðarganga. Hagsmunaaðilar á borð við orkufyrirtæki beita bæði mútum og hótunum og það þykir sjálfsagt. Í slíku samfélagi þykir það líka sjálfsagt að þeir sem eiga mikilla hagsmuna að gæta sitji í hreppsnefndum og taki ákvarðanir um mál sem varða þá sjálfa.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2017 kl. 13:59

2 identicon

Landeigandi situr ekki í hreppsnefnd Árneshrepps. 

Ingibjörg Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 14:48

3 identicon

Hvenær hefur einn sveitarstjórnarmaður ráðið? Venjulega eru fleiri en einn í sveitarstjórn. Og oftast er verið að kjósa um mál sem snerta einn eða fleiri sveitarstjórnarmenn persónulega. Á barnafólk að sitja heima þegar fjallað er um leikskólamál? Konur að víkja þegar fjallað er um jafnan rétt kvenna til vinnu og lauma? Flugmenn að þegja þegar framtíð flugvalla er rædd? Eiga sveitarstjórnir þá að vera skipaðar utanaðkomandi sem engra hagsmuna hafa að gæta í sveitarfélaginu?

Eins og svo oft áður þá er talað um spillingu og að menn eigi að víkja þegar pistlahöfundur er ekki sammála skoðunum viðkomandi. Pistlahöfundur hefur þagað þegar sömu aðstæður hafa komið upp og aðilar hafa verið á sama máli og hann. Þá þarf enginn að víkja vegna óeðlilegra tengsla. Tengslin skipta hann ekki máli nema þegar skoðanir eru aðrar en hans egin.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 15:04

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hlýtur að vera krafa að fólk sem býr ekki í sveitarfélaginu sé ekki að skipta sér af innanbúðarmálum þess.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2017 kl. 16:25

5 identicon

Náttúruspjöll eru ekki "innanbúðarmál".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 17:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011:

"20. gr. Hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála.


Um hæfi sveitarstjórnarmanna, nefndarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á, eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ákvæði stjórnsýslulaga sé ekki öðruvísi ákveðið í lögum þessum.

Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar, nema strangari regla sé sett í samþykkt um stjórn og fundarsköp.

Þá verður starfsmaður sveitarfélags ekki vanhæfur vegna vanhæfis yfirmanns ef eðli máls eða uppbygging stjórnkerfis sveitarfélagsins þykir ekki gefa tilefni til slíks.

Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.

Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags. ..."

Þorsteinn Briem, 14.10.2017 kl. 18:21

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugvallarmálið í Reykjavík er ekki "innanbúðarmál" Reykvíkinga. 14 kílómetra krókur á þjóðvegi eitt, sem allir á norðurleiðinni þurfa að aka aukalega í gegnum land Blönduósbæjar, er ekki "innanbúðarmál" heimamanna. 

Ómar Ragnarsson, 14.10.2017 kl. 19:55

8 identicon

Stjórnsýslulega, skipulagslega og lagalega er Reykjavíkurflugvöllur á hendi Reykvíkinga þó einhverjir aðrir telji sig eiga að hafa eitthvað um framtíð hans að segja. Vegalagningar í land Blönduósbæjar, eru "innanbúðarmál" heimamanna þó einhverjir aðrir telji sig eiga að hafa eitthvað um skipulagsmál á Blönduósi að segja. Þó óviðkomandi hafi skoðanir á einhverju þá gefur það þeim engan rétt umfram það að tjá skoðanir sínar. Og viðkomandi íbúar og skipulagsyfirvöld þurfa ekkert að hlusta né taka tillit til þeirra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband