Sannleikurinn og boðberinn eru drepin eða þögguð niður fyrst.

Sagt er að sannleikurinn sé það fyrsta sem drepið er í hernaðarátökum. Svipað á við um boðberanna í spillingar- og alræðis- og ofríkisþjóðfélögum. 

Tala drepinna blaðamanna í Rússlandi Pútíns er sláandi. 

Anna Politkovskaja dirfðist að lýsa Rússlandi Pútíns í frægri bók og galt fyrir það með lífi sínu. 

Daphne Caruana Galizia er nýjasta fórnarlambið af hundruðum blaðamanna um allan heim. 

Margfalt fleiri blaðamenn í margfalt fleiri löndum hafa hlotið þau örlög að hafa orðið að beygja sig fyrir fjárkúgun, hótunum og hindrunum valdhafa. 

Slægir ofríkismenn nota dráp til að aðvara aðra blaðamenn og beita fyrst þvingunum  af öllu tagi til að ná sínu fram, áður en byssur, hnífar, eitur og sprengiefni eru látin tala. . 

Galizia og Politkovskaja létu ekki bugast undan sliku og þá var morðhundunum sigað til að fullkomna verkið. 

Það er að vísu eðlismunur á því að drepa fjölmiðlafólk eða að kúga það. En söm er ástæðan og söm er hugsunins á bak við gjörðir spillra valdhafa, sem ganga eins langt og unnt er til að halda völdum. 


mbl.is Þöggun blaðamanna fer með frelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið, Ómar ... erum við sjálf.

Þú segir "í Rússlandi Pútins".  Ekki ætla ég að rengja þetta, því Rússar eru frægir fyrir að "hefna" sín.  En, og hér ber þér að staldra við ... Rússar eru frægir fyrir að bíða í áratugi, þar til þeir ná réttum manni.

En hvað með okkur, hér? Hversu mörgum orðum eyddir þú í "False flag" ... eða þegar valdhafar hér vestra, nota "hryðjuverk" til að skerða mannréttindi, frelsi og lýðræði á Vesturlöndum? Gerir þú sama hlut hér, og þú gerðir um Rússland ... segir að "Valdhafar séu húsbændur hryðjuverkamannanna"?

Nei, Ómar ... það gerir þú ekki.  Þú kaupir, eins og nýja lummu, fréttir "Nazistablaðsins" um að það var bara einn "klikkaður" sem skaut af byssu í Las Vegas. Þó svo að auðvelt sé að heira, að þeir séu fleiri en einn.

Hvað með "the magic bullet", sem myrti Kennedy. Einn vesalingur, sem ekki einu sinni gat skotið af byssu.

En þegar einhver "blaðamaður" var drepinn, sem tengist Pútin eða Rússum ...  þá var það Pútin sjálfur, sem skaut af byssunni.

Þetta er vandamálið, skoðanir þínar ... eru pólitískar.

Í þessarri spurningu, þar sem Ísland kemur annars vegar ... af hverju voru blaðamenn ekki með þessar fréttir uppi, löngu áður en Pólitíkusinn "Þú" vildir losna við Bjarna Ben.

Hér erum við ekki að ræða um "hlutlausa" blaðamenn, heldur blaðamenn sem eru með pólitísk áform.  Pólitísk áform sem ganga út á skaða Bjarna Ben.

Blaðamenska þeirra, er síður en svo áreiðanleg, eða sannsögur.  Pólitík er aldrei sannleikurinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 06:01

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hér á fjölmiðlinum Morgunblaðinu sem er í eigu forríks fjármálafólks á Íslandi ,var fréttin um dauða merkrar blaðakonu  frá Möltu þannig að um"bloggara" hefði verið að ræða. Það er ekki að spyrja að lítilsvirðingunni úr herbúðum "Ósóma Íslands " allt við það sama úr þeirri áttinni. yell

Ragna Birgisdóttir, 18.10.2017 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband