Hvernig?

Stórhrikaleg kosningaloforð eru sérgrein formanns Miðflokksins. Nú birtast slík fyrir þessar kosningar. 

Eitt þerira er slík kerfisbreyting á fjármálakerfinu, að vextir stórlækki og íslenskir kjósendur fái banka gefins. 

Nú er það svo að Landsbankinn er í raun ríkisbanki, en ætlunin í áætlun Miðflokksins er að Arionbanki verði líka ríkisbanki. 

En ef það er lausnin, hvernig stendur þá á því að ríkiseign á Landsbankanum hefur ekki skilað lægri vöxtum?

Í þeim upplýsingum sem hafa verið birtar á mismun verðtryggðra lána og annarra lána, hefur komið fram að í hluta tilfella borgi sig við vissar aðstæður að taka verðtryggð lán. 

Það verður að útskýra nánar hvers vegna banna á fólki að velja sér, eftir hlutlausa og góða upplýsingagjöf, að taka slík lán. 

En ekki þarf síður að útskýra af hverju þetta bann á verðtryggð lán muni stórlækka vexti. 

Miðað við reynslu Norðmanna af spítalamálum er afar líklegt að Landsspítali á nýjum stað muni spara mikla fjármuni þegar fram í sækir. 

En þá er samt eftir að finna út með kostnaðarreikningi hvernig það komi best út að halda í horfinu á gamla staðnum án tjóns fyrir þjónustuna á meðan farið er í að reisa nýjan spítala frá grunni eins og Norðmenn gerðu í Osló með svo góðum árangri, að "bútasaums"-spítalinn í Þrándheimi er sagður vera "víti til varnaðar." 

Enn og aftur hefur almennileg úttekt og kosnaðarreikningur ekki farið fram og þar með er spurningin aftur: Hvernig?


mbl.is Vill ráðast í kerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mér varð ljóst í Noregsferð 2005 að staðarval aðalsjúkrahúss Íslands væri óheppilegt og Sigmundur Davíð hristi aðeins upp í því máli, þótt seint væri."

S
umir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Steini Briem, 16.8.2015

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal öflugustu manna, sem ollu straumhvörfum í hugsun okkar varðandi skipulag og byggingar í Reykjavík þegar hann kom heim með fjölmargar myndir og gögn um reynslu annarra þjóða varðandi slík mál og sýndi þær og útskýrði í sjónvarpi."

Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.

Þorsteinn Bergsson
, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.

Steini Briem, 22.7.2015

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hann vann gott og þarft verk með því að kynna sér skipulagsmál í erlendum borgum og miðla því í íslenskum fjölmiðlum á þann hátt að varð til mikils gagns í þeim málum."

Teldu nú upp hvað hefur orðið til mikils gagns í þeim málum, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af gömlum húsum hefur verið gerður upp og er verið að gera upp í miðbæ Reykjavíkur án atbeina Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, til að mynda við Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og Hverfisgötu.

En menn njóta þess nú ekki mikið að skoða þessi uppgerðu hús akandi framhjá þeim til að kanna hvort þeir sjá þar einhverja sem þeir þekkja, þegar menn eiga að hafa augun á götunni.

Hins vegar er sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.

Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.

Steini Briem, 22.7.2015

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrsta lagi er nóg pláss fyrir nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut.

Var það fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, þegar ætlunin var að byggja þar stórt sjúkrahús, og er það enn.

Bútasaumur skiptir þar engu máli, því hægt væri að byggja stórt sjúkrahús á lóðinni frá grunni.

Í öðru lagi er Landspítalinn við Hringbraut skammt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu.

Vífilsstaðir er hins vegar langt frá miðju íbúafjöldans og einnig landfræðilega
, þannig að langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir landsmenn búa, þyrftu að fara mun lengri leið að sjúkrahúsi á Vífilsstöðum en við Hringbraut.

Sumir sögðu að flugvöllur yrði að vera nálægt Landspítalanum en nú finnst Framsóknarflokknum í góðu lagi að Landspítalinn verði langt frá flugvelli fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Milljarða framkvæmdir voru á gatnamótum Hringbrautar, Miklubrautar, Bústaðavegar og Snorrabrautar fyrir nokkrum árum og þar þarf ekki nýjar framkvæmdir vegna Landspítalans.

Landspítalinn við Hringbraut er einfaldlega á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, skammt frá miðju íbúafjöldans á svæðinu.

Og á lóð Landspítalans við Hringbraut er vel hægt að byggja nýtt og stórt sjúkrahús frá grunni, enda var gert ráð fyrir því fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, og hefur ekkert með bútasaum að gera.

En sjúkrahús er meira en byggingarnar einar, eins og allir eiga að vita.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:33

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig í ósköpunum hægt er að finna það út að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé sérstakt "átrúnaðargoð" mitt er mér hulin ráðgáta.

Ég hef þvert á móti lýst því í mörgum bloggpistlum hvernig hann hafi gert svo mörg og mikil mistök á ferli sínum og sýnt svo mikla afneitun gagnvart þeim, að hann eigi að óbreyttri afneitun ekki erindi í valdastóla. 

En engum er alls varnað og það er enginn "átrúnaður" á SDG fólginn í því að láta hann njóta sannmælis.  

Ómar Ragnarsson, 15.10.2017 kl. 21:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og hlutfallslega meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.

Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.

Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!

Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!

Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!

Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!

Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.

Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.

Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi samanlagt.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er stærsta fiskihöfnin á Íslandi, og jafnvel í öllum heiminum, í Kópavogi?!

Horft yfir Reykjavíkurhöfn.

Horft yfir Reykja­vík­ur­höfn. Mbl.is/RAX

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 21:56

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ég skrifa einnar síðu bloggpistil gubbar þú inn sjö síðum til að kaffæra umræðuna, Steini.

Á höfuðborgarsvæðinu búa aðeins um 40 þúsund manns vestan núverandi Landsspítala en meira en 160 þúsund manns austan spítalans.  

Ómar Ragnarsson, 15.10.2017 kl. 22:15

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Ómar.

Ég skal reyna að svara þeim efnislegu spurningum sem þú varpar fram um bankakerfið og verðtrygginguna.

Eitt þerira er slík kerfisbreyting á fjármálakerfinu, að vextir stórlækki og íslenskir kjósendur fái banka gefins.

Nú er það svo að Landsbankinn er í raun ríkisbanki, en ætlunin í áætlun Miðflokksins er að Arionbanki verði líka ríkisbanki.

Reyndar kom fram í fréttinni að um værði að ræða þriðjungshlut í Arion banka svo því sé haldið til haga. Ég hef ekki kynnt mér smáatriði þessar áætlunar Sigmundar og veit því ekki hvernig hann ætlar að fjármagna nýtingu forkaupsréttar ríkisins á Arion banka en mér skilst það séu til hundruða milljarða stöðugleikaframlög á hliðarreikningi í skúffufélaginu Lindarhvolli sem væri e.t.v. hægt að nýta til þess.

En ef það er lausnin, hvernig stendur þá á því að ríkiseign á Landsbankanum hefur ekki skilað lægri vöxtum?

Vegna þess að stjórnendur Landsbankans hafa einfaldlega ekki vilja til þess. Með vísan til "armslengdarsjónarmiða" hafa stjórnvöld ekki heldur gefið þeim fyrirmæli um annað, né heldur skipt um stjórnendur. Það er þó í hendi stjórnvalda að taka slíkar ákvarðanir ef þess er þörf til að hrinda í framkvæmd tiltekinni opinberri stefnu. Að stjórnmálaflokkur segist hafa slíka stefnu er ekki ósamrýmanlegt þessum veruleika.

Í þeim upplýsingum sem hafa verið birtar á mismun verðtryggðra lána og annarra lána, hefur komið fram að í hluta tilfella borgi sig við vissar aðstæður að taka verðtryggð lán.

Mér þætti fróðlegt að fá að sjá þá útreikninga sem og upplýsingar um í hvaða tilfellum það gæti verið? Svo það komi fram þá hef ég fengist um árabil við allskyns útreikninga á þessu sjálfur og þekki það vel að komið hafa fram alls kyns kenningar um að verðtryggð lán séu hagstæð. Slíkar kenningar eiga það allar sameiginlegt að vera ósannaðar og standast ekki nánari skoðun. Þær ályktanir sem ég dreg um málefnið byggjast á hinn bóginn alfarið á niðurstöðum sem hægt er að sanna stærðfræðilega.

Vissulega hafa verðtryggð lán lægri greiðslubyrði í upphafi en það er blekking sem má rekja til þess að það er í raun röng aðferð notuð við að reikna út greiðslurnar sem á sér enga lagastoð. Það eina sem óverðtryggð lán gera er að fletta ofan af þeirri blekkingu með því að sýna betur í hverju hin raunverulega skuldbinding felst. Þeir vextir eru svo aftur háir en með því að útrýma þeirri rangfærslu sem útfærsla verðtryggðra lána hefur í för með sér myndu skapast raunverulegar forsendur til að taka umræðuna um sjálft vaxtastigið á heilbrigðum og skynsamlega upplýstum forsendum.

Það verður að útskýra nánar hvers vegna banna á fólki að velja sér, eftir hlutlausa og góða upplýsingagjöf, að taka slík lán.

Þarf þá ekki að sama skapi að útskýra nánar hvers vegna á að banna eitur í matvælum? Svarið er augljóslega að það er nauðsynlegt til að útrýma fyrirbæri sem hefur skaðleg áhrif á almenning. Verðtrygging er nefninlega stærsta orsök óstuðugleika í krónuhagkerfinu. Hún hefur beinlínis þau áhrif að rýra verðgildi krónunnar sífellt, sem henni er þó ætlað að tryggja fyrir. Auk þess er það tjónþolinn sem er látinn greiða tjónvaldinum bætur sem er einmitt öfugt við allt sem er löglegt í tryggingum. Enginn má til dæmis kaupa brunatryggingu á hús nágrannans því þá skapast hvati til íkveikju.

Svo er það í raun blekking að kalla verðtryggingu "tryggingu" því hún trygging í raun ekki neitt eins og sannaðist þegar 400 milljarða eignir lífeyrissjóða þurrkuðust út í hruninu en það voru aðallega "verðtryggð" skuldabréf útgefin af íslenskum fyrirtækum. Þau voru ekki verð"tryggðari" en svo að þau töpuðust að fullu. Verðtrygging gerir nefninlega ekki annað en að velta allri verðbólguáhættu einhliða yfir á annan aðilann og umbreytir þannig verðbólguáhættu í greiðslufallsáhættu.

En ekki þarf síður að útskýra af hverju þetta bann á verðtryggð lán muni stórlækka vexti.

Það útskýrði Ólafur Margeirsson nokkuð vel á opnum fundi í Háskólabíói þann 7. október sl. sem ég hvet alla til að horfa á:

Guð blessi heimilin: Borgarafundur í Háskólabíói

Erindi Ólafs hefst þegar rúmar 46 mínútur eru liðnar af upptökunni.

Í stuttu máli má draga það saman þannig að vextir eru háir vegna þess að íslenska fjármálakerfið er óstöðugt og það er vegna þess að meginhluti útlána þess eru verðtryggð. Með því að aftengja þetta orsakasamband hverfur ástæðan fyrir því að vextir eru háir og þá munu þeir lækka. Með því að afnema verðtryggingu yrði kerfið í heild þannig stöðugra og heilbrigðara.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2017 kl. 22:19

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri síðastliðinn föstudag:

"Við erum stödd í stærsta uppbyggingarskeiði í Reykjavík frá upphafi.

Mikil þörf er á íbúðabyggingum til að mæta aukinni þörf fyrir húsnæði í höfuðborginni en lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir er samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

Þessi félög hafa fjárhagslega burði til að fara í uppbyggingu, enda stefnum við á að 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari af stað á árunum 2014-2019.

Nú þegar liggja fyrir staðfest áform upp á 4.100 íbúðir með þessum félögum og þau eru:

1.000 íbúðir í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir, 45 búseturéttaríbúðir, 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými, 100 sértæk búsetuúrræði og loks um 650 félagslegar íbúðir.

Allt um þetta hér. "

Þorsteinn Briem, 15.10.2017 kl. 22:20

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta svar, Guðmundur, við spurningunni "hvernig?"

Ómar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 00:34

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í raun og veru skipta vextir og kostnaður engu máli ef banki er alfarið í eigu þjóðarinnar. Bankinn skilar arði til eiganda sinna og arðurinn hlýtur að verða í beinu hlutfalli. Semsé: eigendur fá vexti ogkostnað til baka. Margir tala um samfélagsbanka sem banka sem er með lágmarksvexti og kostnað. Mín skoðun er að bankinn eigi að vera samkeppnisbanki áfram. 

Jósef Smári Ásmundsson, 16.10.2017 kl. 07:06

16 identicon

atta mig ekki á að framsóknarflokkurinn vilji færa landspítalann frá flugvellinum hann vill bara færa spítalann á rýmri stað vill dagur ekki færa flugvöllinn til hafnarfjarðar þá er spítalinn í næsta nágreni við flugvöll steini Briem. ef argonbankinn verður keyptur af ríkinu ætti stór hluti verðsins að fara aftur til ríkisins. því má seigja að bankinn fjármagni kaupin á sjálfum sér að mestu. vaxtarstig er pólitísk ákvörðun nú um stundir. einsog sést á því að seðlabankinn hótaði hæri vöxtum ef kjarasamningar yrðu slæmir en lækkuðu síðan rétt fyrir kosningar. menn senda út misvítandi skilaboð á þeim bæ

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband